Einhver verður Íþróttamaður ársins í fyrsta sinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2024 12:46 Ómar Ingi Magnússon hefur verið Íþróttamaður ársins undanfarin tvö ár. MummiLú Íþróttamaður ársins verður krýndur í 68. skiptið í kvöld og það er þegar ljóst að sigurvegari kvöldsins fær þessa stærstu viðurkenningu íslensks íþróttafólks í fyrsta sinn á ferlinum. Enginn af þeim tíu íþróttamönnum sem eru meðal tíu efstu í kjörinu í ár hafa fengið þennan heiður áður. Ómar Ingi Magnússon hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins undanfarin tvö ár en hann er ekki tilnefndur í ár. Ekki heldur Sara Björk Gunnarsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson sem unnu titilinn á undan honum. Íþróttamaður ársins var kjörinn í fyrsta sinn árið 1956 og þá vann þrístökkvarinn Vilhjálmur Einarsson. Vilhjálmur vann líka næstu tvö ár á eftir og alls fimm sinnum á fyrstu sex árum kjörsins. Enginn hefur unnið þetta oftar en hann. Síðan Vilhjálmur var kjörinn fyrstur fyrir næstum því sjö áratugum síðan hafa 44 einstaklingar til viðbótar verið kjörnir Íþróttamenn ársins, 38 karlar að Vilhjálmi meðtöldum og sjö konur. Sá 46. bætist því í hópinn í kvöld. Samsett mynd Sex konur og fjórir karlar koma til greina að þessu sinni en aldrei áður hafa verið fleiri konur meðal tíu efstu. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir voru bæði meðal þriggja efstu í kjörinu í fyrra og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee varð þá í fimmta sæti. Öll gera þau tilkall til þess að vera kosin Íþróttamaður ársins í ár. Það gera líka fleiri. Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson er á topp tíu listanum eins og í fyrra, knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir er þar eftir eins árs fjarveru og knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er tilnefndur í fyrsta sinn í fimm ár. Það eru líka fjórar konur á listanum sem eru tilnefndar í fyrsta sinn á ferlinum en það eru frjálsíþróttakonan Andrea Kolbeinsdóttir, sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir, kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir og fimleikakonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Það verður einnig kosið lið ársins og þjálfari ársins í kvöld. Víkingur á tvö af þremur liðum sem eru tilnefnd sem íþróttalið ársins því bæði karla- og kvennafótboltalið félagsins enduðu meðal þriggja efstu og þriðja liðið sem er tilnefnt er síðan karlalið Tindastóls í körfubolta. Þeir þjálfarar sem eru tilnefndir sem þjálfarar ársins eru Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta. Kjöri Íþróttamanns ársins verður lýst á Hilton hóteli í kvöld og verður útsendingin að venju í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu. Útsendingin hefst klukkan 19.35. Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta Íþróttamaður ársins Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Sjá meira
Enginn af þeim tíu íþróttamönnum sem eru meðal tíu efstu í kjörinu í ár hafa fengið þennan heiður áður. Ómar Ingi Magnússon hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins undanfarin tvö ár en hann er ekki tilnefndur í ár. Ekki heldur Sara Björk Gunnarsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson sem unnu titilinn á undan honum. Íþróttamaður ársins var kjörinn í fyrsta sinn árið 1956 og þá vann þrístökkvarinn Vilhjálmur Einarsson. Vilhjálmur vann líka næstu tvö ár á eftir og alls fimm sinnum á fyrstu sex árum kjörsins. Enginn hefur unnið þetta oftar en hann. Síðan Vilhjálmur var kjörinn fyrstur fyrir næstum því sjö áratugum síðan hafa 44 einstaklingar til viðbótar verið kjörnir Íþróttamenn ársins, 38 karlar að Vilhjálmi meðtöldum og sjö konur. Sá 46. bætist því í hópinn í kvöld. Samsett mynd Sex konur og fjórir karlar koma til greina að þessu sinni en aldrei áður hafa verið fleiri konur meðal tíu efstu. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir voru bæði meðal þriggja efstu í kjörinu í fyrra og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee varð þá í fimmta sæti. Öll gera þau tilkall til þess að vera kosin Íþróttamaður ársins í ár. Það gera líka fleiri. Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson er á topp tíu listanum eins og í fyrra, knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir er þar eftir eins árs fjarveru og knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er tilnefndur í fyrsta sinn í fimm ár. Það eru líka fjórar konur á listanum sem eru tilnefndar í fyrsta sinn á ferlinum en það eru frjálsíþróttakonan Andrea Kolbeinsdóttir, sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir, kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir og fimleikakonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Það verður einnig kosið lið ársins og þjálfari ársins í kvöld. Víkingur á tvö af þremur liðum sem eru tilnefnd sem íþróttalið ársins því bæði karla- og kvennafótboltalið félagsins enduðu meðal þriggja efstu og þriðja liðið sem er tilnefnt er síðan karlalið Tindastóls í körfubolta. Þeir þjálfarar sem eru tilnefndir sem þjálfarar ársins eru Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta. Kjöri Íþróttamanns ársins verður lýst á Hilton hóteli í kvöld og verður útsendingin að venju í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu. Útsendingin hefst klukkan 19.35. Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta
Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta
Íþróttamaður ársins Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Sjá meira