Luke Littler: Á eftir að finna gjöf fyrir mömmu sína og pabba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 11:00 Luke Littler er með fjölskyldu sína í salnum í Ally Pally. Getty/Warren Little Luke Littler hefur á örskömmum tíma skotist upp á stjörnuhimininn og orðið einn frægasti íþróttamaðurinn í Bretlandi eftir stórkostlega frammistöðu sína á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Þessi sextán ára strákur spilar um heimsmeistaratitilinn í kvöld eftir hvern sannfærandi sigurinn á fætur öðrum á leið sinni í úrslitaleikinn. Eftir sigurinn í undanúrslitaleiknum í gær þá var hann spurður út í það hvort hann ætlaði að eyða eitthvað af verðlaunafénu sínu í gjöf fyrir mömmu sína og pabba. Littler er þegar búinn að tryggja sér tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé sem jafngildir tæpum 35 milljónum í íslenskum krónum. „Ég er ekki búinn að finna neina gjöf handa þeim ennþá. Ég á enn eftir að spila einn leik á morgun. Þau vita auðvitað hvað ég er þakklátur fyrir það sem þau hafa gert fyrir mig. Það voru þau sem komu mér á þetta svið,“ sagði Luke Littler á blaðamannafundi eftir sigurinn í gær. „Ef ég kemst yfir endalínuna þá mun ég örugglega gefa þeim eitthvað,“ sagði Littler. Hann talaði líka um mikla fjölgun fylgjenda á samfélagsmiðlum sem og þá staðreynd að hann hefur fengið fullt af skilaboðum frá frægum fótboltamönnum. Littler er mikill stuðningsmaður Manchester United. „Ég fékk skilaboð frá Luke Shaw hjá Manchester United og frá Rio Ferdinand. Ég fékk líka skilaboð frá Gary Neville og Johnny Evans fyrir leikinn á móti Barney. Það er klikkað að fá skilaboð frá fólki sem ég hef litið upp til og þá sérstaklega að fá kveðju frá uppáhaldsfélaginu mínu Manchester United,“ sagði Littler. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Pílukast Tengdar fréttir Luke Littler rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður Luke Littler varð í gær sá langyngsti í sögunni sem nær að komast alla leið í úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn í pílukasti. 3. janúar 2024 07:50 Ungstirnið Littler flaug í úrslit Hinn 16 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti í sinni fyrstu tilraun eftir öruggan 6-2 sigur gegn fyrrum heimsmeistaranum Rob Cross. 2. janúar 2024 21:38 Kærastan stolt af Littler: „Draumurinn heldur áfram“ Hinn sextán ára Luke Littler hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann er kominn í undanúrslit mótsins og frammistaða hans er á allra vörum. 2. janúar 2024 11:31 „Nú er mig að dreyma“ Hinn sextán ára gamli Luke Littler varð í gær sá yngsti í sögunni til að komast í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti þegar hann vann sannfærandi 5-1 sigur á Brendan Dolan í átta manna úrslitunum. 2. janúar 2024 07:01 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Sjá meira
Þessi sextán ára strákur spilar um heimsmeistaratitilinn í kvöld eftir hvern sannfærandi sigurinn á fætur öðrum á leið sinni í úrslitaleikinn. Eftir sigurinn í undanúrslitaleiknum í gær þá var hann spurður út í það hvort hann ætlaði að eyða eitthvað af verðlaunafénu sínu í gjöf fyrir mömmu sína og pabba. Littler er þegar búinn að tryggja sér tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé sem jafngildir tæpum 35 milljónum í íslenskum krónum. „Ég er ekki búinn að finna neina gjöf handa þeim ennþá. Ég á enn eftir að spila einn leik á morgun. Þau vita auðvitað hvað ég er þakklátur fyrir það sem þau hafa gert fyrir mig. Það voru þau sem komu mér á þetta svið,“ sagði Luke Littler á blaðamannafundi eftir sigurinn í gær. „Ef ég kemst yfir endalínuna þá mun ég örugglega gefa þeim eitthvað,“ sagði Littler. Hann talaði líka um mikla fjölgun fylgjenda á samfélagsmiðlum sem og þá staðreynd að hann hefur fengið fullt af skilaboðum frá frægum fótboltamönnum. Littler er mikill stuðningsmaður Manchester United. „Ég fékk skilaboð frá Luke Shaw hjá Manchester United og frá Rio Ferdinand. Ég fékk líka skilaboð frá Gary Neville og Johnny Evans fyrir leikinn á móti Barney. Það er klikkað að fá skilaboð frá fólki sem ég hef litið upp til og þá sérstaklega að fá kveðju frá uppáhaldsfélaginu mínu Manchester United,“ sagði Littler. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Pílukast Tengdar fréttir Luke Littler rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður Luke Littler varð í gær sá langyngsti í sögunni sem nær að komast alla leið í úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn í pílukasti. 3. janúar 2024 07:50 Ungstirnið Littler flaug í úrslit Hinn 16 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti í sinni fyrstu tilraun eftir öruggan 6-2 sigur gegn fyrrum heimsmeistaranum Rob Cross. 2. janúar 2024 21:38 Kærastan stolt af Littler: „Draumurinn heldur áfram“ Hinn sextán ára Luke Littler hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann er kominn í undanúrslit mótsins og frammistaða hans er á allra vörum. 2. janúar 2024 11:31 „Nú er mig að dreyma“ Hinn sextán ára gamli Luke Littler varð í gær sá yngsti í sögunni til að komast í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti þegar hann vann sannfærandi 5-1 sigur á Brendan Dolan í átta manna úrslitunum. 2. janúar 2024 07:01 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Sjá meira
Luke Littler rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður Luke Littler varð í gær sá langyngsti í sögunni sem nær að komast alla leið í úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn í pílukasti. 3. janúar 2024 07:50
Ungstirnið Littler flaug í úrslit Hinn 16 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti í sinni fyrstu tilraun eftir öruggan 6-2 sigur gegn fyrrum heimsmeistaranum Rob Cross. 2. janúar 2024 21:38
Kærastan stolt af Littler: „Draumurinn heldur áfram“ Hinn sextán ára Luke Littler hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann er kominn í undanúrslit mótsins og frammistaða hans er á allra vörum. 2. janúar 2024 11:31
„Nú er mig að dreyma“ Hinn sextán ára gamli Luke Littler varð í gær sá yngsti í sögunni til að komast í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti þegar hann vann sannfærandi 5-1 sigur á Brendan Dolan í átta manna úrslitunum. 2. janúar 2024 07:01