Minni asi, meiri kröfur Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar 2. janúar 2024 06:01 Gefum yngsta fólkinu okkar tækifæri til þess að spreyta sig og þroskast í leiðinni. Ég var með áramótaheit síðustu áramót um að efla sjálfstæði hjá börnunum mínum. Mér tókst nokkuð ágætlega en get þó gert töluvert betur. Ég ætla að strengja sömu heit í ár og ég hvet ykkur, ykkur sem eigið börn, til þess að gera slíkt hið sama. Ég las erlenda rannsóknargrein á árinu sem fjallaði um mikilvægi þess að fá börn til þess að taka þátt í daglegum athöfnum heimilisins. Börn á Vestrænum heimilum taka töluvert minna þátt í þeim verkum sem tilheyra heimilinu og erum við, foreldrar, þar með að hafa af þeim mikinn þroska sem þau annars hefðu getað aflað sér. Auðvitað er auðveldast fyrir mig eftir fullan vinnudag, langan tíma í þreytandi umferð og barning við að koma barninu heim úr leikskólanum að planta honum fyrir framan skjá og skella í spaghetti boloneges með uppáhalds podkastið í eyranu. Auðveldast er samt ekki alltaf best. Best væri að fá gorminn til þess að skera sveppina fyrir mig, standa mér við hlið og hella pastasósunni á pönnuna, leggja á borðið og svo eftir matinn að hjálpa til við frágang og þurrka af hellunni. Það sama á við ýmist önnur verkefni heimilisins sem börn eru fullfær um að taka þátt í, setja í þvottavél, þrífa bílinn, moka snjóinn, skrifa lista fyrir matarinnkaup og fylgja svo listanum eftir í búðinni. Með þessum einföldu verkefnum sem þurfa hvort eð er að vinnast erum við meðal annars að efla félagsþroska barnsins, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu og búa til mikilvægar samverustundir. Rúsínan í pylsuendanum er svo allur sá orðaforði sem barnið öðlast. Orð eins og kökukefli, herðatré og ryksugupoki eru eflast hugtök sem ekki öll börn á leikskólaaldri geta útskýrt en gætu öðlast með meiri þátttöku og samskiptum við fullorðna dags daglega. Á sama tíma erum við einnig að efla sjálfsmat barnsins. Barnið lærir nýja hæfni og upplifir sig mikilvægan hluta af heimilinu, einstakling sem tekur þátt í að halda hjólum heimilisins gangandi. Ég hljóma eflaust ekkert sérlega skemmtilega í eyrum margra foreldra, hvað er þessi leiðindar kona að stinga upp á að ég fari að fá leikskólabarn til þess að taka þátt í heimilisverkum þegar ég hef varla sjálf/sjálfur/sjálft ekki tíma til þess?! Hver hefur tíma í þetta? Það er einmitt það, tíminn, við höfum að okkur finnst engan tíma og þolinmæðin er oft takmörkuð eftir langan vinnudag bæði hjá fullorðnum og börnum. Tíminn er hins vegar einmitt vandamálið, hann kemur ekki aftur. Á fyrstu fimm árunum er heilinn að þroskast meira og hraðar en hann mun nokkrum sinnum gera á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að vera meðvituð um að allar reynslur, öll samskipti, allt sem barnið heyrir og sér, kemur við og þefar af örvar heila þess og skapar tengingar sem mynda ákveðin mynstur sem munu fylgja barninu þegar það fullorðnast. Það er þess vegna svo gríðarlega mikilvægt að við gerum okkar allra besta og jafnvel örlítið betur en það til þess að hjálpa börnunum okkar að mynda góðan grunn í öllum mikilvægustu þáttunum. Þið getið varla gert ykkur í hugarlund hvað einfalt verkefni eins og að skera gúrku, brjóta saman tuskur eða raða hnífapörum á borð getur gert mikið fyrir samhæfingargetu barns á leikskólaaldri. Byrjum í dag að veita börnunum okkar meira sjálfstæði, aukum getu þeirra í sjálfshjálp og eflum þroska þess og tengsl við okkur í leiðinni. Þetta eru eflaust einu árin sem þau hafa raunverulega gaman af heimilisverkum og hver veit, kannski heldur sú verkefnagleði áfram langt inn í unglingsárin. Ég lofa þó engu í þeim efnum. Höfundur er með MA í foreldrafræðslu og uppeldisrágjöf og er stofnandi Fjörfiska sem heldur þroskandi námskeið fyrir börn á leikskólaaldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Gefum yngsta fólkinu okkar tækifæri til þess að spreyta sig og þroskast í leiðinni. Ég var með áramótaheit síðustu áramót um að efla sjálfstæði hjá börnunum mínum. Mér tókst nokkuð ágætlega en get þó gert töluvert betur. Ég ætla að strengja sömu heit í ár og ég hvet ykkur, ykkur sem eigið börn, til þess að gera slíkt hið sama. Ég las erlenda rannsóknargrein á árinu sem fjallaði um mikilvægi þess að fá börn til þess að taka þátt í daglegum athöfnum heimilisins. Börn á Vestrænum heimilum taka töluvert minna þátt í þeim verkum sem tilheyra heimilinu og erum við, foreldrar, þar með að hafa af þeim mikinn þroska sem þau annars hefðu getað aflað sér. Auðvitað er auðveldast fyrir mig eftir fullan vinnudag, langan tíma í þreytandi umferð og barning við að koma barninu heim úr leikskólanum að planta honum fyrir framan skjá og skella í spaghetti boloneges með uppáhalds podkastið í eyranu. Auðveldast er samt ekki alltaf best. Best væri að fá gorminn til þess að skera sveppina fyrir mig, standa mér við hlið og hella pastasósunni á pönnuna, leggja á borðið og svo eftir matinn að hjálpa til við frágang og þurrka af hellunni. Það sama á við ýmist önnur verkefni heimilisins sem börn eru fullfær um að taka þátt í, setja í þvottavél, þrífa bílinn, moka snjóinn, skrifa lista fyrir matarinnkaup og fylgja svo listanum eftir í búðinni. Með þessum einföldu verkefnum sem þurfa hvort eð er að vinnast erum við meðal annars að efla félagsþroska barnsins, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu og búa til mikilvægar samverustundir. Rúsínan í pylsuendanum er svo allur sá orðaforði sem barnið öðlast. Orð eins og kökukefli, herðatré og ryksugupoki eru eflast hugtök sem ekki öll börn á leikskólaaldri geta útskýrt en gætu öðlast með meiri þátttöku og samskiptum við fullorðna dags daglega. Á sama tíma erum við einnig að efla sjálfsmat barnsins. Barnið lærir nýja hæfni og upplifir sig mikilvægan hluta af heimilinu, einstakling sem tekur þátt í að halda hjólum heimilisins gangandi. Ég hljóma eflaust ekkert sérlega skemmtilega í eyrum margra foreldra, hvað er þessi leiðindar kona að stinga upp á að ég fari að fá leikskólabarn til þess að taka þátt í heimilisverkum þegar ég hef varla sjálf/sjálfur/sjálft ekki tíma til þess?! Hver hefur tíma í þetta? Það er einmitt það, tíminn, við höfum að okkur finnst engan tíma og þolinmæðin er oft takmörkuð eftir langan vinnudag bæði hjá fullorðnum og börnum. Tíminn er hins vegar einmitt vandamálið, hann kemur ekki aftur. Á fyrstu fimm árunum er heilinn að þroskast meira og hraðar en hann mun nokkrum sinnum gera á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að vera meðvituð um að allar reynslur, öll samskipti, allt sem barnið heyrir og sér, kemur við og þefar af örvar heila þess og skapar tengingar sem mynda ákveðin mynstur sem munu fylgja barninu þegar það fullorðnast. Það er þess vegna svo gríðarlega mikilvægt að við gerum okkar allra besta og jafnvel örlítið betur en það til þess að hjálpa börnunum okkar að mynda góðan grunn í öllum mikilvægustu þáttunum. Þið getið varla gert ykkur í hugarlund hvað einfalt verkefni eins og að skera gúrku, brjóta saman tuskur eða raða hnífapörum á borð getur gert mikið fyrir samhæfingargetu barns á leikskólaaldri. Byrjum í dag að veita börnunum okkar meira sjálfstæði, aukum getu þeirra í sjálfshjálp og eflum þroska þess og tengsl við okkur í leiðinni. Þetta eru eflaust einu árin sem þau hafa raunverulega gaman af heimilisverkum og hver veit, kannski heldur sú verkefnagleði áfram langt inn í unglingsárin. Ég lofa þó engu í þeim efnum. Höfundur er með MA í foreldrafræðslu og uppeldisrágjöf og er stofnandi Fjörfiska sem heldur þroskandi námskeið fyrir börn á leikskólaaldri.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun