Spilling, hvað er nú það? Tómas Ellert Tómasson skrifar 1. janúar 2024 10:30 Spilling á sér margar birtingamyndir skv. skilgreiningum fræðimanna. Spilling getur falið í sér margvíslega starfsemi sem felur í sér mútur, áhrif á sölu og fjárdrátt og hún getur einnig falið í sér aðferðir sem eru löglegar í mörgum löndum. Samkvæmt Transparency International sem fáeinir núverandi og fyrrum þingmenn gera mikið grín að er skilgreiningin á spillingu, misbeiting á opinberu valdi til persónulegs ávinnings. Og að spilling þrífist þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Hvernig birtist spilling í raunveruleikanum? Ein sýnilegasta birtingarmynd spillingar á Íslandi er það sem kallað er Elítuspilling, en Elítuspilling er það kallað þegar að óformlegt eða leynilegt samráð manna í áhrifastöðum tekst að fanga opinbert vald og beita því í eigin þágu. Mútur eru greiddar til að hafa áhrif. Þær eru greiddar til einstaklinga til þess að þeir seilist út fyrir valdssvið sitt eða umboð og breyti rétt teknum ákvörðunum eða taki ákvarðanir sem ekki eru í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur. Sá sem mútar hefur alla jafna valdayfirburði yfir þann sem er mútað þó ekki sé það algilt. Í flestum vestrænum löndum, Íslandi þar á meðal, er það refsivert að bera fé á opinbera starfsmenn til að fá fyrirgreiðslu sem ekki yrði veitt af öðrum kosti. Einnig pólitískt kjörna fulltrúa. Skiptir engu máli hvort viðkomandi eru innlendir eða erlendir. Hvernig birtist spillingin mér? Á mínum stutta ferli sem pólitískt kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn Svf. Árborgar buðust mér þrisvar sinnum fjárhagsleg tilboð ef að ég seildist út fyrir valdsvið mitt og tæki ákvarðanir sem ekki væru í samræmi við fyrirfram ákveðnar ákvarðanir annarra í þeim meirihluta sem ég starfaði í frá árinu 2018-2022. Tvö tilboð komu frá einum og sama aðilanum á þessu tímabili. Það þriðja kom frá óskyldum aðila þess fyrrnefnda. Til að gera langa sögu stutta tók ég ekki neinu þeirra. Í kjölfar viðtals sem mér fannst ég knúinn til að gefa við Heimildina sl. haust þar sem ég sagði frá einu af þeim tilboðum sem mér hafði borist sem pólitískt kjörinn fulltrúi, bárust inn á ritstjórnarskrifstofur þeirra fjölmiðla sem þorðu að fjalla um viðtalið á um 10 mínútna fresti, upplýsingar um að viðkomandi heimildarmaður væri geðveikur, ætti við andleg vandamál að stríða, væri fyllibytta og allt þetta mál væri á misskilningi byggt. Hringt var inn ótt og títt af aðilum tengdum tilboðsgjafa. Fjölmiðlunum hótað, engar auglýsingar osfrv.. Málið væri mannlegur harmleikur og ætti rætur sínar að rekja til þess að heimildarmaðurinn væri svekktur yfir því að viðkomandi tilboðsgjafi hefði ekki gefið honum lóð. Lóð á mesta flóðahættusvæði Selfossbæjar. Svæði sem er ógrundunarhæft með almennum og einföldum grundunaraðgerðum og beinlínis lífshættulegt íbúasvæði. Tilboðsgjafinn sá er við Heimildina var fjallað, var svo nú fyrir stuttu klappaður upp af Guðna Ágústssyni, smæsta ráðherra lýðveldisins, á herrakvöldi knattspyrnudeildar UMF. Selfoss. Þar gerði tilboðsgjafinn mislukkað grín af heimildarmanni, sem var fjarverandi það kvöldið. Heimildarmanninum, einum dyggasta stuðningsmanni og baráttuglaðasta knattspyrnumanni Selfossliðsins, allt frá barnsaldri. Hugrakkt og smekklegt af tilboðsgjafa? Svari nú hver fyrir sig. Viku síðar var tilboðsgjafinn kjörinn formaður Knattspyrnudeildar UMF. Selfoss, fjölmennustu deildarinnar innan UMFS, þrátt fyrir að sæta rannsókn Héraðssaksóknara fyrir mútuþægni. Já, þannig birtist spillingin og samspillingin mér á Íslandi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Spilling á sér margar birtingamyndir skv. skilgreiningum fræðimanna. Spilling getur falið í sér margvíslega starfsemi sem felur í sér mútur, áhrif á sölu og fjárdrátt og hún getur einnig falið í sér aðferðir sem eru löglegar í mörgum löndum. Samkvæmt Transparency International sem fáeinir núverandi og fyrrum þingmenn gera mikið grín að er skilgreiningin á spillingu, misbeiting á opinberu valdi til persónulegs ávinnings. Og að spilling þrífist þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Hvernig birtist spilling í raunveruleikanum? Ein sýnilegasta birtingarmynd spillingar á Íslandi er það sem kallað er Elítuspilling, en Elítuspilling er það kallað þegar að óformlegt eða leynilegt samráð manna í áhrifastöðum tekst að fanga opinbert vald og beita því í eigin þágu. Mútur eru greiddar til að hafa áhrif. Þær eru greiddar til einstaklinga til þess að þeir seilist út fyrir valdssvið sitt eða umboð og breyti rétt teknum ákvörðunum eða taki ákvarðanir sem ekki eru í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur. Sá sem mútar hefur alla jafna valdayfirburði yfir þann sem er mútað þó ekki sé það algilt. Í flestum vestrænum löndum, Íslandi þar á meðal, er það refsivert að bera fé á opinbera starfsmenn til að fá fyrirgreiðslu sem ekki yrði veitt af öðrum kosti. Einnig pólitískt kjörna fulltrúa. Skiptir engu máli hvort viðkomandi eru innlendir eða erlendir. Hvernig birtist spillingin mér? Á mínum stutta ferli sem pólitískt kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn Svf. Árborgar buðust mér þrisvar sinnum fjárhagsleg tilboð ef að ég seildist út fyrir valdsvið mitt og tæki ákvarðanir sem ekki væru í samræmi við fyrirfram ákveðnar ákvarðanir annarra í þeim meirihluta sem ég starfaði í frá árinu 2018-2022. Tvö tilboð komu frá einum og sama aðilanum á þessu tímabili. Það þriðja kom frá óskyldum aðila þess fyrrnefnda. Til að gera langa sögu stutta tók ég ekki neinu þeirra. Í kjölfar viðtals sem mér fannst ég knúinn til að gefa við Heimildina sl. haust þar sem ég sagði frá einu af þeim tilboðum sem mér hafði borist sem pólitískt kjörinn fulltrúi, bárust inn á ritstjórnarskrifstofur þeirra fjölmiðla sem þorðu að fjalla um viðtalið á um 10 mínútna fresti, upplýsingar um að viðkomandi heimildarmaður væri geðveikur, ætti við andleg vandamál að stríða, væri fyllibytta og allt þetta mál væri á misskilningi byggt. Hringt var inn ótt og títt af aðilum tengdum tilboðsgjafa. Fjölmiðlunum hótað, engar auglýsingar osfrv.. Málið væri mannlegur harmleikur og ætti rætur sínar að rekja til þess að heimildarmaðurinn væri svekktur yfir því að viðkomandi tilboðsgjafi hefði ekki gefið honum lóð. Lóð á mesta flóðahættusvæði Selfossbæjar. Svæði sem er ógrundunarhæft með almennum og einföldum grundunaraðgerðum og beinlínis lífshættulegt íbúasvæði. Tilboðsgjafinn sá er við Heimildina var fjallað, var svo nú fyrir stuttu klappaður upp af Guðna Ágústssyni, smæsta ráðherra lýðveldisins, á herrakvöldi knattspyrnudeildar UMF. Selfoss. Þar gerði tilboðsgjafinn mislukkað grín af heimildarmanni, sem var fjarverandi það kvöldið. Heimildarmanninum, einum dyggasta stuðningsmanni og baráttuglaðasta knattspyrnumanni Selfossliðsins, allt frá barnsaldri. Hugrakkt og smekklegt af tilboðsgjafa? Svari nú hver fyrir sig. Viku síðar var tilboðsgjafinn kjörinn formaður Knattspyrnudeildar UMF. Selfoss, fjölmennustu deildarinnar innan UMFS, þrátt fyrir að sæta rannsókn Héraðssaksóknara fyrir mútuþægni. Já, þannig birtist spillingin og samspillingin mér á Íslandi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun