Svar við ákalli heilbrigðisstarfsfólks Willum Þór Þórsson skrifar 28. desember 2023 12:31 Það voru ánægjuleg og mikilvæg tímamót fyrir íslenska heilbrigðiskerfið þegar frumvarp um hlutlæga refsiábyrgð var samþykkt samhljóða á Alþingi rétt fyrr jól. Frumvarpið á sér langan aðdraganda og byggir á tillögum sem komu fram í skýrslu starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu ásamt tillögum til úrbóta frá árinu 2015. Á vormánuðum 2022 fól ég starfshóp að rýna tillögur skýrslunnar frá 2015 og skoða áhrif þess ef refsiábyrgð yrði breytt í samræmi við tillögur skýrslunnar. Starfshópurinn vann á breiðum samráðsgrunni og skilaði af sér drögum að frumvarpi í febrúar á þessu ári og var það lagt fyrir Alþingi. Með nýjum lögum erum við að innleiða hlutlæga refsiábyrgð heilbrigðisstofnana í þeim tilgangi að auka öryggi sjúklinga, að efla öryggismenningu innan heilbrigðiskerfisins, stuðla að umbótum og fækka alvarlegum atvikum. Einnig er tilgangurinn að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks með því að skýra og auka réttaröryggi framlínufólks heilbrigðiskerfisins. Að axla ábyrgð Starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks einkennist oft af miklum hraða og óvæntum aðstæðum. Öll ákvarðanataka og hvert handtak krefst því ekki aðeins reynslu, þjálfunar og þekkingar heldur líka trausts. Það traust á og þarf að vera gagnkvæmt. Rannsóknir sýna að orsakir alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu eru í langflestum tilfellum margir samverkandi og kerfislægir þættir í starfsemi heilbrigðisstofnunar, en sjaldan sök einstaklinga sem vinna verkin. Með breyttri nálgun laganna verður nú hægt að koma refsiábyrgð á hendur heilbrigðisstofnunar eða rekstraraðila, fremur en einstaka heilbrigðisstarfsmanni, þegar margir samverkandi þættir eða röð atvika eru orsök alvarlegs atviks. Það kallast hlutlæg og uppsöfnuð refsiábyrgð og með henni axlar heilbrigðiskerfið ábyrgð. Breytingarnar eru svar við ákalli heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga um umbætur við meðferð og rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu. Upplýsa til umbóta Með lagabreytingunum verður áfram unnið að því að efla rannsóknir á orsökum alvarlegra atvika, gera þær ítarlegri, bæta verkferla og tryggja betur aðkomu sjúklinga og aðstandanda. Sú vinna mun fara af stað á næstunni. Að rannsaka orsök og upplýsa um ástæður alvarlegra atvika sem upp geta komið við veitingu heilbrigðisþjónustu er mikilvægt til umbóta og sömuleiðis til að fyrirbyggja að slíkt atvik endurtaki sig. Brýnt er að rannsókn kalli fram tillögur til úrbóta fremur en að ákvarða um sök eða ábyrgð. Öryggismenningin er heilbrigðiskerfinu okkar mikilvæg, og byggir á gagnkvæmu trausti. Sterk öryggismenning eykur gæði og öryggi þjónustunnar ásamt því að stuðla að framþróun og umbótum í heilbrigðiskerfinu. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það voru ánægjuleg og mikilvæg tímamót fyrir íslenska heilbrigðiskerfið þegar frumvarp um hlutlæga refsiábyrgð var samþykkt samhljóða á Alþingi rétt fyrr jól. Frumvarpið á sér langan aðdraganda og byggir á tillögum sem komu fram í skýrslu starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu ásamt tillögum til úrbóta frá árinu 2015. Á vormánuðum 2022 fól ég starfshóp að rýna tillögur skýrslunnar frá 2015 og skoða áhrif þess ef refsiábyrgð yrði breytt í samræmi við tillögur skýrslunnar. Starfshópurinn vann á breiðum samráðsgrunni og skilaði af sér drögum að frumvarpi í febrúar á þessu ári og var það lagt fyrir Alþingi. Með nýjum lögum erum við að innleiða hlutlæga refsiábyrgð heilbrigðisstofnana í þeim tilgangi að auka öryggi sjúklinga, að efla öryggismenningu innan heilbrigðiskerfisins, stuðla að umbótum og fækka alvarlegum atvikum. Einnig er tilgangurinn að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks með því að skýra og auka réttaröryggi framlínufólks heilbrigðiskerfisins. Að axla ábyrgð Starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks einkennist oft af miklum hraða og óvæntum aðstæðum. Öll ákvarðanataka og hvert handtak krefst því ekki aðeins reynslu, þjálfunar og þekkingar heldur líka trausts. Það traust á og þarf að vera gagnkvæmt. Rannsóknir sýna að orsakir alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu eru í langflestum tilfellum margir samverkandi og kerfislægir þættir í starfsemi heilbrigðisstofnunar, en sjaldan sök einstaklinga sem vinna verkin. Með breyttri nálgun laganna verður nú hægt að koma refsiábyrgð á hendur heilbrigðisstofnunar eða rekstraraðila, fremur en einstaka heilbrigðisstarfsmanni, þegar margir samverkandi þættir eða röð atvika eru orsök alvarlegs atviks. Það kallast hlutlæg og uppsöfnuð refsiábyrgð og með henni axlar heilbrigðiskerfið ábyrgð. Breytingarnar eru svar við ákalli heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga um umbætur við meðferð og rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu. Upplýsa til umbóta Með lagabreytingunum verður áfram unnið að því að efla rannsóknir á orsökum alvarlegra atvika, gera þær ítarlegri, bæta verkferla og tryggja betur aðkomu sjúklinga og aðstandanda. Sú vinna mun fara af stað á næstunni. Að rannsaka orsök og upplýsa um ástæður alvarlegra atvika sem upp geta komið við veitingu heilbrigðisþjónustu er mikilvægt til umbóta og sömuleiðis til að fyrirbyggja að slíkt atvik endurtaki sig. Brýnt er að rannsókn kalli fram tillögur til úrbóta fremur en að ákvarða um sök eða ábyrgð. Öryggismenningin er heilbrigðiskerfinu okkar mikilvæg, og byggir á gagnkvæmu trausti. Sterk öryggismenning eykur gæði og öryggi þjónustunnar ásamt því að stuðla að framþróun og umbótum í heilbrigðiskerfinu. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar