Einn fárra sem heldur upp á jólin í Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 23. desember 2023 20:01 Hilmar Freyr Gunnarsson ætlar að vera í Grindavík um jólin. Vísir/Steingrímur Dúi Grindvíkingur sem ætlar að halda jól í bænum segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að fara heim um jólin. Síðustu dagar hafi verið algjör rússíbanareið. Fjölskyldan verður ein fárra sem dvelur í Grindavík um hátíðarnar eftir að bærinn var opnaður að fullu í gær. Í gær tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að það væri leyfilegt fyrir Grindvíkinga að gista í bænum í það minnsta fram yfir annan í jólum. Þá var bærinn færður af neyðarstigi niður á hættustig. Það var lítið um að vera í Grindavík þegar fréttamaður mætti í bæinn upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn Grindvíkinga sem fréttastofa ræddi við fyrir ætla fáir að halda jól í bænum eða gista þar. Klippa: Fámennt í frjálsri Grindavík Skreyttu í dag Það mátti þó finna einhverja Grindvíkinga þarna, þar á meðal Hilmar Gunnarsson. Hann ætlar að halda upp á jólin annað kvöld í Grindavík ásamt fjölskyldu sinni. „Við höfðum ekki annað úrræði. Við getum ekki haft þetta í leiguíbúðinni sem erum í í dag þannig í rauninni er þetta eina leiðin. Við verðum níu. Tengdaforeldrar mínir, systkini konunnar og við fimm,“ segir Hilmar. Börn Hilmars skreyttu jólatréð.Vísir/Steingrímur Dúi Fjölskyldan mætti í dag og undirbjó sig fyrir hátíðarhöldin með tiltekt og skreytingum. Hilmar segir síðustu daga hafa verið algjöran rússíbana. „Við komum hingað í gær að sækja dót og fara með í Hafnarfjörð þar sem við búum og í dag komum við til baka með sama dótið. Þetta er smá rússíbani og við vitum ekki hvar maður stendur dag frá degi. Ætlum bara að borða og fara svo heim,“ segir Hilmar. Fimmfalt minna húsnæði Í húsi Hilmars og fjölskyldu má sjá þónokkuð af sprungum sem urðu til í skjálftunum í byrjun nóvember og einnig þar sem húsið hefur sigið. Þrátt fyrir það segir Hilmar það mjög gott að komast aðeins heim. „Við erum í fimmtíu fermetrum. Förum úr 250 fermetrum í fimmtíu fermetra þannig það er mjög gott að koma hingað þótt það sé bara í smá tíma. Aðeins að breiða úr sér,“ segir Hilmar. Skjálftavirknin í Grindavík hefur verið afar takmörkuð í dag en land á svæðinu heldur áfram að rísa. Það hafði sigið í eldgosinu en sérfræðingar Veðurstofunnar telja að eftir tvær til þrjár vikur gæti það náð sömu hæð og áður en gosið hófst á mánudag. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Sjá meira
Í gær tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að það væri leyfilegt fyrir Grindvíkinga að gista í bænum í það minnsta fram yfir annan í jólum. Þá var bærinn færður af neyðarstigi niður á hættustig. Það var lítið um að vera í Grindavík þegar fréttamaður mætti í bæinn upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn Grindvíkinga sem fréttastofa ræddi við fyrir ætla fáir að halda jól í bænum eða gista þar. Klippa: Fámennt í frjálsri Grindavík Skreyttu í dag Það mátti þó finna einhverja Grindvíkinga þarna, þar á meðal Hilmar Gunnarsson. Hann ætlar að halda upp á jólin annað kvöld í Grindavík ásamt fjölskyldu sinni. „Við höfðum ekki annað úrræði. Við getum ekki haft þetta í leiguíbúðinni sem erum í í dag þannig í rauninni er þetta eina leiðin. Við verðum níu. Tengdaforeldrar mínir, systkini konunnar og við fimm,“ segir Hilmar. Börn Hilmars skreyttu jólatréð.Vísir/Steingrímur Dúi Fjölskyldan mætti í dag og undirbjó sig fyrir hátíðarhöldin með tiltekt og skreytingum. Hilmar segir síðustu daga hafa verið algjöran rússíbana. „Við komum hingað í gær að sækja dót og fara með í Hafnarfjörð þar sem við búum og í dag komum við til baka með sama dótið. Þetta er smá rússíbani og við vitum ekki hvar maður stendur dag frá degi. Ætlum bara að borða og fara svo heim,“ segir Hilmar. Fimmfalt minna húsnæði Í húsi Hilmars og fjölskyldu má sjá þónokkuð af sprungum sem urðu til í skjálftunum í byrjun nóvember og einnig þar sem húsið hefur sigið. Þrátt fyrir það segir Hilmar það mjög gott að komast aðeins heim. „Við erum í fimmtíu fermetrum. Förum úr 250 fermetrum í fimmtíu fermetra þannig það er mjög gott að koma hingað þótt það sé bara í smá tíma. Aðeins að breiða úr sér,“ segir Hilmar. Skjálftavirknin í Grindavík hefur verið afar takmörkuð í dag en land á svæðinu heldur áfram að rísa. Það hafði sigið í eldgosinu en sérfræðingar Veðurstofunnar telja að eftir tvær til þrjár vikur gæti það náð sömu hæð og áður en gosið hófst á mánudag.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Sjá meira