Einn fárra sem heldur upp á jólin í Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 23. desember 2023 20:01 Hilmar Freyr Gunnarsson ætlar að vera í Grindavík um jólin. Vísir/Steingrímur Dúi Grindvíkingur sem ætlar að halda jól í bænum segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að fara heim um jólin. Síðustu dagar hafi verið algjör rússíbanareið. Fjölskyldan verður ein fárra sem dvelur í Grindavík um hátíðarnar eftir að bærinn var opnaður að fullu í gær. Í gær tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að það væri leyfilegt fyrir Grindvíkinga að gista í bænum í það minnsta fram yfir annan í jólum. Þá var bærinn færður af neyðarstigi niður á hættustig. Það var lítið um að vera í Grindavík þegar fréttamaður mætti í bæinn upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn Grindvíkinga sem fréttastofa ræddi við fyrir ætla fáir að halda jól í bænum eða gista þar. Klippa: Fámennt í frjálsri Grindavík Skreyttu í dag Það mátti þó finna einhverja Grindvíkinga þarna, þar á meðal Hilmar Gunnarsson. Hann ætlar að halda upp á jólin annað kvöld í Grindavík ásamt fjölskyldu sinni. „Við höfðum ekki annað úrræði. Við getum ekki haft þetta í leiguíbúðinni sem erum í í dag þannig í rauninni er þetta eina leiðin. Við verðum níu. Tengdaforeldrar mínir, systkini konunnar og við fimm,“ segir Hilmar. Börn Hilmars skreyttu jólatréð.Vísir/Steingrímur Dúi Fjölskyldan mætti í dag og undirbjó sig fyrir hátíðarhöldin með tiltekt og skreytingum. Hilmar segir síðustu daga hafa verið algjöran rússíbana. „Við komum hingað í gær að sækja dót og fara með í Hafnarfjörð þar sem við búum og í dag komum við til baka með sama dótið. Þetta er smá rússíbani og við vitum ekki hvar maður stendur dag frá degi. Ætlum bara að borða og fara svo heim,“ segir Hilmar. Fimmfalt minna húsnæði Í húsi Hilmars og fjölskyldu má sjá þónokkuð af sprungum sem urðu til í skjálftunum í byrjun nóvember og einnig þar sem húsið hefur sigið. Þrátt fyrir það segir Hilmar það mjög gott að komast aðeins heim. „Við erum í fimmtíu fermetrum. Förum úr 250 fermetrum í fimmtíu fermetra þannig það er mjög gott að koma hingað þótt það sé bara í smá tíma. Aðeins að breiða úr sér,“ segir Hilmar. Skjálftavirknin í Grindavík hefur verið afar takmörkuð í dag en land á svæðinu heldur áfram að rísa. Það hafði sigið í eldgosinu en sérfræðingar Veðurstofunnar telja að eftir tvær til þrjár vikur gæti það náð sömu hæð og áður en gosið hófst á mánudag. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira
Í gær tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að það væri leyfilegt fyrir Grindvíkinga að gista í bænum í það minnsta fram yfir annan í jólum. Þá var bærinn færður af neyðarstigi niður á hættustig. Það var lítið um að vera í Grindavík þegar fréttamaður mætti í bæinn upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn Grindvíkinga sem fréttastofa ræddi við fyrir ætla fáir að halda jól í bænum eða gista þar. Klippa: Fámennt í frjálsri Grindavík Skreyttu í dag Það mátti þó finna einhverja Grindvíkinga þarna, þar á meðal Hilmar Gunnarsson. Hann ætlar að halda upp á jólin annað kvöld í Grindavík ásamt fjölskyldu sinni. „Við höfðum ekki annað úrræði. Við getum ekki haft þetta í leiguíbúðinni sem erum í í dag þannig í rauninni er þetta eina leiðin. Við verðum níu. Tengdaforeldrar mínir, systkini konunnar og við fimm,“ segir Hilmar. Börn Hilmars skreyttu jólatréð.Vísir/Steingrímur Dúi Fjölskyldan mætti í dag og undirbjó sig fyrir hátíðarhöldin með tiltekt og skreytingum. Hilmar segir síðustu daga hafa verið algjöran rússíbana. „Við komum hingað í gær að sækja dót og fara með í Hafnarfjörð þar sem við búum og í dag komum við til baka með sama dótið. Þetta er smá rússíbani og við vitum ekki hvar maður stendur dag frá degi. Ætlum bara að borða og fara svo heim,“ segir Hilmar. Fimmfalt minna húsnæði Í húsi Hilmars og fjölskyldu má sjá þónokkuð af sprungum sem urðu til í skjálftunum í byrjun nóvember og einnig þar sem húsið hefur sigið. Þrátt fyrir það segir Hilmar það mjög gott að komast aðeins heim. „Við erum í fimmtíu fermetrum. Förum úr 250 fermetrum í fimmtíu fermetra þannig það er mjög gott að koma hingað þótt það sé bara í smá tíma. Aðeins að breiða úr sér,“ segir Hilmar. Skjálftavirknin í Grindavík hefur verið afar takmörkuð í dag en land á svæðinu heldur áfram að rísa. Það hafði sigið í eldgosinu en sérfræðingar Veðurstofunnar telja að eftir tvær til þrjár vikur gæti það náð sömu hæð og áður en gosið hófst á mánudag.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira