Styttist í hönnunarútboð Þjóðarhallar Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2023 15:30 Ásmundur Einar Daðason ráðherra er með málefni íþrótta á sinni könnu. Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason segir að hönnunarútboð nýrrar þjóðarhallar sé á næsta leyti. Kostnaðarskipting á milli ríkis og borgar sé langt komin. Ásmundur var spurður út í það hvað væri að frétta af nýrri þjóðarhöll á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ÍSÍ í byrjun vikunnar. Þá var undirritaður nýr samningur um átta nýjar starfsstöðvar til eflingar íþróttastarfs á landsvísu. Kostnaður við þá aðgerð eru 400 milljónir króna. Ný þjóðarhöll hefur verið á teikniborðinu í áraraðir en enn hefur fyrsta skóflustungan ekki verið tekin. „Þar höfum við verið í samtali á milli ríkis og borgar og við erum langt komin í því bæði varðandi kostnaðarskiptingu og annað sem búið er að kynna hjá ríki og borg. Ég á von á því að við eigum að geta fylgt þeim samþykktum eftir á næstunni og sett verkefnið formlega af stað með hönnunarútboði,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann. Annar mögulegur kostnaðarliður ríkisins er pulsan fræga sem komið var fyrir á Laugardalsvelli fyrir heimaleiki Blika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Ekki liggur ljóst fyrir hver á að borga brúsann. Blikar vilja sjálfir meina að þeir beri ekki ábyrgð á þeim kostnaði og KSÍ vill að ríkið stígi inn í. „Það hefur verið samtal þar í gangi um að allir aðilar leggi eitthvað af mörkum. Þannig virkar samvinnan. Við höfum verið að afla fjárheimilda til þess í gegnum Alþingi og það er ákveðið fjármagn sem við fengum úthlutað í kringum afgreiðslu fjárlaga núna sem tengist þessu verkefni. Ég allavega vona að við getum lagt eitthvað í púkkið þar og það geti vonandi klárast núna í framhaldi afgreiðslu fjárlaga.“ Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hún birtist í Sportpakkanum í gærkvöldi. Ný þjóðarhöll Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sjá meira
Ásmundur var spurður út í það hvað væri að frétta af nýrri þjóðarhöll á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ÍSÍ í byrjun vikunnar. Þá var undirritaður nýr samningur um átta nýjar starfsstöðvar til eflingar íþróttastarfs á landsvísu. Kostnaður við þá aðgerð eru 400 milljónir króna. Ný þjóðarhöll hefur verið á teikniborðinu í áraraðir en enn hefur fyrsta skóflustungan ekki verið tekin. „Þar höfum við verið í samtali á milli ríkis og borgar og við erum langt komin í því bæði varðandi kostnaðarskiptingu og annað sem búið er að kynna hjá ríki og borg. Ég á von á því að við eigum að geta fylgt þeim samþykktum eftir á næstunni og sett verkefnið formlega af stað með hönnunarútboði,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann. Annar mögulegur kostnaðarliður ríkisins er pulsan fræga sem komið var fyrir á Laugardalsvelli fyrir heimaleiki Blika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Ekki liggur ljóst fyrir hver á að borga brúsann. Blikar vilja sjálfir meina að þeir beri ekki ábyrgð á þeim kostnaði og KSÍ vill að ríkið stígi inn í. „Það hefur verið samtal þar í gangi um að allir aðilar leggi eitthvað af mörkum. Þannig virkar samvinnan. Við höfum verið að afla fjárheimilda til þess í gegnum Alþingi og það er ákveðið fjármagn sem við fengum úthlutað í kringum afgreiðslu fjárlaga núna sem tengist þessu verkefni. Ég allavega vona að við getum lagt eitthvað í púkkið þar og það geti vonandi klárast núna í framhaldi afgreiðslu fjárlaga.“ Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hún birtist í Sportpakkanum í gærkvöldi.
Ný þjóðarhöll Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sjá meira