Friðsæl jól Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 23. desember 2023 07:00 Við höfum farið enn einn hring í kringum sólina og jólin á næsta leiti. Hátíð samveru, ljóss og friðar sem við sjáum á heimsfréttunum að er því miður ekki sjálfgefinn. Við höfum flest margt að þakka fyrir og þegar mesta jólastressið er liðið hjá áttum við okkur á að mikilvægast er að eiga friðsælar stundir með okkar nánustu og slaka á heima. Þá er gott að hafa í huga nokkur mikilvæg forvarnaatriði svo friðurinn haldist. Hugum að eldvörnum Indælt er að skreyta heimilið og kveikja kertaljós á jólum en þá er nauðsynlegt að hafa auga með logandi kertum. Logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum og aldrei má skilja börn eða dýr ein eftir með logandi kertum. Led-kerti eru fyrirtaks lausn til að njóta kertaljóss og minnka áhættuna sem fylgt getur opnum eldi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum heimilisins og skynsamlegt er að prófa þá í desember svo öruggt sé að þeir virki ef á reynir. Reykskynjarinn er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hefur bjargað mörgum mannslífum. Eldvarnateppi ætti að vera til taks, ekki síst þegar mikið stendur til og álag er á eldhúsinu þegar framreiddar eru hátíðarkræsingar ýmiss konar. Fara þarf varlega þegar verið er að djúpsteikja, flambera o.s.frv. og gæta þarf þess að gleyma ekki pottum á heitum hellum en pottabrunar eru algengir. Einnig ætti að forðast að geyma hluti ofan á eldavélum, pizzukassar og aðrar umbúðir eru til að mynda mikill eldsmatur. Slökkvitæki ætti síðan að vera á hverju heimili og staðsett þar sem fólk á leið um, til dæmis nærri útgöngum, á göngum eða stigapöllum. Að lokum er vert að hafa í huga að ein algengasta orsök bruna á heimilum er tengd raftækjum. Fara þarf að öllu með gát þegar raftæki eru hlaðin og einnig þarf að gæta þess að það lofti vel um tækin. Rafhlaupahjól og rafhjól ætti helst ekki að hlaða innanhúss og Slökkviliðin hafa hvatt fólk til að forðast það að hlaða raftæki á nóttunni þegar allir eru sofandi eða enginn til staðar. Örugg á ferðinni Nú er jólaösin að ná hámarki og þá er ekki úr vegi að minna á að kapp er best með forsjá. Betra er að gefa sér nokkrar aukamínútur í umferðinni, anda djúpt og sýna tillitssemi frekar en að hætta á að lenda í óhappi. Gott er að bakka í stæði, ekki síst á stórum bílaplönum við verslunarmiðstöðvar, þar sem það minnkar líkur á árekstri þegar ekið er úr stæðinu. Einnig er vert að fylgjast vel með veðurspá nú um hávetur þegar kólnað getur snarlega og gefið í vind og snjókomu. Þegar þetta er ritað er í gildi gul viðvörun á Þorláksmessu og því brýnt að skoða vel færð, akstursskilyrði og vera vel búin ef lagt er í hann. Loks er mikilvægt að halda athygli við aksturinn, vera úthvíld og ekki nota farsíma undir stýri. Gleðileg jól Með því að gera forvarnaráðstafanir heima fyrir og á ferðinni má stuðla að gleðilegri jólahátíð. Við viljum jú að öll skili sér heil heim og geti notið jólanna örugg heima fyrir. Gleðilega hátíð og hlýjar kveðjur til ykkar og kærleikur út í heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Jól Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við höfum farið enn einn hring í kringum sólina og jólin á næsta leiti. Hátíð samveru, ljóss og friðar sem við sjáum á heimsfréttunum að er því miður ekki sjálfgefinn. Við höfum flest margt að þakka fyrir og þegar mesta jólastressið er liðið hjá áttum við okkur á að mikilvægast er að eiga friðsælar stundir með okkar nánustu og slaka á heima. Þá er gott að hafa í huga nokkur mikilvæg forvarnaatriði svo friðurinn haldist. Hugum að eldvörnum Indælt er að skreyta heimilið og kveikja kertaljós á jólum en þá er nauðsynlegt að hafa auga með logandi kertum. Logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum og aldrei má skilja börn eða dýr ein eftir með logandi kertum. Led-kerti eru fyrirtaks lausn til að njóta kertaljóss og minnka áhættuna sem fylgt getur opnum eldi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum heimilisins og skynsamlegt er að prófa þá í desember svo öruggt sé að þeir virki ef á reynir. Reykskynjarinn er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hefur bjargað mörgum mannslífum. Eldvarnateppi ætti að vera til taks, ekki síst þegar mikið stendur til og álag er á eldhúsinu þegar framreiddar eru hátíðarkræsingar ýmiss konar. Fara þarf varlega þegar verið er að djúpsteikja, flambera o.s.frv. og gæta þarf þess að gleyma ekki pottum á heitum hellum en pottabrunar eru algengir. Einnig ætti að forðast að geyma hluti ofan á eldavélum, pizzukassar og aðrar umbúðir eru til að mynda mikill eldsmatur. Slökkvitæki ætti síðan að vera á hverju heimili og staðsett þar sem fólk á leið um, til dæmis nærri útgöngum, á göngum eða stigapöllum. Að lokum er vert að hafa í huga að ein algengasta orsök bruna á heimilum er tengd raftækjum. Fara þarf að öllu með gát þegar raftæki eru hlaðin og einnig þarf að gæta þess að það lofti vel um tækin. Rafhlaupahjól og rafhjól ætti helst ekki að hlaða innanhúss og Slökkviliðin hafa hvatt fólk til að forðast það að hlaða raftæki á nóttunni þegar allir eru sofandi eða enginn til staðar. Örugg á ferðinni Nú er jólaösin að ná hámarki og þá er ekki úr vegi að minna á að kapp er best með forsjá. Betra er að gefa sér nokkrar aukamínútur í umferðinni, anda djúpt og sýna tillitssemi frekar en að hætta á að lenda í óhappi. Gott er að bakka í stæði, ekki síst á stórum bílaplönum við verslunarmiðstöðvar, þar sem það minnkar líkur á árekstri þegar ekið er úr stæðinu. Einnig er vert að fylgjast vel með veðurspá nú um hávetur þegar kólnað getur snarlega og gefið í vind og snjókomu. Þegar þetta er ritað er í gildi gul viðvörun á Þorláksmessu og því brýnt að skoða vel færð, akstursskilyrði og vera vel búin ef lagt er í hann. Loks er mikilvægt að halda athygli við aksturinn, vera úthvíld og ekki nota farsíma undir stýri. Gleðileg jól Með því að gera forvarnaráðstafanir heima fyrir og á ferðinni má stuðla að gleðilegri jólahátíð. Við viljum jú að öll skili sér heil heim og geti notið jólanna örugg heima fyrir. Gleðilega hátíð og hlýjar kveðjur til ykkar og kærleikur út í heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun