„Ég er í smá afneitun um að gera þetta af því að ég er svo heimakær“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2023 10:01 Íslenska frjálsíþróttaafreksparið Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Guðni Valur Guðnason. Vísir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er að flytja út til Svíþjóðar þar sem hún mun hefja æfingar með sænsku frjálsíþróttaliði. Guðbjörg Jóna segir frá flutningum sínum í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands en Guðbjörg Jóna er fremsta spretthlaupskona landsins. Guðbjörg æfði með sænska liðinu MAI (Malmö Allmänna Idrottsförening) í nokkrar vikur í október og leyst það vel á aðstæður að hún ákvað að fara þangað eftir áramót. „Ég ákvað að prófa nýtt umhverfi æfingalega séð og leist bara svona líka vel á mig í Malmö þannig ég er að fara að flytja þangað um áramótin. Ég kem líka eitthvað heim til að keppa og mögulega æfa líka. Þetta er aðallega hugsað til að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Guðbjörg Jóna í viðtali við heimasíðu FRÍ. Guðbjörg ætlar ekki að slaka mikið á milli æfinga því hún mun einnig reyna að hefja þar Mastersnám í háskólanum í Lundi. „Ég ætla líka, á meðan ég er að æfa, að sækja um mastersnám í háskólanum í Malmö eða háskólanum í Lundi, er ekki alveg búin að ákveða mig. Ég ætla allavega að æfa og keppa fram í ágúst því að þá byrjar námið. Þannig ég ætla bara að sjá hvort ég komist ekki alveg örugglega inn,“ sagði Guðbjörg. Að hennar mati var kominn tími á að gera eitthvað öðruvísi. „Mig er búið að langa að prufa eitthvað nýtt í einhvern tíma og ég held að það sé bara hollt og gott fyrir alla að prufa nýtt umhverfi svona ef maður getur. Ég hafði tækifæri til þess þannig ég ákvað bara að skella mér,“ sagði Guðbjörg. „Ég er í smá afneitun um að gera þetta því ég er svo heimakær, en þetta er eitthvað sem ég þarf að gera til þess að fara út fyrir þægindarammann. Ég held að maður verði bara betri íþróttamaður að fara út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt“ sagði Guðbjörg. Guðbjörg er að fara í í æfingabúðir með liðinu frá 1. til 16. janúar þannig að hún og Guðni Valur, kærastinn hennar, fara út þann 27. desember. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var talað um að Guðni Valur væri líka að flytja út en það er ekki rétt. Hann mun æfa hér áfram heima með stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í París. Það má lesa allt viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Guðbjörg Jóna segir frá flutningum sínum í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands en Guðbjörg Jóna er fremsta spretthlaupskona landsins. Guðbjörg æfði með sænska liðinu MAI (Malmö Allmänna Idrottsförening) í nokkrar vikur í október og leyst það vel á aðstæður að hún ákvað að fara þangað eftir áramót. „Ég ákvað að prófa nýtt umhverfi æfingalega séð og leist bara svona líka vel á mig í Malmö þannig ég er að fara að flytja þangað um áramótin. Ég kem líka eitthvað heim til að keppa og mögulega æfa líka. Þetta er aðallega hugsað til að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Guðbjörg Jóna í viðtali við heimasíðu FRÍ. Guðbjörg ætlar ekki að slaka mikið á milli æfinga því hún mun einnig reyna að hefja þar Mastersnám í háskólanum í Lundi. „Ég ætla líka, á meðan ég er að æfa, að sækja um mastersnám í háskólanum í Malmö eða háskólanum í Lundi, er ekki alveg búin að ákveða mig. Ég ætla allavega að æfa og keppa fram í ágúst því að þá byrjar námið. Þannig ég ætla bara að sjá hvort ég komist ekki alveg örugglega inn,“ sagði Guðbjörg. Að hennar mati var kominn tími á að gera eitthvað öðruvísi. „Mig er búið að langa að prufa eitthvað nýtt í einhvern tíma og ég held að það sé bara hollt og gott fyrir alla að prufa nýtt umhverfi svona ef maður getur. Ég hafði tækifæri til þess þannig ég ákvað bara að skella mér,“ sagði Guðbjörg. „Ég er í smá afneitun um að gera þetta því ég er svo heimakær, en þetta er eitthvað sem ég þarf að gera til þess að fara út fyrir þægindarammann. Ég held að maður verði bara betri íþróttamaður að fara út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt“ sagði Guðbjörg. Guðbjörg er að fara í í æfingabúðir með liðinu frá 1. til 16. janúar þannig að hún og Guðni Valur, kærastinn hennar, fara út þann 27. desember. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var talað um að Guðni Valur væri líka að flytja út en það er ekki rétt. Hann mun æfa hér áfram heima með stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í París. Það má lesa allt viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira