Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. desember 2023 22:52 Marín Ásta Hjartardóttir hafði mestar áhyggjur af gasmengun. Annar hélt að Suðurnesin væru hreinlega að klofna í sundur. Vísir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. Kristín Arna Hjaltadóttir var nýkomin til landsins og að keyra Reykjanesbrautina þegar hún horfði á gosið hefjast. „Ég sá náttúrulega strax hvað var að gerast og hversu stórt þetta var. Þannig maður varð alveg skelkaður. Ég fylgdist svo bara með fréttum til svona eitt og fór svo að sofa,“ sagði hún í samtali við Berghildi Erlu, fréttamann Stöðvar tvö sem tók púlsinn á íbúum Voga í dag. Kristín sagðist þó ekki hafa fundið fyrir hræðslu en hafi haft áhyggjur af því að þurfa mögulega að að yfirgefa heimili sitt ef Vogar yrðu rýmdir. Hún beið því með að taka upp úr ferðatöskum. Vinkona hennar, Marín Ásta Hjartardóttir tók í svipaðan streng. „Svona miðað við af því að ég sá þetta bara út um gluggann heima hjá mér. En svo þegar ég vaknaði í morgun sá ég eiginlega ekki neitt lengur. Þá var ég eiginlega bara hætt að pæla í hvort þyrfti að rýma.“ Hélt að Suðurnesin væru að klofna í sundur Ari Lár Ólafsson íbúi í Keflavík segist hafa mætt illa sofinn í vinnuna í morgun eftir að hafa fylgst með fréttum fram eftir nóttu. „Þetta var nú dálítið furðulegt,“ sagði Ari. „Ég hef séð ýmislegt en miðað við eldtungurnar hafi hann haldið að Suðurnesin væru að klofna í sundur.“ Bara vá. Það var það eina sem maður gat sagt. Þetta var svakalegt. Fjölskyldan sé búin að gera ráðstafanir, væru með vatn í flöskum og mat í frysti ef til þess kæmi leiðslur HS veitna yrðu fyrir skemmdum. Hélt að gosið væri búið í morgun Svava Rut Jónsdóttir íbúi í Innri-Njarðvík hélt að eldgosið væri mun nær en það reyndist vegna bjarmans sem var fyrir utan gluggann hennar í gærkvöldi. „Ég var að gera neglurnar mínar og þá sé ég allt í einu svakalegan bjarma, bara eins og þetta hafi verið í bakgarðinum mínum.“ Hvernig varð þér við? „Ég kallaði á manninn minn „komdu strax,“ mér fannst þetta vera miklu nær. Þannig við fórum strax að kíkja hvar þetta væri og þá var þetta ekki eins nálægt og manni fannst. Við vorum aðalega að pæla með gasmengunina af því að við sáum reykinn fara yfir okkur. við lokuðum gluggunum og svona.“ Í morgun hafi hún litið út um gluggan en ekki séð neitt. „Ég hélt að þetta væri búið. Svo sá maður fréttirnar og þetta var ennþá í gangi, kannski sést þetta betur í myrkrinu.“ Katrín Rut, íbúi á Ásbrú segir eldgosið hafa verið eins og stærstu áramótabrennu sem hún hefur séð í gærkvöldi. „Þetta var rosalegt. Magnað sjónarspil. Magnað að upplifa og sjá þetta, þetta leit út fyrir að vera svo nálægt.“ Þegar hún vaknaði í morgun hafði staðan breyst mikið. „Við vorum farin að fylla vatnsflöskur í gærkvöldi, það var búið að segja okkur að vera undirbúin. Maður veit ekkert við hverju á að búast.“ Katrín verslaði aukalega inn í dag. „Það er alltaf gott að hafa nóg til í frystinum, maður veit ekkert hvað gerist." Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Kristín Arna Hjaltadóttir var nýkomin til landsins og að keyra Reykjanesbrautina þegar hún horfði á gosið hefjast. „Ég sá náttúrulega strax hvað var að gerast og hversu stórt þetta var. Þannig maður varð alveg skelkaður. Ég fylgdist svo bara með fréttum til svona eitt og fór svo að sofa,“ sagði hún í samtali við Berghildi Erlu, fréttamann Stöðvar tvö sem tók púlsinn á íbúum Voga í dag. Kristín sagðist þó ekki hafa fundið fyrir hræðslu en hafi haft áhyggjur af því að þurfa mögulega að að yfirgefa heimili sitt ef Vogar yrðu rýmdir. Hún beið því með að taka upp úr ferðatöskum. Vinkona hennar, Marín Ásta Hjartardóttir tók í svipaðan streng. „Svona miðað við af því að ég sá þetta bara út um gluggann heima hjá mér. En svo þegar ég vaknaði í morgun sá ég eiginlega ekki neitt lengur. Þá var ég eiginlega bara hætt að pæla í hvort þyrfti að rýma.“ Hélt að Suðurnesin væru að klofna í sundur Ari Lár Ólafsson íbúi í Keflavík segist hafa mætt illa sofinn í vinnuna í morgun eftir að hafa fylgst með fréttum fram eftir nóttu. „Þetta var nú dálítið furðulegt,“ sagði Ari. „Ég hef séð ýmislegt en miðað við eldtungurnar hafi hann haldið að Suðurnesin væru að klofna í sundur.“ Bara vá. Það var það eina sem maður gat sagt. Þetta var svakalegt. Fjölskyldan sé búin að gera ráðstafanir, væru með vatn í flöskum og mat í frysti ef til þess kæmi leiðslur HS veitna yrðu fyrir skemmdum. Hélt að gosið væri búið í morgun Svava Rut Jónsdóttir íbúi í Innri-Njarðvík hélt að eldgosið væri mun nær en það reyndist vegna bjarmans sem var fyrir utan gluggann hennar í gærkvöldi. „Ég var að gera neglurnar mínar og þá sé ég allt í einu svakalegan bjarma, bara eins og þetta hafi verið í bakgarðinum mínum.“ Hvernig varð þér við? „Ég kallaði á manninn minn „komdu strax,“ mér fannst þetta vera miklu nær. Þannig við fórum strax að kíkja hvar þetta væri og þá var þetta ekki eins nálægt og manni fannst. Við vorum aðalega að pæla með gasmengunina af því að við sáum reykinn fara yfir okkur. við lokuðum gluggunum og svona.“ Í morgun hafi hún litið út um gluggan en ekki séð neitt. „Ég hélt að þetta væri búið. Svo sá maður fréttirnar og þetta var ennþá í gangi, kannski sést þetta betur í myrkrinu.“ Katrín Rut, íbúi á Ásbrú segir eldgosið hafa verið eins og stærstu áramótabrennu sem hún hefur séð í gærkvöldi. „Þetta var rosalegt. Magnað sjónarspil. Magnað að upplifa og sjá þetta, þetta leit út fyrir að vera svo nálægt.“ Þegar hún vaknaði í morgun hafði staðan breyst mikið. „Við vorum farin að fylla vatnsflöskur í gærkvöldi, það var búið að segja okkur að vera undirbúin. Maður veit ekkert við hverju á að búast.“ Katrín verslaði aukalega inn í dag. „Það er alltaf gott að hafa nóg til í frystinum, maður veit ekkert hvað gerist."
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira