Víðir búinn að gefa út sína fimmtugustu íþróttabók Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2023 20:00 Víðir Sigurðsson hefur skrifað fimmtíu bækur um íþróttir eða meira en nokkur annar Íslendingur. S2 Sport Íslensk knattspyrna 2023 er komin út en þetta er 43. bókin í þessum bókaflokki sem hefur verið gefin út frá árinu 1981. Í bókinni er að vanda farið yfir allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2023 í máli og myndum, allt frá leikjum í Bestu deildunum, landsleikjum og Evrópukeppnum niður keppni í neðri deildum og yngri flokkum. Víkingur er fyrirferðarmikill á kápunni og í bókinni enda var þetta með eindæmum glæsilegt ár hjá bæði karla- og kvennaliðum félagsins. Víkingar bjóða líka upp á árituð eintök í netsölu hjá sér þar sem leikmenn og þjálfarar beggja liða ártuðu bókina. Sögur Útgáfa gefa út bókina sem er 288 blaðsíður í stóru broti og skreytt með um 400 myndum af leikmönnum og liðum. Í bókinni er sagt ítarlega frá Íslandsmótunum 2023 í öllum deildum karla og kvenna, þar sem hverri umferð fyrir sig í efri deildum eru gerð góð skil. Sagt er frá keppni í yngri og eldri flokkum, bikarkeppninni, Evrópuleikjunum og vetrarmótunum. Þá er ítarlega fjallað um alla landsleiki ársins og einnig sérstaklega um íslenska knattspyrnufólkið sem leikur erlendis. Í bókinni er ítarleg tölfræði um leikmenn og lið, sjá má liðsskipan allra liða í öllum deildum í meistaraflokkum karla og kvenna, leikjafjölda leikmanna í efri deildum, leikjahæstu karla og konur, marka- og leikjahæstu karla og konur í deildakeppni hér og erlendis ásamt mörgu fleiru. Þrjú ítarleg viðtöl eru í bókinni þar sem Ingvar Jónsson úr Víkingi, Elísa Viðarsdóttir úr Val og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ fara yfir árið, hvert á sinn hátt. Það sem gerir þessa bók líka sögulega er að þetta fimmtugasta íþróttabókin sem Víðir Sigurðsson gefur út. Hann hefur komið að 42 af 43 bókum í bókaflokknum um Íslenska knattspyrnu frá 1982 til 2023. Sigurður Sverrisson skrifaði þá fyrstu og Víðir og hann skrifuðu 1982 bókina saman. Frá árinu 1983 hefur Víðir skrifað hana einn. Víðir hefur líka skrifað sjö aðrar íþróttabækur. Þær eru eftirtaldar: Glenn Hoddle, Leiðin á toppinn (1983) - Þýddi Saga West Ham (1985) - Þýddi og skrifaði viðauka. Arsenal, saga í máli og myndum (1986) - Þýddi og skrifaði íslenskan viðauka með viðtölum við Albert Guðmundsson fyrrverandi leikmann Arsenal og síðar ráðherra og Bjarna Felixson stuðningsmann. Arnór, bestur í Belgíu (1987). Skrifaði um Arnór Guðjohnsen. Fram í 80 ár (1989) - Skrifaði fyrir knattspyrnufélagið Fram. Shaq-sóknin verður ekki stöðvuð (1993) - Bók um körfuboltamanninn Shaquille O'Neal sem Víðir þýddi. Knattspyrna í heila öld (1997) - Skrifaði með Sigurði Á. Friðþjófssyni fyrir KSÍ. HÚH (2016) - Bók um Evrópumót karla í fótbolta árið 2016. Fótbolti Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Í bókinni er að vanda farið yfir allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2023 í máli og myndum, allt frá leikjum í Bestu deildunum, landsleikjum og Evrópukeppnum niður keppni í neðri deildum og yngri flokkum. Víkingur er fyrirferðarmikill á kápunni og í bókinni enda var þetta með eindæmum glæsilegt ár hjá bæði karla- og kvennaliðum félagsins. Víkingar bjóða líka upp á árituð eintök í netsölu hjá sér þar sem leikmenn og þjálfarar beggja liða ártuðu bókina. Sögur Útgáfa gefa út bókina sem er 288 blaðsíður í stóru broti og skreytt með um 400 myndum af leikmönnum og liðum. Í bókinni er sagt ítarlega frá Íslandsmótunum 2023 í öllum deildum karla og kvenna, þar sem hverri umferð fyrir sig í efri deildum eru gerð góð skil. Sagt er frá keppni í yngri og eldri flokkum, bikarkeppninni, Evrópuleikjunum og vetrarmótunum. Þá er ítarlega fjallað um alla landsleiki ársins og einnig sérstaklega um íslenska knattspyrnufólkið sem leikur erlendis. Í bókinni er ítarleg tölfræði um leikmenn og lið, sjá má liðsskipan allra liða í öllum deildum í meistaraflokkum karla og kvenna, leikjafjölda leikmanna í efri deildum, leikjahæstu karla og konur, marka- og leikjahæstu karla og konur í deildakeppni hér og erlendis ásamt mörgu fleiru. Þrjú ítarleg viðtöl eru í bókinni þar sem Ingvar Jónsson úr Víkingi, Elísa Viðarsdóttir úr Val og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ fara yfir árið, hvert á sinn hátt. Það sem gerir þessa bók líka sögulega er að þetta fimmtugasta íþróttabókin sem Víðir Sigurðsson gefur út. Hann hefur komið að 42 af 43 bókum í bókaflokknum um Íslenska knattspyrnu frá 1982 til 2023. Sigurður Sverrisson skrifaði þá fyrstu og Víðir og hann skrifuðu 1982 bókina saman. Frá árinu 1983 hefur Víðir skrifað hana einn. Víðir hefur líka skrifað sjö aðrar íþróttabækur. Þær eru eftirtaldar: Glenn Hoddle, Leiðin á toppinn (1983) - Þýddi Saga West Ham (1985) - Þýddi og skrifaði viðauka. Arsenal, saga í máli og myndum (1986) - Þýddi og skrifaði íslenskan viðauka með viðtölum við Albert Guðmundsson fyrrverandi leikmann Arsenal og síðar ráðherra og Bjarna Felixson stuðningsmann. Arnór, bestur í Belgíu (1987). Skrifaði um Arnór Guðjohnsen. Fram í 80 ár (1989) - Skrifaði fyrir knattspyrnufélagið Fram. Shaq-sóknin verður ekki stöðvuð (1993) - Bók um körfuboltamanninn Shaquille O'Neal sem Víðir þýddi. Knattspyrna í heila öld (1997) - Skrifaði með Sigurði Á. Friðþjófssyni fyrir KSÍ. HÚH (2016) - Bók um Evrópumót karla í fótbolta árið 2016.
Fótbolti Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira