„Þetta er eiginlega ólýsanlegt rugl“ Árni Sæberg skrifar 17. desember 2023 13:55 Sigurður skilur ekki hvernig Macchiarini gat haldið að plastbarkinn myndi virka. Vísir/AP Lögmaður ekkju manns sem lést eftir að hafa fengið græddan í sig plastbarka segir málið í raun stórfurðulegt. Ekkjan muni gera hófsama skaðabótakröfu. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, sem er eftirlifandi eiginkona fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, Andemariam Beyene. Hann segir málið, sem ætíð er kallað Plastbarkamálið, í raun stórfurðulegt og furðar sig helst á því að Paolo Macchiarini, sem hefur hlotið fangelsisdóm vegna málsins, og fleiri hámenntaðir læknar, hafi haft trú á aðferðinni. „Þetta er eiginlega ólýsanlegt rugl að einhverjir læknar sem eru búnir að læra í sex, átta eða tíu ár geti látið sér detta í hug að taka stoðfrumu, nudda henni utan í plast og segja: heyrðu, svo verður þetta bara barki, aðlagast líkamanum. Ég er auðvitað bara lögfræðingur sem er að skoða þetta út frá skaðabótarétti.“ Forstjórinn hafi viðurkennt bótaábyrgð Forstjóri Landspítalans tilkynnti í fyrradag að hann harmi aðkomu spítalans að málinu, hann hafi beðið ekkjuna afsökunar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns. Sigurður telur að með því hafi hann í raun gengist við skaðabótaábyrgð ekkjunnar. „Ég fullyrði það kannski út frá því sem forstjóri Landspítalans segir, sem yrði alltaf umsagnaraðili um málið, að það sé í raun búið að viðurkenna það að menn ætli að greiða skaðabætur. Síðan eigum við eftir að setjast yfir það og ræða það líka við ekkjuna, hvað hún sættir sig við. Þetta er nægjusamt fólk og við erum ekki að tala um bætur eins og myndu hafa verið ef þetta hefði gerst í Bandaríkjunum, þar sem allt er úr takti við raunveruleikann.“ Sagði Sigurður G. Guðjónsson þegar hann ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér að neðan: Plastbarkamálið Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. 27. október 2021 16:13 Lýsir sorg fjölskyldunnar eftir plastbarkaígræðslu eiginmannsins Í ítarlegu viðtali við Mannlíf lýsir Merhawit Baryamikael Tesfaslases því hvernig læknar hafi þrýst á Andemariam að gangast undir aðgerðina og að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við hana eftir útför hans. 3. ágúst 2018 10:44 Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. 22. desember 2017 13:00 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, sem er eftirlifandi eiginkona fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, Andemariam Beyene. Hann segir málið, sem ætíð er kallað Plastbarkamálið, í raun stórfurðulegt og furðar sig helst á því að Paolo Macchiarini, sem hefur hlotið fangelsisdóm vegna málsins, og fleiri hámenntaðir læknar, hafi haft trú á aðferðinni. „Þetta er eiginlega ólýsanlegt rugl að einhverjir læknar sem eru búnir að læra í sex, átta eða tíu ár geti látið sér detta í hug að taka stoðfrumu, nudda henni utan í plast og segja: heyrðu, svo verður þetta bara barki, aðlagast líkamanum. Ég er auðvitað bara lögfræðingur sem er að skoða þetta út frá skaðabótarétti.“ Forstjórinn hafi viðurkennt bótaábyrgð Forstjóri Landspítalans tilkynnti í fyrradag að hann harmi aðkomu spítalans að málinu, hann hafi beðið ekkjuna afsökunar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns. Sigurður telur að með því hafi hann í raun gengist við skaðabótaábyrgð ekkjunnar. „Ég fullyrði það kannski út frá því sem forstjóri Landspítalans segir, sem yrði alltaf umsagnaraðili um málið, að það sé í raun búið að viðurkenna það að menn ætli að greiða skaðabætur. Síðan eigum við eftir að setjast yfir það og ræða það líka við ekkjuna, hvað hún sættir sig við. Þetta er nægjusamt fólk og við erum ekki að tala um bætur eins og myndu hafa verið ef þetta hefði gerst í Bandaríkjunum, þar sem allt er úr takti við raunveruleikann.“ Sagði Sigurður G. Guðjónsson þegar hann ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér að neðan:
Plastbarkamálið Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. 27. október 2021 16:13 Lýsir sorg fjölskyldunnar eftir plastbarkaígræðslu eiginmannsins Í ítarlegu viðtali við Mannlíf lýsir Merhawit Baryamikael Tesfaslases því hvernig læknar hafi þrýst á Andemariam að gangast undir aðgerðina og að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við hana eftir útför hans. 3. ágúst 2018 10:44 Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. 22. desember 2017 13:00 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. 27. október 2021 16:13
Lýsir sorg fjölskyldunnar eftir plastbarkaígræðslu eiginmannsins Í ítarlegu viðtali við Mannlíf lýsir Merhawit Baryamikael Tesfaslases því hvernig læknar hafi þrýst á Andemariam að gangast undir aðgerðina og að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við hana eftir útför hans. 3. ágúst 2018 10:44
Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. 22. desember 2017 13:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels