„Þetta er eiginlega ólýsanlegt rugl“ Árni Sæberg skrifar 17. desember 2023 13:55 Sigurður skilur ekki hvernig Macchiarini gat haldið að plastbarkinn myndi virka. Vísir/AP Lögmaður ekkju manns sem lést eftir að hafa fengið græddan í sig plastbarka segir málið í raun stórfurðulegt. Ekkjan muni gera hófsama skaðabótakröfu. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, sem er eftirlifandi eiginkona fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, Andemariam Beyene. Hann segir málið, sem ætíð er kallað Plastbarkamálið, í raun stórfurðulegt og furðar sig helst á því að Paolo Macchiarini, sem hefur hlotið fangelsisdóm vegna málsins, og fleiri hámenntaðir læknar, hafi haft trú á aðferðinni. „Þetta er eiginlega ólýsanlegt rugl að einhverjir læknar sem eru búnir að læra í sex, átta eða tíu ár geti látið sér detta í hug að taka stoðfrumu, nudda henni utan í plast og segja: heyrðu, svo verður þetta bara barki, aðlagast líkamanum. Ég er auðvitað bara lögfræðingur sem er að skoða þetta út frá skaðabótarétti.“ Forstjórinn hafi viðurkennt bótaábyrgð Forstjóri Landspítalans tilkynnti í fyrradag að hann harmi aðkomu spítalans að málinu, hann hafi beðið ekkjuna afsökunar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns. Sigurður telur að með því hafi hann í raun gengist við skaðabótaábyrgð ekkjunnar. „Ég fullyrði það kannski út frá því sem forstjóri Landspítalans segir, sem yrði alltaf umsagnaraðili um málið, að það sé í raun búið að viðurkenna það að menn ætli að greiða skaðabætur. Síðan eigum við eftir að setjast yfir það og ræða það líka við ekkjuna, hvað hún sættir sig við. Þetta er nægjusamt fólk og við erum ekki að tala um bætur eins og myndu hafa verið ef þetta hefði gerst í Bandaríkjunum, þar sem allt er úr takti við raunveruleikann.“ Sagði Sigurður G. Guðjónsson þegar hann ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér að neðan: Plastbarkamálið Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. 27. október 2021 16:13 Lýsir sorg fjölskyldunnar eftir plastbarkaígræðslu eiginmannsins Í ítarlegu viðtali við Mannlíf lýsir Merhawit Baryamikael Tesfaslases því hvernig læknar hafi þrýst á Andemariam að gangast undir aðgerðina og að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við hana eftir útför hans. 3. ágúst 2018 10:44 Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. 22. desember 2017 13:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, sem er eftirlifandi eiginkona fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, Andemariam Beyene. Hann segir málið, sem ætíð er kallað Plastbarkamálið, í raun stórfurðulegt og furðar sig helst á því að Paolo Macchiarini, sem hefur hlotið fangelsisdóm vegna málsins, og fleiri hámenntaðir læknar, hafi haft trú á aðferðinni. „Þetta er eiginlega ólýsanlegt rugl að einhverjir læknar sem eru búnir að læra í sex, átta eða tíu ár geti látið sér detta í hug að taka stoðfrumu, nudda henni utan í plast og segja: heyrðu, svo verður þetta bara barki, aðlagast líkamanum. Ég er auðvitað bara lögfræðingur sem er að skoða þetta út frá skaðabótarétti.“ Forstjórinn hafi viðurkennt bótaábyrgð Forstjóri Landspítalans tilkynnti í fyrradag að hann harmi aðkomu spítalans að málinu, hann hafi beðið ekkjuna afsökunar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns. Sigurður telur að með því hafi hann í raun gengist við skaðabótaábyrgð ekkjunnar. „Ég fullyrði það kannski út frá því sem forstjóri Landspítalans segir, sem yrði alltaf umsagnaraðili um málið, að það sé í raun búið að viðurkenna það að menn ætli að greiða skaðabætur. Síðan eigum við eftir að setjast yfir það og ræða það líka við ekkjuna, hvað hún sættir sig við. Þetta er nægjusamt fólk og við erum ekki að tala um bætur eins og myndu hafa verið ef þetta hefði gerst í Bandaríkjunum, þar sem allt er úr takti við raunveruleikann.“ Sagði Sigurður G. Guðjónsson þegar hann ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér að neðan:
Plastbarkamálið Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. 27. október 2021 16:13 Lýsir sorg fjölskyldunnar eftir plastbarkaígræðslu eiginmannsins Í ítarlegu viðtali við Mannlíf lýsir Merhawit Baryamikael Tesfaslases því hvernig læknar hafi þrýst á Andemariam að gangast undir aðgerðina og að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við hana eftir útför hans. 3. ágúst 2018 10:44 Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. 22. desember 2017 13:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. 27. október 2021 16:13
Lýsir sorg fjölskyldunnar eftir plastbarkaígræðslu eiginmannsins Í ítarlegu viðtali við Mannlíf lýsir Merhawit Baryamikael Tesfaslases því hvernig læknar hafi þrýst á Andemariam að gangast undir aðgerðina og að enginn frá Landspítalanum hafi haft samband við hana eftir útför hans. 3. ágúst 2018 10:44
Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. 22. desember 2017 13:00