Gætum allt eins gefið einkunn fyrir fituprósentu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. desember 2023 10:13 Aron Gauti Laxdal, dósent í íþróttafræði. Vísir Aron Gauti Laxdal, dósent í íþróttafræði við háskólann í Agder í Noregi, hefur áhyggjur af stöðu íþróttakennslu á Íslandi. Hann segir námið ekki kenna börnum hvernig best sé að hugsa um heilsuna og njóta þess að hreyfa sig. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Aron Gauti í tilefni af því að hann mun halda fyrirlestur um skólaíþróttir í Háskólanum í Reykjavík klukkan 13:00 í dag. Hann segist sakna áframhaldandi umræðu um píptest sem hann líkir við að gefa einkunn fyrir fituprósentu. Ekki tekið á vandamálunum „Skólaíþróttir almennt hafa glímt við sömu vandamálin út um allt og það er það sem ég hef í raun og veru séð í mínum rannsóknum að Ísland er ekkert einsdæmi. Það sem er kannski einsdæmi hér er að það hefur enginn tekið á vandamálunum.“ Aron segir að í Noregi og í Svíþjóð hafi miklu fjármagni verið varið í rannsóknir á íþróttakennslu. Þær hafi skilað sér í miklar breytingar á faginu, á námskránni og kennsluháttum. „En hér erum við í raun og veru ennþá í myrkrinu. Það eru engar rannsóknir í gangi og þá er erfitt að vita hver staðan er og þá er í rauninni lítill hvati til þess að framkvæma þessar breytingar sem kannski er þörf á.“ Ekki bara að stunda íþróttir Aron segir að munurinn fyrir börnin sé sá að þeim sé ekki bara kennt hvernig stunda eigi mismunandi íþróttir. Kennarar séu ekki bara uppteknir af því að þau eigi að hreyfa sig í tímunum. „Við erum meira upptekin af því að þau eigi að læra að hreyfa sig, læra af hverju þau eigi að hreyfa sig, þannig að þau geti tekið ábyrgð á eigin heilsu til lengri tíma.“ Aron segir mikinn mun á að gera hluti og að læra eitthvað um þá. Hann nefnir sem dæmi að það sé ekki nóg að spila fótbolta, það þurfi líka að vera æðri markmið og þá þurfi að kenna nemendum að takast á við tilfinningar sínar. Saknar áframhaldandi umræðu um píptest Aron segist sjálfur hafa elskað leikfimi þegar hann var ungur. Hann hafi verið góður í leikfimi og í raun talið sig vita allt sem hann þyrfti að vita áður en hann fór í námið þar sem hann býr í Noregi. „Svo fer maður að setja sig í spor þessara nemenda sem finna sig ekki og þá náttúrulega sjá langflestir, þegar þeir hugsa til baka, að fagið hentar ákveðnum nemendum mun betur og svo eru aðrir sem draga sig í hlé og mörgum finnst fagið hreinlega alveg ömurlegt. Eiga bara slæmar minningar af faginu.“ Í þessu samhengi hafa píptestin verið nefnd sem mörgum finnst niðurlægandi? „Einmitt. Píptestin eru í raun mjög áhugaverð og ég var ánægður þegar umræðan kom upp á sínum tíma. En svo var ég ekki eins ánægður þegar umræðan í raun og veru bara dó,“ segir Aron. Hann segir að það standi í námskránni að það eigi að nota stöðluð próf. Aron segist persónulega vera ósammála því og segir að það sé ekki gert í Noregi í leikfimistímum. Þar megi ekki nota stöðluð próf. „Ef þið mynduð nota mikinn tíma í úthaldsíþróttir og mynduð svo nota píptest sem einhverskonar mat á hversu mikið við höfum bætt okkur eða hversu mikið við höfum lært á einhverju tímabili þá er það allt í lagi,“ segir Aron. „En píp test er í rauninni bara að mæla hvað þú gerir utan skóla og stýrist að miklu leyti af genum. Þannig að við gætum alveg eins mælt BMI eða fituprósentu og gefið einkunn fyrir það.“ Skóla - og menntamál Heilsa Íþróttir barna Grunnskólar Bítið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Aron Gauti í tilefni af því að hann mun halda fyrirlestur um skólaíþróttir í Háskólanum í Reykjavík klukkan 13:00 í dag. Hann segist sakna áframhaldandi umræðu um píptest sem hann líkir við að gefa einkunn fyrir fituprósentu. Ekki tekið á vandamálunum „Skólaíþróttir almennt hafa glímt við sömu vandamálin út um allt og það er það sem ég hef í raun og veru séð í mínum rannsóknum að Ísland er ekkert einsdæmi. Það sem er kannski einsdæmi hér er að það hefur enginn tekið á vandamálunum.“ Aron segir að í Noregi og í Svíþjóð hafi miklu fjármagni verið varið í rannsóknir á íþróttakennslu. Þær hafi skilað sér í miklar breytingar á faginu, á námskránni og kennsluháttum. „En hér erum við í raun og veru ennþá í myrkrinu. Það eru engar rannsóknir í gangi og þá er erfitt að vita hver staðan er og þá er í rauninni lítill hvati til þess að framkvæma þessar breytingar sem kannski er þörf á.“ Ekki bara að stunda íþróttir Aron segir að munurinn fyrir börnin sé sá að þeim sé ekki bara kennt hvernig stunda eigi mismunandi íþróttir. Kennarar séu ekki bara uppteknir af því að þau eigi að hreyfa sig í tímunum. „Við erum meira upptekin af því að þau eigi að læra að hreyfa sig, læra af hverju þau eigi að hreyfa sig, þannig að þau geti tekið ábyrgð á eigin heilsu til lengri tíma.“ Aron segir mikinn mun á að gera hluti og að læra eitthvað um þá. Hann nefnir sem dæmi að það sé ekki nóg að spila fótbolta, það þurfi líka að vera æðri markmið og þá þurfi að kenna nemendum að takast á við tilfinningar sínar. Saknar áframhaldandi umræðu um píptest Aron segist sjálfur hafa elskað leikfimi þegar hann var ungur. Hann hafi verið góður í leikfimi og í raun talið sig vita allt sem hann þyrfti að vita áður en hann fór í námið þar sem hann býr í Noregi. „Svo fer maður að setja sig í spor þessara nemenda sem finna sig ekki og þá náttúrulega sjá langflestir, þegar þeir hugsa til baka, að fagið hentar ákveðnum nemendum mun betur og svo eru aðrir sem draga sig í hlé og mörgum finnst fagið hreinlega alveg ömurlegt. Eiga bara slæmar minningar af faginu.“ Í þessu samhengi hafa píptestin verið nefnd sem mörgum finnst niðurlægandi? „Einmitt. Píptestin eru í raun mjög áhugaverð og ég var ánægður þegar umræðan kom upp á sínum tíma. En svo var ég ekki eins ánægður þegar umræðan í raun og veru bara dó,“ segir Aron. Hann segir að það standi í námskránni að það eigi að nota stöðluð próf. Aron segist persónulega vera ósammála því og segir að það sé ekki gert í Noregi í leikfimistímum. Þar megi ekki nota stöðluð próf. „Ef þið mynduð nota mikinn tíma í úthaldsíþróttir og mynduð svo nota píptest sem einhverskonar mat á hversu mikið við höfum bætt okkur eða hversu mikið við höfum lært á einhverju tímabili þá er það allt í lagi,“ segir Aron. „En píp test er í rauninni bara að mæla hvað þú gerir utan skóla og stýrist að miklu leyti af genum. Þannig að við gætum alveg eins mælt BMI eða fituprósentu og gefið einkunn fyrir það.“
Skóla - og menntamál Heilsa Íþróttir barna Grunnskólar Bítið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira