Hversu margir þurfa að deyja? Tómas A. Tómasson skrifar 15. desember 2023 10:00 Á þessu ári munu 80 einstaklingar yngri en 50 ára deyja af völdum fíknisjúkdóms. Hér er hvorki talið með fólk sem er yfir fimmtugt né fólk sem deyr úr sjúkdómnum án þess að hafa farið á Vog. Ef við tækjum þá hópa með væri fjöldinn vel yfir hundrað manns. En hvers vegna vilja stjórnvöld ekki taka almennilega utan um málaflokk þar sem algjört neyðarástand ríkir? Hversu margir þurfa að deyja áður en stjórnvöld grípa til aðgerða? Algengt er að fíknisjúklingar falli frá á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð. Næstum 700 manns eru á biðlistum SÁÁ. Ef ekkert er gert munu fleiri deyja á vegna fíknisjúkdóma næstu árin en vegna umferðarslysa. Flokkur fólksins hefur nýlega lagt til að veitt verði aukið fjármagn til þeirra stofnana sem berjast gegn fíknisjúkdómum. Við viljum að stjórnvöld ráðist í raunverulegt átak til að sinna 700 fárveikum einstaklingum sem bíða nú á biðlista. Því miður var sú tillaga felld þegar Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Grænir kusu gegn tillögunni, kusu NEI. Í bakherbergjum ákváðu þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna að ekkert verði gert til að koma í veg fyrir 100 ótímabær dauðsföll á ári. Ég velti því fyrir mér hvort það séu kannski fordómar gagnvart fíknisjúklingum sem ráði þessari afstöðu ríkisstjórnarinnar. Varla hefði hún brugðist svona við ef 100 bílaleigur væru komnar í greiðslustöðvun, hvað þá ef 100 hótel væru að segja upp starfsmönnum, vegna tekjutaps. Þá hefðu milljarðarnir flætt út úr ríkissjóði. Hversu margir þurfa að deyja áður en eitthvað verður gert? Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Fíkn Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessu ári munu 80 einstaklingar yngri en 50 ára deyja af völdum fíknisjúkdóms. Hér er hvorki talið með fólk sem er yfir fimmtugt né fólk sem deyr úr sjúkdómnum án þess að hafa farið á Vog. Ef við tækjum þá hópa með væri fjöldinn vel yfir hundrað manns. En hvers vegna vilja stjórnvöld ekki taka almennilega utan um málaflokk þar sem algjört neyðarástand ríkir? Hversu margir þurfa að deyja áður en stjórnvöld grípa til aðgerða? Algengt er að fíknisjúklingar falli frá á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð. Næstum 700 manns eru á biðlistum SÁÁ. Ef ekkert er gert munu fleiri deyja á vegna fíknisjúkdóma næstu árin en vegna umferðarslysa. Flokkur fólksins hefur nýlega lagt til að veitt verði aukið fjármagn til þeirra stofnana sem berjast gegn fíknisjúkdómum. Við viljum að stjórnvöld ráðist í raunverulegt átak til að sinna 700 fárveikum einstaklingum sem bíða nú á biðlista. Því miður var sú tillaga felld þegar Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Grænir kusu gegn tillögunni, kusu NEI. Í bakherbergjum ákváðu þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna að ekkert verði gert til að koma í veg fyrir 100 ótímabær dauðsföll á ári. Ég velti því fyrir mér hvort það séu kannski fordómar gagnvart fíknisjúklingum sem ráði þessari afstöðu ríkisstjórnarinnar. Varla hefði hún brugðist svona við ef 100 bílaleigur væru komnar í greiðslustöðvun, hvað þá ef 100 hótel væru að segja upp starfsmönnum, vegna tekjutaps. Þá hefðu milljarðarnir flætt út úr ríkissjóði. Hversu margir þurfa að deyja áður en eitthvað verður gert? Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun