Aukin skattheimta á íbúa þegar síst skyldi Helga Jóhanna Oddsdóttir skrifar 14. desember 2023 07:01 Fyrir liggur að hækkun fasteignamats íbúðahúsnæðis í Reykjanesbæ nemur 17,5% á milli áranna 2023 og 2024 sem er töluvert umfram verðlagshækkanir. Þessi hækkun þýðir auknar tekjur fyrir Reykjanesbæ og um leið auknar álögur á íbúa, þegar síst skyldi. Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, lögðum fram tillögu á fundi bæjarstjórnar þann 5.12. sl. þar sem við lögðum áherslu á að álagningar prósentan yrði lækkuð á móti hækkun fasteignamats, til að lágmarka áhrifin á íbúa sem hafa tekist á við hverja vaxtahækkunina á fætur annarri undanfarið ár. Í tillögunni fólst, að vanáætluð tekjuáætlun sveitarfélagsins yrði hækkuð og að álagður fasteignaskattur 2024 lækkaður í heild um 170 milljónir króna, sem er aðeins brot af þeirri vanáætlun tekna sem tíðkast hefur í tíð núverandi meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar. Níu mánaða uppgjör Reykjanesbæjar 2023 sýnir að tekjur sveitarfélagsins eru 3 milljörðum yfir áætlun. Á árinu 2022 voru tekjur 3,4 milljörðum yfir áætlun og árið 2021 voru tekjur 2,4 milljörðum yfir áætlun. Ofangreindri tillögu okkar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var hafnað og mega íbúar Reykjanesbæjar því eiga von á aukinni skattheimtu af hálfu sveitarfélagsins á árinu 2024. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir liggur að hækkun fasteignamats íbúðahúsnæðis í Reykjanesbæ nemur 17,5% á milli áranna 2023 og 2024 sem er töluvert umfram verðlagshækkanir. Þessi hækkun þýðir auknar tekjur fyrir Reykjanesbæ og um leið auknar álögur á íbúa, þegar síst skyldi. Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, lögðum fram tillögu á fundi bæjarstjórnar þann 5.12. sl. þar sem við lögðum áherslu á að álagningar prósentan yrði lækkuð á móti hækkun fasteignamats, til að lágmarka áhrifin á íbúa sem hafa tekist á við hverja vaxtahækkunina á fætur annarri undanfarið ár. Í tillögunni fólst, að vanáætluð tekjuáætlun sveitarfélagsins yrði hækkuð og að álagður fasteignaskattur 2024 lækkaður í heild um 170 milljónir króna, sem er aðeins brot af þeirri vanáætlun tekna sem tíðkast hefur í tíð núverandi meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar. Níu mánaða uppgjör Reykjanesbæjar 2023 sýnir að tekjur sveitarfélagsins eru 3 milljörðum yfir áætlun. Á árinu 2022 voru tekjur 3,4 milljörðum yfir áætlun og árið 2021 voru tekjur 2,4 milljörðum yfir áætlun. Ofangreindri tillögu okkar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var hafnað og mega íbúar Reykjanesbæjar því eiga von á aukinni skattheimtu af hálfu sveitarfélagsins á árinu 2024. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar