Dularfulli Brasilíumaðurinn viðurkennir loksins að hann sé Rússi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2023 19:43 Mikhail Valerievich Mikushin á mynd sem tekin var í Kanada árið 2015. Þá gekk hann undir nafninu José Giammaria sem hann gerði enn þegar hann var handtekinn í Noregi í fyrra. Maðurinn sem lögreglan í Noregi handtók í fyrra vegna gruns um að hann væri rússneskur njósnari og ofursti í rússnesku leyniþjónustunni, hefur nú loks viðurkennt að hann er Rússi. Fram til þessa hefur hann sagst vera brasilískur. Í frétt norska fréttamiðilsins VG segir að maðurinn, sem var handtekinn í október 2022, hafi kynnt sig sem hinn 45 ára gamla Mikhail Valeryevich Mikushin frá Rússlandi í réttarhöldum í Ósló á dögunum. Þangað til þá hafi hann sagst heita José Assis Giamarria og að hann kæmi frá Brasilíu. Mikushin hafði starfað við háskólann í Tromsö og unnið þar við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Þar var hann ásakaður um njósnir. Per Niklas Hafsmoe, lögmaður hjá norsku öryggislögreglunni sagði í samtali við VG að skömmu eftir handtöku mannsins hafi lögreglan sent rússneska sendiráðinu bréf þar sem spurt var hvort maður að nafni Mikhail Valeryevich Mikushin væri á landinu. Engin svör hafi þó borist, hvorki frá sendiráðinu né rússneska ríkinu. Hafsmoe segir lögregluna nú hafa sent sendiráðinu annað bréf þar sem beðið er um staðfestingu á að maðurinn sem um ræðir sé Mikushin. Hann hlakki til að sjá hvort svör fáist í þetta skipti. Handtekinn á leið til vinnu Þann 24. október í fyrra var maðurinn handtekinn að morgni dags þegar hann var á leið til vinnu í háskólanum. Eftir handtökuna leið ekki á löngu þar til rannsóknir rannsóknarsamtakanna Bellingcat leiddu í ljós að maðurinn, sem sagðist þá vera Brasilíumaður, væri tvímælalaust Mikushin. Til að mynda hafi fundist mynd af ökuskírteini hans. Þá sýndu rússnesk gögn að hann hafi um tíma verið skráður til heimilis í heimavist skóla GRU, eða leyniþjónustu rússneska hersins. Þau gögn bentu til þess að Mikushin sé ofursti í leyniþjónustunni. Noregur Rússland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Í frétt norska fréttamiðilsins VG segir að maðurinn, sem var handtekinn í október 2022, hafi kynnt sig sem hinn 45 ára gamla Mikhail Valeryevich Mikushin frá Rússlandi í réttarhöldum í Ósló á dögunum. Þangað til þá hafi hann sagst heita José Assis Giamarria og að hann kæmi frá Brasilíu. Mikushin hafði starfað við háskólann í Tromsö og unnið þar við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Þar var hann ásakaður um njósnir. Per Niklas Hafsmoe, lögmaður hjá norsku öryggislögreglunni sagði í samtali við VG að skömmu eftir handtöku mannsins hafi lögreglan sent rússneska sendiráðinu bréf þar sem spurt var hvort maður að nafni Mikhail Valeryevich Mikushin væri á landinu. Engin svör hafi þó borist, hvorki frá sendiráðinu né rússneska ríkinu. Hafsmoe segir lögregluna nú hafa sent sendiráðinu annað bréf þar sem beðið er um staðfestingu á að maðurinn sem um ræðir sé Mikushin. Hann hlakki til að sjá hvort svör fáist í þetta skipti. Handtekinn á leið til vinnu Þann 24. október í fyrra var maðurinn handtekinn að morgni dags þegar hann var á leið til vinnu í háskólanum. Eftir handtökuna leið ekki á löngu þar til rannsóknir rannsóknarsamtakanna Bellingcat leiddu í ljós að maðurinn, sem sagðist þá vera Brasilíumaður, væri tvímælalaust Mikushin. Til að mynda hafi fundist mynd af ökuskírteini hans. Þá sýndu rússnesk gögn að hann hafi um tíma verið skráður til heimilis í heimavist skóla GRU, eða leyniþjónustu rússneska hersins. Þau gögn bentu til þess að Mikushin sé ofursti í leyniþjónustunni.
Noregur Rússland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira