Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. desember 2023 18:49 Innviðaráðherra segir mikilvægt að deilan leysist sem fyrst. Vísir/Arnar Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. Flugumferðarstjórar leggja niður störf klukkan fjögur í nótt að öllu óbreyttu og mun verkfallið standa í sex klukkutíma. Á meðan á því stendur verður ekki hægt að fljúga áætlunarflugi um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll. Verkfallið mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega en tugir flugferða frestast og einhverjum ferðum verður aflýst. Enginn fundur var í deilunni í dag og næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en klukkan tvö á morgun. Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir eins og staðan sé lausn deilunnar ekki í sjónmáli. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir mikilvægt að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu. Almenningsálitið aldrei með flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar telja sig vera að sækjast eftir sambærilegum kjarabótum sem aðrir á almennum vinnumarkaði fengu í kringum síðustu áramót en þeir hafi ekki enn fengið. „Þetta er auðvitað lokin á síðustu kjaralotu. Þetta er ekki upphafið á þeirri sem er að hefjast hér á næsta ári eins ótrúlegt að það nú hljómar að það sé hægt vera heilu árin í samningaviðræðum en svona er nú staðan á Íslandi hún er of þung. Við þurfum að vera með eitthvað svona gáfulegra kerfi eins og við þekkjum á Norðurlöndunum en við búum við þetta í dag og þeim mun mikilvægara er að aðilar axli sína ábyrgð.“ Arnar segir flugumferðarstjóra vana neikvæðri umræðu. „Ég held aðalmenningsálitið svona almennt hafi aldrei verið með okkur. Við erum ekkert í vondri stöðu til að berjast. Við getum alveg samið um okkar kjör eins og við reynum að gera alltaf. Við semjum fyrir alla okkar félagsmenn. Við erum með félagsmenn á lægri launum og við erum með félagsmenn sem eru yfirmenn hjá fyrirtækinu. Það er alveg sama hvaða meðallaun fólk er með það á rétt á að semja um sín kjör og það er bara það sem við erum að gera. Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Flugumferðarstjórar leggja niður störf klukkan fjögur í nótt að öllu óbreyttu og mun verkfallið standa í sex klukkutíma. Á meðan á því stendur verður ekki hægt að fljúga áætlunarflugi um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll. Verkfallið mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega en tugir flugferða frestast og einhverjum ferðum verður aflýst. Enginn fundur var í deilunni í dag og næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en klukkan tvö á morgun. Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir eins og staðan sé lausn deilunnar ekki í sjónmáli. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir mikilvægt að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu. Almenningsálitið aldrei með flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar telja sig vera að sækjast eftir sambærilegum kjarabótum sem aðrir á almennum vinnumarkaði fengu í kringum síðustu áramót en þeir hafi ekki enn fengið. „Þetta er auðvitað lokin á síðustu kjaralotu. Þetta er ekki upphafið á þeirri sem er að hefjast hér á næsta ári eins ótrúlegt að það nú hljómar að það sé hægt vera heilu árin í samningaviðræðum en svona er nú staðan á Íslandi hún er of þung. Við þurfum að vera með eitthvað svona gáfulegra kerfi eins og við þekkjum á Norðurlöndunum en við búum við þetta í dag og þeim mun mikilvægara er að aðilar axli sína ábyrgð.“ Arnar segir flugumferðarstjóra vana neikvæðri umræðu. „Ég held aðalmenningsálitið svona almennt hafi aldrei verið með okkur. Við erum ekkert í vondri stöðu til að berjast. Við getum alveg samið um okkar kjör eins og við reynum að gera alltaf. Við semjum fyrir alla okkar félagsmenn. Við erum með félagsmenn á lægri launum og við erum með félagsmenn sem eru yfirmenn hjá fyrirtækinu. Það er alveg sama hvaða meðallaun fólk er með það á rétt á að semja um sín kjör og það er bara það sem við erum að gera.
Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52