Erfitt að vera alltaf illt en lausnin vonandi fundin Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2023 22:46 Kári Jónsson hefur komið við sögu í fjórum leikjum með Val í vetur en verður frá keppni næstu mánuðina vegna meiðsla. Það er mikið áfall fyrir bæði hann og Val. vísir/Anton Kári Jónsson, einn albesti leikmaður Subway-deildarinnar í körfubolta, spilar hugsanlega ekki meira með liði Vals á þessari leiktíð, eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna meiðsla í fæti. Í aðgerðinni var bútur tekinn af hælbeini Kára og beinið slípað til, svo að það hætti að nuddast í hásinina, og særa hana. Kári segir meiðslin hreint ekki ný af nálinni en að þau hafi ágerst og orðið ef slæm nú í haust. „Þetta er svipað og ég hef verið með í mörg ár, sömu meiðsli og ég fór í aðgerð vegna þegar ég spilaði á Spáni 2018,“ segir Kári við Vísi, en hann var þá á mála hjá spænska stórveldinu Barcelona og lék með varaliði félagsins. Kári segir að þó að meiðslin stöðvi hann aftur núna, næstu mánuðina, þá sé ekki hægt að segja að mistök hafi verið gerð í fyrri aðgerðinni 2018. Búinn að eiga við meiðslin lengi „Nei. Það var bara ekki alveg vitað hvað þetta væri. Það var ekki gert alveg nóg og þetta hefur svo þróast svona með tímanum. Einkennin voru aðeins önnur þá en á sama svæði. Ég er búinn að díla við þetta lengi en þetta varð extra slæmt eftir síðasta tímabil, og ég fann þegar ég fór aftur af stað eftir sumarfríið að það yrði að gera eitthvað í þessu. Það er búið að reyna nokkra hluti og þetta varð því miður lokaniðurstaðan, en þetta er skynsamlegt til að þetta lagist,“ segir Kári. Svekktur og vill hjálpa mjög spennandi liði „Vonandi verður maður bara eins og nýr,“ segir Kári en hann segir enn óljóst hve lengi hann verði frá keppni. Það er þó talið í mánuðum og svo gæti farið að tímabilinu sé lokið en Kári vonast að sjálfsögðu til að geta tekið þátt í titilbaráttu Valsmanna. „Maður er mest svekktur og fúll núna, því maður vill auðvitað vera með og spila og hjálpa liðinu. Mér finnst við vera með mjög spennandi lið og hóp sem er virkilega gaman að vera í, en á sama tíma er þreytandi og andlega erfitt að vera alltaf illt. Ef maður lítur á björtu hliðarnar þá er þetta vonandi einhver lausn á þessum vanda. Vonandi verður maður verkjalaus, eða verkjaminni, eftir þetta.“ Subway-deild karla Valur Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Í aðgerðinni var bútur tekinn af hælbeini Kára og beinið slípað til, svo að það hætti að nuddast í hásinina, og særa hana. Kári segir meiðslin hreint ekki ný af nálinni en að þau hafi ágerst og orðið ef slæm nú í haust. „Þetta er svipað og ég hef verið með í mörg ár, sömu meiðsli og ég fór í aðgerð vegna þegar ég spilaði á Spáni 2018,“ segir Kári við Vísi, en hann var þá á mála hjá spænska stórveldinu Barcelona og lék með varaliði félagsins. Kári segir að þó að meiðslin stöðvi hann aftur núna, næstu mánuðina, þá sé ekki hægt að segja að mistök hafi verið gerð í fyrri aðgerðinni 2018. Búinn að eiga við meiðslin lengi „Nei. Það var bara ekki alveg vitað hvað þetta væri. Það var ekki gert alveg nóg og þetta hefur svo þróast svona með tímanum. Einkennin voru aðeins önnur þá en á sama svæði. Ég er búinn að díla við þetta lengi en þetta varð extra slæmt eftir síðasta tímabil, og ég fann þegar ég fór aftur af stað eftir sumarfríið að það yrði að gera eitthvað í þessu. Það er búið að reyna nokkra hluti og þetta varð því miður lokaniðurstaðan, en þetta er skynsamlegt til að þetta lagist,“ segir Kári. Svekktur og vill hjálpa mjög spennandi liði „Vonandi verður maður bara eins og nýr,“ segir Kári en hann segir enn óljóst hve lengi hann verði frá keppni. Það er þó talið í mánuðum og svo gæti farið að tímabilinu sé lokið en Kári vonast að sjálfsögðu til að geta tekið þátt í titilbaráttu Valsmanna. „Maður er mest svekktur og fúll núna, því maður vill auðvitað vera með og spila og hjálpa liðinu. Mér finnst við vera með mjög spennandi lið og hóp sem er virkilega gaman að vera í, en á sama tíma er þreytandi og andlega erfitt að vera alltaf illt. Ef maður lítur á björtu hliðarnar þá er þetta vonandi einhver lausn á þessum vanda. Vonandi verður maður verkjalaus, eða verkjaminni, eftir þetta.“
Subway-deild karla Valur Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira