Erfitt að vera alltaf illt en lausnin vonandi fundin Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2023 22:46 Kári Jónsson hefur komið við sögu í fjórum leikjum með Val í vetur en verður frá keppni næstu mánuðina vegna meiðsla. Það er mikið áfall fyrir bæði hann og Val. vísir/Anton Kári Jónsson, einn albesti leikmaður Subway-deildarinnar í körfubolta, spilar hugsanlega ekki meira með liði Vals á þessari leiktíð, eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna meiðsla í fæti. Í aðgerðinni var bútur tekinn af hælbeini Kára og beinið slípað til, svo að það hætti að nuddast í hásinina, og særa hana. Kári segir meiðslin hreint ekki ný af nálinni en að þau hafi ágerst og orðið ef slæm nú í haust. „Þetta er svipað og ég hef verið með í mörg ár, sömu meiðsli og ég fór í aðgerð vegna þegar ég spilaði á Spáni 2018,“ segir Kári við Vísi, en hann var þá á mála hjá spænska stórveldinu Barcelona og lék með varaliði félagsins. Kári segir að þó að meiðslin stöðvi hann aftur núna, næstu mánuðina, þá sé ekki hægt að segja að mistök hafi verið gerð í fyrri aðgerðinni 2018. Búinn að eiga við meiðslin lengi „Nei. Það var bara ekki alveg vitað hvað þetta væri. Það var ekki gert alveg nóg og þetta hefur svo þróast svona með tímanum. Einkennin voru aðeins önnur þá en á sama svæði. Ég er búinn að díla við þetta lengi en þetta varð extra slæmt eftir síðasta tímabil, og ég fann þegar ég fór aftur af stað eftir sumarfríið að það yrði að gera eitthvað í þessu. Það er búið að reyna nokkra hluti og þetta varð því miður lokaniðurstaðan, en þetta er skynsamlegt til að þetta lagist,“ segir Kári. Svekktur og vill hjálpa mjög spennandi liði „Vonandi verður maður bara eins og nýr,“ segir Kári en hann segir enn óljóst hve lengi hann verði frá keppni. Það er þó talið í mánuðum og svo gæti farið að tímabilinu sé lokið en Kári vonast að sjálfsögðu til að geta tekið þátt í titilbaráttu Valsmanna. „Maður er mest svekktur og fúll núna, því maður vill auðvitað vera með og spila og hjálpa liðinu. Mér finnst við vera með mjög spennandi lið og hóp sem er virkilega gaman að vera í, en á sama tíma er þreytandi og andlega erfitt að vera alltaf illt. Ef maður lítur á björtu hliðarnar þá er þetta vonandi einhver lausn á þessum vanda. Vonandi verður maður verkjalaus, eða verkjaminni, eftir þetta.“ Subway-deild karla Valur Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Í aðgerðinni var bútur tekinn af hælbeini Kára og beinið slípað til, svo að það hætti að nuddast í hásinina, og særa hana. Kári segir meiðslin hreint ekki ný af nálinni en að þau hafi ágerst og orðið ef slæm nú í haust. „Þetta er svipað og ég hef verið með í mörg ár, sömu meiðsli og ég fór í aðgerð vegna þegar ég spilaði á Spáni 2018,“ segir Kári við Vísi, en hann var þá á mála hjá spænska stórveldinu Barcelona og lék með varaliði félagsins. Kári segir að þó að meiðslin stöðvi hann aftur núna, næstu mánuðina, þá sé ekki hægt að segja að mistök hafi verið gerð í fyrri aðgerðinni 2018. Búinn að eiga við meiðslin lengi „Nei. Það var bara ekki alveg vitað hvað þetta væri. Það var ekki gert alveg nóg og þetta hefur svo þróast svona með tímanum. Einkennin voru aðeins önnur þá en á sama svæði. Ég er búinn að díla við þetta lengi en þetta varð extra slæmt eftir síðasta tímabil, og ég fann þegar ég fór aftur af stað eftir sumarfríið að það yrði að gera eitthvað í þessu. Það er búið að reyna nokkra hluti og þetta varð því miður lokaniðurstaðan, en þetta er skynsamlegt til að þetta lagist,“ segir Kári. Svekktur og vill hjálpa mjög spennandi liði „Vonandi verður maður bara eins og nýr,“ segir Kári en hann segir enn óljóst hve lengi hann verði frá keppni. Það er þó talið í mánuðum og svo gæti farið að tímabilinu sé lokið en Kári vonast að sjálfsögðu til að geta tekið þátt í titilbaráttu Valsmanna. „Maður er mest svekktur og fúll núna, því maður vill auðvitað vera með og spila og hjálpa liðinu. Mér finnst við vera með mjög spennandi lið og hóp sem er virkilega gaman að vera í, en á sama tíma er þreytandi og andlega erfitt að vera alltaf illt. Ef maður lítur á björtu hliðarnar þá er þetta vonandi einhver lausn á þessum vanda. Vonandi verður maður verkjalaus, eða verkjaminni, eftir þetta.“
Subway-deild karla Valur Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira