Geta unnið fyrsta bikarinn síðan 1964 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 15:31 Gylfi Þ. Glslason menntamálaráðherra afhenti Sigríði Sigurðardóttur bikarinn í kvöldverðarboði í lok síðasta keppnisdagsins. timarit.is/Visir Það er bikar í boði fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta í kvöld því leikurinn um 25. sætið á HM í handbolta er líka úrslitaleikurinn um Forsetabikarinn. Ísland spilar við Kongó í Frederikshavn klukkan 19.30 í kvöld. Íslensku stelpurnar voru einu marki frá því að komast í milliriðilinn og hafa unnið alla þrjá leiki sína í Forsetabikarnum til þessa með meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Nú geta okkar konur unnið bikar og það er langt síðan að það bættist í bikarsafn kvennalandsliðsins í handbolta. Það eru nefnilega liðin meira en 59 ár síðan að íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann síðast bikar á alþjóðlegu keppnismóti. Ísland varð Norðurlandameistari í útihandknattleik kvenna sumarið 1964 en mótið var spilað á grasinu á Laugardalsvellinum. Pétur Bjarnason þjálfaði íslenska liðið. Pétur Bjarnason þjálfari tolleraður á þessari mynd á baksíðu Morgunblaðsins.timarit.is/Mbl Þetta var fyrsta alþjóðlega mótið sem var haldið á Íslandi og fjölmargir áhorfendur mættu á leikina sem fór fram í lok júní. Íslensku stelpurnar höfðu endað í öðru sæti á Norðurlandamótinu 1960 en ekki spilað landsleik síðan. Fimmtán leikmenn liðsins voru að spila sinn fyrsta landsleik sem gerði afrek þeirra enn athyglisverðara. Íslensku stelpurnar stóðu sig líka frábærlega og byrjuðu á því að vinna 5-4 sigur á Svíum. Það var skrifað um það í blöðunum að það hafi verið haglél í upphafi leiks. Sigríður Sigurðardóttir skoraði sigurmarkið og var markahæst með þrjú mörk. Umfjöllum um sigur íslenska landsliðsins í blaðinu Vísi.timarit.is/Vísir Íslenska liðið vann 14-5 sigur á Finnum í fyrri leik laugardagsins þar sem Sigríður var markahæst með sjö mörk en í seinni leiknum gerði liðið 8-8 jafntefli við Dani þar sem umrædd Sigríður skoraði fimm mörk. Lokaleikur íslensku stelpnanna var á móti Norðmönnum þar sem íslenska liðið vann 9-7 eftir að jafa skorað tvö síðustu mörkin. Sigríður var enn á ný markhæst nú með fjögur mörk og eitt af þeim var lokamark leiksins þar sem hún komst inn í sendingu Norðmanna og innsiglaði sigurinn. Sigríður Sigurðardóttir skoraði alls 19 af 36 mörkum íslenska liðsins í Norðurlandamótinu eða meiri en helming markanna. Hún var kosin Íþróttamaður ársins þetta ár og varð fyrsta konan til að hljóta þau verðlaun. Verðlaunaafhendingin fór fram í kvöldverði í boði menntamálaráðherra Íslands þar sem Sigríður fyrirliði liðsins tók við bikarnum sem SAS-flugfélagið gaf til keppninnar. Myndasyrpa á síðum Þjóðviljans eftir að Norðurlandameistaratitilinn var í höfn.timarit.is/Þjóðviljinn Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Ísland spilar við Kongó í Frederikshavn klukkan 19.30 í kvöld. Íslensku stelpurnar voru einu marki frá því að komast í milliriðilinn og hafa unnið alla þrjá leiki sína í Forsetabikarnum til þessa með meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Nú geta okkar konur unnið bikar og það er langt síðan að það bættist í bikarsafn kvennalandsliðsins í handbolta. Það eru nefnilega liðin meira en 59 ár síðan að íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann síðast bikar á alþjóðlegu keppnismóti. Ísland varð Norðurlandameistari í útihandknattleik kvenna sumarið 1964 en mótið var spilað á grasinu á Laugardalsvellinum. Pétur Bjarnason þjálfaði íslenska liðið. Pétur Bjarnason þjálfari tolleraður á þessari mynd á baksíðu Morgunblaðsins.timarit.is/Mbl Þetta var fyrsta alþjóðlega mótið sem var haldið á Íslandi og fjölmargir áhorfendur mættu á leikina sem fór fram í lok júní. Íslensku stelpurnar höfðu endað í öðru sæti á Norðurlandamótinu 1960 en ekki spilað landsleik síðan. Fimmtán leikmenn liðsins voru að spila sinn fyrsta landsleik sem gerði afrek þeirra enn athyglisverðara. Íslensku stelpurnar stóðu sig líka frábærlega og byrjuðu á því að vinna 5-4 sigur á Svíum. Það var skrifað um það í blöðunum að það hafi verið haglél í upphafi leiks. Sigríður Sigurðardóttir skoraði sigurmarkið og var markahæst með þrjú mörk. Umfjöllum um sigur íslenska landsliðsins í blaðinu Vísi.timarit.is/Vísir Íslenska liðið vann 14-5 sigur á Finnum í fyrri leik laugardagsins þar sem Sigríður var markahæst með sjö mörk en í seinni leiknum gerði liðið 8-8 jafntefli við Dani þar sem umrædd Sigríður skoraði fimm mörk. Lokaleikur íslensku stelpnanna var á móti Norðmönnum þar sem íslenska liðið vann 9-7 eftir að jafa skorað tvö síðustu mörkin. Sigríður var enn á ný markhæst nú með fjögur mörk og eitt af þeim var lokamark leiksins þar sem hún komst inn í sendingu Norðmanna og innsiglaði sigurinn. Sigríður Sigurðardóttir skoraði alls 19 af 36 mörkum íslenska liðsins í Norðurlandamótinu eða meiri en helming markanna. Hún var kosin Íþróttamaður ársins þetta ár og varð fyrsta konan til að hljóta þau verðlaun. Verðlaunaafhendingin fór fram í kvöldverði í boði menntamálaráðherra Íslands þar sem Sigríður fyrirliði liðsins tók við bikarnum sem SAS-flugfélagið gaf til keppninnar. Myndasyrpa á síðum Þjóðviljans eftir að Norðurlandameistaratitilinn var í höfn.timarit.is/Þjóðviljinn
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira