„Eigum ekki beint heima í þessari keppni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2023 13:00 Elín Rósa Magnúsdóttir er afar spennt fyrir því að mæta Frökkum. Vísir/Valur Páll Landsliðskonan Elín Rósa Magnúsdóttir er spennt fyrir því að takast á við Kongó í úrslitaleik um Forsetabikarinn á HM kvenna í handbolta í kvöld. Markmið landsliðs Íslands er skýrt. Ísland vann þá þrjá leiki sem liðið lék í riðli sínum í keppninni en hana skipa þau lið sem lentu í neðsta sæti síns riðils í riðlakeppninni í síðustu viku. Sigrarnir hafa allir verið nokkuð öruggir og þægilegir. „Já, kannski. Maður fann samt í leiknum við Paragvæ var aðeins meira panik einhvern veginn. Mér fannst við eiga að vera fleiri mörkum yfir og þá kom eitthvað stress í okkur sem gerði það aðeins erfiðara. En manni leið betur á móti Kína.“ segir Elín Rósa en Ísland vann Kína í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í fyrradag með sjö marka mun. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, talaði mikið um að förin á HM væri lærdómsferð, enda Ísland að taka þátt á stórmóti í fyrsta sinn í rúman áratug og allir leikmenn nema tveir á slíku móti í fyrsta sinn. Eftir hörkuleiki í riðlinum er ef til vill vert að spyrja hvaða lærdóm leikmenn draga af stórum sigrum gegn lakari liðum líkt og Grænlandi, Paragvæ og Kína. „Ég held að við höfum aðallega lært að við eigum ekki beint heima í þessari keppni. Okkur langaði miklu frekar að vera í milliriðlinum. Við ætluðum að sýna það í keppninni að við ættum heima í milliriðlinum en ekki þessari keppni.“ segir Elín Rósa. Ákveðinn lærdómur sé þá fólginn í því að mæta í leiki sem sterkari aðilinn fyrir fram. „Þetta gefur alveg sjálfstraust og að vinna lið stórt er öðruvísi, eins og eftir stórt tap fyrir Frökkum. Það er fínt að skipta aðeins um hlutverk og vera stóra liðið sem er alveg líka krefjandi.“ segir Elín. Úrslitaleikurinn er fram undan í kvöld. Hvernig leggst hann í Elínu Rósu? „Bara vel, þetta er bara spennandi að spila gegn öðruvísi liðum. Ekki þessi hefðbundni evrópski bolti. Þetta er skemmtileg áskorun og ég hlakka til.“ segir Elín. Markmiðin séu skýr. „Já, já. Það er alveg skýrt. Ég held það séu allir sammála því að taka þennan leik.“ Ísland og Kongó mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leiknum lýst beint á Vísi. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04 „Langt síðan ég hef verið eins sár, svekkt, pirruð og reið“ „Þetta er hrikalega sárt. Maður er ennþá að átta sig á þessu. Við ætluðum að vinna þennan leik og vorum grátlega nálægt því.“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir jafntefli Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Angóla fer í milliriðil en Ísland í Forsetabikar. 4. desember 2023 19:30 Skýrsla Vals: Særindi og stolt Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði. 4. desember 2023 22:33 Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Ísland vann þá þrjá leiki sem liðið lék í riðli sínum í keppninni en hana skipa þau lið sem lentu í neðsta sæti síns riðils í riðlakeppninni í síðustu viku. Sigrarnir hafa allir verið nokkuð öruggir og þægilegir. „Já, kannski. Maður fann samt í leiknum við Paragvæ var aðeins meira panik einhvern veginn. Mér fannst við eiga að vera fleiri mörkum yfir og þá kom eitthvað stress í okkur sem gerði það aðeins erfiðara. En manni leið betur á móti Kína.“ segir Elín Rósa en Ísland vann Kína í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í fyrradag með sjö marka mun. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, talaði mikið um að förin á HM væri lærdómsferð, enda Ísland að taka þátt á stórmóti í fyrsta sinn í rúman áratug og allir leikmenn nema tveir á slíku móti í fyrsta sinn. Eftir hörkuleiki í riðlinum er ef til vill vert að spyrja hvaða lærdóm leikmenn draga af stórum sigrum gegn lakari liðum líkt og Grænlandi, Paragvæ og Kína. „Ég held að við höfum aðallega lært að við eigum ekki beint heima í þessari keppni. Okkur langaði miklu frekar að vera í milliriðlinum. Við ætluðum að sýna það í keppninni að við ættum heima í milliriðlinum en ekki þessari keppni.“ segir Elín Rósa. Ákveðinn lærdómur sé þá fólginn í því að mæta í leiki sem sterkari aðilinn fyrir fram. „Þetta gefur alveg sjálfstraust og að vinna lið stórt er öðruvísi, eins og eftir stórt tap fyrir Frökkum. Það er fínt að skipta aðeins um hlutverk og vera stóra liðið sem er alveg líka krefjandi.“ segir Elín. Úrslitaleikurinn er fram undan í kvöld. Hvernig leggst hann í Elínu Rósu? „Bara vel, þetta er bara spennandi að spila gegn öðruvísi liðum. Ekki þessi hefðbundni evrópski bolti. Þetta er skemmtileg áskorun og ég hlakka til.“ segir Elín. Markmiðin séu skýr. „Já, já. Það er alveg skýrt. Ég held það séu allir sammála því að taka þennan leik.“ Ísland og Kongó mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leiknum lýst beint á Vísi.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04 „Langt síðan ég hef verið eins sár, svekkt, pirruð og reið“ „Þetta er hrikalega sárt. Maður er ennþá að átta sig á þessu. Við ætluðum að vinna þennan leik og vorum grátlega nálægt því.“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir jafntefli Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Angóla fer í milliriðil en Ísland í Forsetabikar. 4. desember 2023 19:30 Skýrsla Vals: Særindi og stolt Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði. 4. desember 2023 22:33 Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
„Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04
„Langt síðan ég hef verið eins sár, svekkt, pirruð og reið“ „Þetta er hrikalega sárt. Maður er ennþá að átta sig á þessu. Við ætluðum að vinna þennan leik og vorum grátlega nálægt því.“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir jafntefli Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Angóla fer í milliriðil en Ísland í Forsetabikar. 4. desember 2023 19:30
Skýrsla Vals: Særindi og stolt Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði. 4. desember 2023 22:33
Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31