Neyðarlegt raforkulagafrumvarp Árni Hrannar Haraldsson skrifar 12. desember 2023 17:31 Það er meiri eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi en framboð. Það er ekki í fyrsta skipti en vegna þess hvað eftirspurnin eftir okkar verðmætu sjálfbæru orku vex hratt gæti þetta orðið raunin um hríð. Þess vegna er mikilvægt að á þurrkaárinu 2023 sé ekki brugðist við með óyfirveguðum „neyðarlögum“ sem skemma miklu meira en þau eiga að laga. Mest af okkar rafmagni fáum við úr vatnsföllum. Þess vegna hefur tíðarfarið áhrif á það hversu mikið hægt er að búa til af því ár hvert. Mest af okkar rafmagni fáum við líka frá einu fyrirtæki, Landsvirkjun. Staðan á íslenska raforkumarkaðnum ræðst því mest af því hvernig veðrið er og hvað Landsvirkjun gerir. Óvenjulegur markaður Til einföldunar má skipta raforkumarkaðnum í tvennt, í stórnotendamarkað og almennan markað. Skipting notkunarinnar milli þessara markaða er óvenjuleg hér á landi en mjög stór hluti fer til stórnotenda, eða um 80%. Þar gilda langtímasamningar við stóriðjur sem hafa gert okkur kleift að byggja flestar okkar stærstu virkjana. Á almenna markaðnum, sem fær 20% af rafmagninu, eru heimilin í landinu og langflest fyrirtæki og stofnanir. Á meðal fyrirtækjanna á almenna markaðnum eru nokkur sem sætta sig við það að í þurrkatíð, þegar rafmagnsframleiðslan er minni, fái þau minna rafmagn en borgi á móti minna fyrir það þegar það stendur til boða. Fyrirséð neyð Nú er verið að ræða það á Alþingi að setja „neyðarlög“ vegna þess að einu sinni sem oftar er ekki til rafmagn handa öllum þeim sem vilja þegar þau vilja. Skerðing til þeirra sem sætta sig við hana sé ekki nóg til að brúa bilið á milli þess sem virkjanirnar framleiða og þarfar allra verksmiðjanna og rafmagnstækjanna sem eru í sambandi og stillt á on. „Neyðarlögin“ eiga að vera svar við því hvernig á að tryggja að almenni forgangsmarkaðurinn fái sitt rafmagn. Þessi staða var ekki óvænt. Það blasti við hverjum sem sjá vildi að lón Landsvirkjunar voru ekki að fyllast í haust. Það er misjafnt hvernig brugðist er við slíkri stöðu. Viðbrögðin geta haft afgerandi áhrif á stöðuna sem upp kemur á raforkumarkaði þegar þannig viðrar að vatnsaflsvirkjanirnar fá minna vatn. Jafnréttisleiðin Vaxandi eftirspurn gerir það líka að verkum að staðan nú er ekki óvænt og í fyrra var lögð fram tillaga um hvernig ætti að tryggja heimilunum og öðrum á almenna markaðnum rafmagn. Starfshópur stjórnvalda um raforkuöryggi lagði þá til að reglan yrði sú að hvert orkufyrirtæki hefði tiltækt rafmagn fyrir almenna markaðinn í samræmi við hlutdeild sína í raforkuvinnslunni í landinu. Landsvirkjun sæi þá almenningi, sem byggði það fyrirtæki upp og á það enn, fyrir um 73%. [Myndartexti] Súlan til vinstri á myndinni sýnir hvernig öll raforkuvinnsla á Íslandi skiptist á milli framleiðslufyrirtækjanna. Súlan hægra megin sýnir hlutdeild sömu fyrirtækja í rafmagninu sem selt er almenningi. Þar sést til dæmis að Orka náttúrunnar selur liðlega 50% meira rafmagn á almennum markaði en hlutdeild fyrirtækisins í raforkuvinnslunni segir til um. Misréttisleiðin Þetta er ekki leiðin sem farin er í frumvarpi til „neyðarlaganna.“ Neyðarleiðin er sú að Landsvirkjun verði gerð ábyrg fyrir því að útvega sama magn inn á almenna markaðinn og í fyrra, það er bara helminginn. En af því að það heitir nú „trygging“ þá sé þessu markaðsráðandi fyrirtæki leyft að haga sinni framgöngu á markaði án tillits til samkeppnislaga eða annarra almennra reglna sem um viðskipti gilda og öll önnur fyrirtæki á markaðnum þurfa að lúta. Yfirlýsingar fulltrúa Landsvirkjunar í fréttum síðustu daga um yfirvofandi hækkanir á raforkuverði til almennings eru vonandi ekki til marks um væntanlega framgöngu fyrirtækisins. Engar viðlíka yfirlýsingar hafa heyrst frá fulltrúum þeirra fyrirtækja sem þó útvega almenningi helming alls þess rafmagns sem fólk notar. Samkeppniseftirlitið talar skýrt Landsvirkjun á í samkeppni við Orku náttúrunnar og HS Orku á stórnotendamarkaði þar sem meirihluti rafmagnsins í landinu er seldur og keyptur. Það er því ekki að undra að Samkeppniseftirlitið leggist gegn þessu frumvarpi og beini því kurteislega til stjórnvalda að „…leita leiða sem ekki eru til þess fallnar að skaða samkeppni, í trássi við meginmarkmið gildandi raforkulaga.“ Skýrara verður það varla! Telji stjórnvöld nauðsyn að grípa til aðgerða, verða þau að gera betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Landsvirkjun Jarðhiti Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er meiri eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi en framboð. Það er ekki í fyrsta skipti en vegna þess hvað eftirspurnin eftir okkar verðmætu sjálfbæru orku vex hratt gæti þetta orðið raunin um hríð. Þess vegna er mikilvægt að á þurrkaárinu 2023 sé ekki brugðist við með óyfirveguðum „neyðarlögum“ sem skemma miklu meira en þau eiga að laga. Mest af okkar rafmagni fáum við úr vatnsföllum. Þess vegna hefur tíðarfarið áhrif á það hversu mikið hægt er að búa til af því ár hvert. Mest af okkar rafmagni fáum við líka frá einu fyrirtæki, Landsvirkjun. Staðan á íslenska raforkumarkaðnum ræðst því mest af því hvernig veðrið er og hvað Landsvirkjun gerir. Óvenjulegur markaður Til einföldunar má skipta raforkumarkaðnum í tvennt, í stórnotendamarkað og almennan markað. Skipting notkunarinnar milli þessara markaða er óvenjuleg hér á landi en mjög stór hluti fer til stórnotenda, eða um 80%. Þar gilda langtímasamningar við stóriðjur sem hafa gert okkur kleift að byggja flestar okkar stærstu virkjana. Á almenna markaðnum, sem fær 20% af rafmagninu, eru heimilin í landinu og langflest fyrirtæki og stofnanir. Á meðal fyrirtækjanna á almenna markaðnum eru nokkur sem sætta sig við það að í þurrkatíð, þegar rafmagnsframleiðslan er minni, fái þau minna rafmagn en borgi á móti minna fyrir það þegar það stendur til boða. Fyrirséð neyð Nú er verið að ræða það á Alþingi að setja „neyðarlög“ vegna þess að einu sinni sem oftar er ekki til rafmagn handa öllum þeim sem vilja þegar þau vilja. Skerðing til þeirra sem sætta sig við hana sé ekki nóg til að brúa bilið á milli þess sem virkjanirnar framleiða og þarfar allra verksmiðjanna og rafmagnstækjanna sem eru í sambandi og stillt á on. „Neyðarlögin“ eiga að vera svar við því hvernig á að tryggja að almenni forgangsmarkaðurinn fái sitt rafmagn. Þessi staða var ekki óvænt. Það blasti við hverjum sem sjá vildi að lón Landsvirkjunar voru ekki að fyllast í haust. Það er misjafnt hvernig brugðist er við slíkri stöðu. Viðbrögðin geta haft afgerandi áhrif á stöðuna sem upp kemur á raforkumarkaði þegar þannig viðrar að vatnsaflsvirkjanirnar fá minna vatn. Jafnréttisleiðin Vaxandi eftirspurn gerir það líka að verkum að staðan nú er ekki óvænt og í fyrra var lögð fram tillaga um hvernig ætti að tryggja heimilunum og öðrum á almenna markaðnum rafmagn. Starfshópur stjórnvalda um raforkuöryggi lagði þá til að reglan yrði sú að hvert orkufyrirtæki hefði tiltækt rafmagn fyrir almenna markaðinn í samræmi við hlutdeild sína í raforkuvinnslunni í landinu. Landsvirkjun sæi þá almenningi, sem byggði það fyrirtæki upp og á það enn, fyrir um 73%. [Myndartexti] Súlan til vinstri á myndinni sýnir hvernig öll raforkuvinnsla á Íslandi skiptist á milli framleiðslufyrirtækjanna. Súlan hægra megin sýnir hlutdeild sömu fyrirtækja í rafmagninu sem selt er almenningi. Þar sést til dæmis að Orka náttúrunnar selur liðlega 50% meira rafmagn á almennum markaði en hlutdeild fyrirtækisins í raforkuvinnslunni segir til um. Misréttisleiðin Þetta er ekki leiðin sem farin er í frumvarpi til „neyðarlaganna.“ Neyðarleiðin er sú að Landsvirkjun verði gerð ábyrg fyrir því að útvega sama magn inn á almenna markaðinn og í fyrra, það er bara helminginn. En af því að það heitir nú „trygging“ þá sé þessu markaðsráðandi fyrirtæki leyft að haga sinni framgöngu á markaði án tillits til samkeppnislaga eða annarra almennra reglna sem um viðskipti gilda og öll önnur fyrirtæki á markaðnum þurfa að lúta. Yfirlýsingar fulltrúa Landsvirkjunar í fréttum síðustu daga um yfirvofandi hækkanir á raforkuverði til almennings eru vonandi ekki til marks um væntanlega framgöngu fyrirtækisins. Engar viðlíka yfirlýsingar hafa heyrst frá fulltrúum þeirra fyrirtækja sem þó útvega almenningi helming alls þess rafmagns sem fólk notar. Samkeppniseftirlitið talar skýrt Landsvirkjun á í samkeppni við Orku náttúrunnar og HS Orku á stórnotendamarkaði þar sem meirihluti rafmagnsins í landinu er seldur og keyptur. Það er því ekki að undra að Samkeppniseftirlitið leggist gegn þessu frumvarpi og beini því kurteislega til stjórnvalda að „…leita leiða sem ekki eru til þess fallnar að skaða samkeppni, í trássi við meginmarkmið gildandi raforkulaga.“ Skýrara verður það varla! Telji stjórnvöld nauðsyn að grípa til aðgerða, verða þau að gera betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun