Telja þúsundir Rússa hafa fallið við Avdívka Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2023 17:05 Úkraínskur hermaður leitar skjóls eftir loftárás í Avdívka í austurhluta Úkraínu. AP/Evgeniy Maloletka Leyniþjónustur Bandaríkjanna áætla að um þrettán þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í áhlaupum Rússa í austurhluta Úkraínu frá því í október og þá sérstaklega áhlaupinu á bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Þá hafi Rússar misst rúmlega 220 skrið- og bryndreka á þessu tímabili. Þá telja Bandaríkjamenn að í heild hafi um 315 þúsund rússneskir hermenn særst eða fallið í átökunum í Úkraínu og að Rússar hafi misst um 2.200 skriðdreka. Fyrir innrásina áttu Rússar um 3.500 skriðdreka. Þetta kemur fram í gögnum sem ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, svipti leyndarhulu í dag vegna heimsóknar Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, til Washington DC. Biden er einnig að reyna að fá þingið til að samþykkja rúmlega sextíu milljarða dala fjárútlát til aðstoðar handa Úkraínumönnum. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa sett sig gegn slíkum fjárútlátum. Einhverjir segjast efast um getu Úkraínumanna til að vinna stríðið gegn Rússum og þá krefjast Repbúlikanar umfangsmikilla aðgerða á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í skiptum fyrir samþykkt hernaðaraðstoðar. Samkvæmt frétt Politico segir í þessum gögnum að Rússar telji þrátefli á víglínunum í þeirra hag, þar sem slíkt geti dregið úr aðstoð handa Úkraínumönnum. Þá er áætlað að rúmlega þrettán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum í Dónetsk-héraði í Úkraínu frá því í október. Flestir munu hafa fallið í átökunum við Avdívka, sem Rússar hafa lagt gífurlega mikið púður í að reyna að ná úr höndum Úkraínumanna frá því í október. Sjá einnig: Reyna að umkringja úkraínska hermenn Bardagar við Avdívka hafa verið gífurlega harðir og Rússar hafa sótt fram við bæinn frá því í október. Úkraínumenn brugðist við áhlaupinu með því að senda hermenn frá suðurhluta landsins til að styrkja varnir sínar á svæðinu. Strax í lok október leit út fyrir að Rússar hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli við Avdíka og að þeir hefðu tapað fjölmörgum skrið- og bryndrekum þar. Myndefni frá víglínunni hefur rennt stoðum undir slíkar greiningar. Sjá einnig: Rússar sækja hart fram í austri Úkraínskir hermenn hafa líkt rússneskum hermönnum við Avdívka við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. Mannfall hefur einnig verið mikið meðal Úkraínumanna, samkvæmt embættismönnum sem New York Times vitnar í, en ekki í samræmi við mannfall meðal Rússa. Þá hefur miðillinn eftir talskonu þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fylgist grannt með þróun mála á þingi Bandaríkjanna og að hann telji sig sjá velgengi í þeirri áætlun sinni að halda stríðsrekstri sínum í Úkraínu áfram þar til bakhjarlar landsins gefist upp. 21 November, Avdiivka. Russian serviceman showing manpower and vehicle losses. As a reminder, Putin claimed the casualty rates of Ukrainians to Russians are 8 to 1. https://t.co/D7DccI9JzX pic.twitter.com/Bi4njAqmhs— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) December 12, 2023 Svaraði spurningum þingmanna Eins og áður segir er Selenskí í Washington, þar sem hann fundaði meðal annars með þingmönnum á báðum deildum þingsins. Ef marka má fréttaflutning vestanhafs gerði forsetinn þingmönnunum ljóst að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa án aðstoðar Bandaríkjanna. Hann sagði það ekki rétt að aðstoð Bandaríkjanna myndi ekki hjálpa Úkraínumönnum við að binda enda á þráteflið og sagði aðstoðina gífurlega mikilvæga við að vernda fullveldi Úkraínu. Í færslu sem hann birti á X sagði Selenskí viðræðurnar hafa verið vinalegar og hreinskilnar. In the United States Senate, I had a friendly and candid conversation.I informed members of the U.S. Senate about Ukraine s current military and economic situation, the significance of sustaining vital U.S. support, and answered their questions.I am grateful to Senate pic.twitter.com/GDEi9axEn7— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) December 12, 2023 Óljóst er hvort að viðræðurnar sneru einhverjum Repúblikönum. Einn þeirra sagði eftir fundinn að Repúblikanar vildu aðstoða Úkraínumenn. Þeir vildu einnig fá aðgerðir á landamærunum og myndu ekki gefa eftir varðandi það. NYT hefur eftir Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, þar sem Repúblikanar eru með meirihluta, að fundurinn með Selenskí hefði verið góður. Hann gagnrýndi þó ríkisstjórn Bidens fyrir að geta ekki gert grein fyrir mögulegri leið Úkraínumann að sigri. Þá ítrekaði hann að þjóðaröryggi Bandaríkjanna væri í forgangi og vísaði hann þar til áðurnefndra landamæra. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fimmtán refsað vegna Discord-lekans Fimmtán starfsmönnum flughers Bandaríkjanna var refsað vegna Discord-lekans svokallaða. Jack Teixeira er sakaður um að hafa lekið mikið af leynilegum gögnum á netið en rannsókn hefur leitt í ljós að yfirmenn hans hafi brugðist og að menning andvaraleysis hafi gert honum kleift að leka gögnunum. 11. desember 2023 16:58 Biden tilbúinn að lúffa fyrir Repúblikönum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum geti ekki beðið þar til eftir jól. Þingið þurfi að samþykkja nýjar fjárveitingar til aðstoðarinnar og bað hann þingmenn um að leggja deilur sínar til hliðar í bili. 6. desember 2023 23:50 Skaut mann á tæplega fjögurra kílómetra færi Úkraínsk leyniskytta er sögð hafa sett nýtt met þegar hann skaut rússneskan hermann á 3.800 metra færi. Það gerði hinn 58 ára gamli Vyacheslav Kovalskiy með sérsmíðaðri byssu og sérstökum skotum. Skotið sem hæfði hermanninn var um níu sekúndur á leiðinni. 5. desember 2023 18:19 Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Hvíta húsið segir peninga og tíma á þrotum þegar kemur að aðstoð við Úkraínumenn, ef bandaríska þingið gefur sig ekki og samþykkir frekari fjárhagsaðstoð og stuðning. 5. desember 2023 07:32 Saka Rússa um að myrða hermenn sem gefast upp Yfirvöld í Kænugarði hafa sakað Rússa um stríðsglæpi eftir að myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum sem virðist sýna hóp hermanna skjóta tvo úkraínska hermenn sem gáfu sig rússneskum hermönnum á vald til bana þegar þeir klifruðu upp úr skotgröf. 3. desember 2023 18:58 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Þá telja Bandaríkjamenn að í heild hafi um 315 þúsund rússneskir hermenn særst eða fallið í átökunum í Úkraínu og að Rússar hafi misst um 2.200 skriðdreka. Fyrir innrásina áttu Rússar um 3.500 skriðdreka. Þetta kemur fram í gögnum sem ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, svipti leyndarhulu í dag vegna heimsóknar Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, til Washington DC. Biden er einnig að reyna að fá þingið til að samþykkja rúmlega sextíu milljarða dala fjárútlát til aðstoðar handa Úkraínumönnum. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa sett sig gegn slíkum fjárútlátum. Einhverjir segjast efast um getu Úkraínumanna til að vinna stríðið gegn Rússum og þá krefjast Repbúlikanar umfangsmikilla aðgerða á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í skiptum fyrir samþykkt hernaðaraðstoðar. Samkvæmt frétt Politico segir í þessum gögnum að Rússar telji þrátefli á víglínunum í þeirra hag, þar sem slíkt geti dregið úr aðstoð handa Úkraínumönnum. Þá er áætlað að rúmlega þrettán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum í Dónetsk-héraði í Úkraínu frá því í október. Flestir munu hafa fallið í átökunum við Avdívka, sem Rússar hafa lagt gífurlega mikið púður í að reyna að ná úr höndum Úkraínumanna frá því í október. Sjá einnig: Reyna að umkringja úkraínska hermenn Bardagar við Avdívka hafa verið gífurlega harðir og Rússar hafa sótt fram við bæinn frá því í október. Úkraínumenn brugðist við áhlaupinu með því að senda hermenn frá suðurhluta landsins til að styrkja varnir sínar á svæðinu. Strax í lok október leit út fyrir að Rússar hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli við Avdíka og að þeir hefðu tapað fjölmörgum skrið- og bryndrekum þar. Myndefni frá víglínunni hefur rennt stoðum undir slíkar greiningar. Sjá einnig: Rússar sækja hart fram í austri Úkraínskir hermenn hafa líkt rússneskum hermönnum við Avdívka við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. Mannfall hefur einnig verið mikið meðal Úkraínumanna, samkvæmt embættismönnum sem New York Times vitnar í, en ekki í samræmi við mannfall meðal Rússa. Þá hefur miðillinn eftir talskonu þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fylgist grannt með þróun mála á þingi Bandaríkjanna og að hann telji sig sjá velgengi í þeirri áætlun sinni að halda stríðsrekstri sínum í Úkraínu áfram þar til bakhjarlar landsins gefist upp. 21 November, Avdiivka. Russian serviceman showing manpower and vehicle losses. As a reminder, Putin claimed the casualty rates of Ukrainians to Russians are 8 to 1. https://t.co/D7DccI9JzX pic.twitter.com/Bi4njAqmhs— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) December 12, 2023 Svaraði spurningum þingmanna Eins og áður segir er Selenskí í Washington, þar sem hann fundaði meðal annars með þingmönnum á báðum deildum þingsins. Ef marka má fréttaflutning vestanhafs gerði forsetinn þingmönnunum ljóst að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa án aðstoðar Bandaríkjanna. Hann sagði það ekki rétt að aðstoð Bandaríkjanna myndi ekki hjálpa Úkraínumönnum við að binda enda á þráteflið og sagði aðstoðina gífurlega mikilvæga við að vernda fullveldi Úkraínu. Í færslu sem hann birti á X sagði Selenskí viðræðurnar hafa verið vinalegar og hreinskilnar. In the United States Senate, I had a friendly and candid conversation.I informed members of the U.S. Senate about Ukraine s current military and economic situation, the significance of sustaining vital U.S. support, and answered their questions.I am grateful to Senate pic.twitter.com/GDEi9axEn7— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) December 12, 2023 Óljóst er hvort að viðræðurnar sneru einhverjum Repúblikönum. Einn þeirra sagði eftir fundinn að Repúblikanar vildu aðstoða Úkraínumenn. Þeir vildu einnig fá aðgerðir á landamærunum og myndu ekki gefa eftir varðandi það. NYT hefur eftir Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, þar sem Repúblikanar eru með meirihluta, að fundurinn með Selenskí hefði verið góður. Hann gagnrýndi þó ríkisstjórn Bidens fyrir að geta ekki gert grein fyrir mögulegri leið Úkraínumann að sigri. Þá ítrekaði hann að þjóðaröryggi Bandaríkjanna væri í forgangi og vísaði hann þar til áðurnefndra landamæra.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fimmtán refsað vegna Discord-lekans Fimmtán starfsmönnum flughers Bandaríkjanna var refsað vegna Discord-lekans svokallaða. Jack Teixeira er sakaður um að hafa lekið mikið af leynilegum gögnum á netið en rannsókn hefur leitt í ljós að yfirmenn hans hafi brugðist og að menning andvaraleysis hafi gert honum kleift að leka gögnunum. 11. desember 2023 16:58 Biden tilbúinn að lúffa fyrir Repúblikönum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum geti ekki beðið þar til eftir jól. Þingið þurfi að samþykkja nýjar fjárveitingar til aðstoðarinnar og bað hann þingmenn um að leggja deilur sínar til hliðar í bili. 6. desember 2023 23:50 Skaut mann á tæplega fjögurra kílómetra færi Úkraínsk leyniskytta er sögð hafa sett nýtt met þegar hann skaut rússneskan hermann á 3.800 metra færi. Það gerði hinn 58 ára gamli Vyacheslav Kovalskiy með sérsmíðaðri byssu og sérstökum skotum. Skotið sem hæfði hermanninn var um níu sekúndur á leiðinni. 5. desember 2023 18:19 Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Hvíta húsið segir peninga og tíma á þrotum þegar kemur að aðstoð við Úkraínumenn, ef bandaríska þingið gefur sig ekki og samþykkir frekari fjárhagsaðstoð og stuðning. 5. desember 2023 07:32 Saka Rússa um að myrða hermenn sem gefast upp Yfirvöld í Kænugarði hafa sakað Rússa um stríðsglæpi eftir að myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum sem virðist sýna hóp hermanna skjóta tvo úkraínska hermenn sem gáfu sig rússneskum hermönnum á vald til bana þegar þeir klifruðu upp úr skotgröf. 3. desember 2023 18:58 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Fimmtán refsað vegna Discord-lekans Fimmtán starfsmönnum flughers Bandaríkjanna var refsað vegna Discord-lekans svokallaða. Jack Teixeira er sakaður um að hafa lekið mikið af leynilegum gögnum á netið en rannsókn hefur leitt í ljós að yfirmenn hans hafi brugðist og að menning andvaraleysis hafi gert honum kleift að leka gögnunum. 11. desember 2023 16:58
Biden tilbúinn að lúffa fyrir Repúblikönum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum geti ekki beðið þar til eftir jól. Þingið þurfi að samþykkja nýjar fjárveitingar til aðstoðarinnar og bað hann þingmenn um að leggja deilur sínar til hliðar í bili. 6. desember 2023 23:50
Skaut mann á tæplega fjögurra kílómetra færi Úkraínsk leyniskytta er sögð hafa sett nýtt met þegar hann skaut rússneskan hermann á 3.800 metra færi. Það gerði hinn 58 ára gamli Vyacheslav Kovalskiy með sérsmíðaðri byssu og sérstökum skotum. Skotið sem hæfði hermanninn var um níu sekúndur á leiðinni. 5. desember 2023 18:19
Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Hvíta húsið segir peninga og tíma á þrotum þegar kemur að aðstoð við Úkraínumenn, ef bandaríska þingið gefur sig ekki og samþykkir frekari fjárhagsaðstoð og stuðning. 5. desember 2023 07:32
Saka Rússa um að myrða hermenn sem gefast upp Yfirvöld í Kænugarði hafa sakað Rússa um stríðsglæpi eftir að myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum sem virðist sýna hóp hermanna skjóta tvo úkraínska hermenn sem gáfu sig rússneskum hermönnum á vald til bana þegar þeir klifruðu upp úr skotgröf. 3. desember 2023 18:58
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna