Furðuleg og ósanngjörn staða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. desember 2023 12:53 Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Icelandair og Play skoða réttarstöðu sína vegna verkfallsaðgerða flugumferðastjóra sem hafa valdið félögunum miklu tjóni. Ferðaplön þúsunda farþega röskuðust þegar verkfallið skall á í nótt. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Flugumferðarstjórar lögðu niður störf frá klukkan fjögur til tíu í morgun og öllum flugferðum um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll á þeim tíma var ýmist seinkað eða aflýst. Um var að ræða fyrstu boðuðu aðgerðirnar en það sama stendur til á fimmtudag og svo á mánudag og miðvikudag í næstu viku - náist samningar ekki fyrir þann tíma. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir aðgerðirnar hafa raskað ferðaplönum þúsunda farþega. „Í raun og veru þurftum við að seinka innkomu vélanna frá Bandaríkjunum og þar af leiðandi brottförum til Evrópu. Þetta er að raska kerfinu okkar mjög mikið. Við erum að verða fyrir kostnaði og farþegar okkar eru að verða fyrir mikilli röskun og auðvitað líka kostnaði, fólk er með tengiflug áfram og alls konar,“ segir Birgir. „Þetta er að valda mikilli óhamingju og kostnaði á öllum stöðum. Sem okkur finnst ósanngjarnt þar sem við erum ekki aðilar að þessu máli og getum ekki samið né gert nokkurn skapaðan hlut.“ Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins sem fara með samningsumboð Isavia og Félags flugumferðarstjóra lauk hjá ríkissáttasemja um klukkan tíu í gærkvöldi. Boðað hefur verið til næsta fundar klukkan þrjú í dag og enn ber nokkuð á milli aðila. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að félagið muni skoða hvort það geti sótt bætur til Isavia vegna stöðunnar. Birgir segir Play einnig ætla að athuga það. „Ég held að það hljóti allir að gera það. Því við erum ekki aðilar að neinu máli og við þurfum að bera kostnað af alls konar hlutum. Það er verið að beita aðgeðum sem lenda ekki á mótaðilanum þannig að þetta er auðvitað mjög furðuleg staða að vera í.“ Birgir segir rétt farþega á bótum frá Play fara eftir aðstæðum og ákeðnum reglum. Hann beinir því til samninganefnda að finna lausn á málinu. „Ég hlýt bara eins og allir að vona að fólk nái saman. Við berum virðingu fyrir stéttabaráttunni og kjaraviðræðum og skil að þetta sé erfitt mál. En það verður líka að horfa á stóru myndina og ég beini því til Isavia og SA að semja sem fyrst.“ Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Verkfall flugumferðarstjóra skollið á Verkfall flugumferðarstjóra skall á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. 12. desember 2023 06:24 Fundi flugumferðarstjóra og SA frestað til morguns Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Isavia, í Karphúsinu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun. 11. desember 2023 22:08 Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Flugumferðarstjórar lögðu niður störf frá klukkan fjögur til tíu í morgun og öllum flugferðum um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll á þeim tíma var ýmist seinkað eða aflýst. Um var að ræða fyrstu boðuðu aðgerðirnar en það sama stendur til á fimmtudag og svo á mánudag og miðvikudag í næstu viku - náist samningar ekki fyrir þann tíma. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir aðgerðirnar hafa raskað ferðaplönum þúsunda farþega. „Í raun og veru þurftum við að seinka innkomu vélanna frá Bandaríkjunum og þar af leiðandi brottförum til Evrópu. Þetta er að raska kerfinu okkar mjög mikið. Við erum að verða fyrir kostnaði og farþegar okkar eru að verða fyrir mikilli röskun og auðvitað líka kostnaði, fólk er með tengiflug áfram og alls konar,“ segir Birgir. „Þetta er að valda mikilli óhamingju og kostnaði á öllum stöðum. Sem okkur finnst ósanngjarnt þar sem við erum ekki aðilar að þessu máli og getum ekki samið né gert nokkurn skapaðan hlut.“ Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins sem fara með samningsumboð Isavia og Félags flugumferðarstjóra lauk hjá ríkissáttasemja um klukkan tíu í gærkvöldi. Boðað hefur verið til næsta fundar klukkan þrjú í dag og enn ber nokkuð á milli aðila. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að félagið muni skoða hvort það geti sótt bætur til Isavia vegna stöðunnar. Birgir segir Play einnig ætla að athuga það. „Ég held að það hljóti allir að gera það. Því við erum ekki aðilar að neinu máli og við þurfum að bera kostnað af alls konar hlutum. Það er verið að beita aðgeðum sem lenda ekki á mótaðilanum þannig að þetta er auðvitað mjög furðuleg staða að vera í.“ Birgir segir rétt farþega á bótum frá Play fara eftir aðstæðum og ákeðnum reglum. Hann beinir því til samninganefnda að finna lausn á málinu. „Ég hlýt bara eins og allir að vona að fólk nái saman. Við berum virðingu fyrir stéttabaráttunni og kjaraviðræðum og skil að þetta sé erfitt mál. En það verður líka að horfa á stóru myndina og ég beini því til Isavia og SA að semja sem fyrst.“
Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Verkfall flugumferðarstjóra skollið á Verkfall flugumferðarstjóra skall á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. 12. desember 2023 06:24 Fundi flugumferðarstjóra og SA frestað til morguns Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Isavia, í Karphúsinu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun. 11. desember 2023 22:08 Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Verkfall flugumferðarstjóra skollið á Verkfall flugumferðarstjóra skall á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. 12. desember 2023 06:24
Fundi flugumferðarstjóra og SA frestað til morguns Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Isavia, í Karphúsinu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun. 11. desember 2023 22:08
Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10