Lyfjameðferð í skaðaminnkandi tilgangi? Kristín Davíðsdóttir skrifar 11. desember 2023 23:35 Í nýlegri frétt á Vísi kemur fram að læknirinn Árni Tómas Ragnarsson hafi skrifað út lyf til handa einum veikasta hópi samfélagsins í skaðaminnkandi tilgangi um nokkurt skeið. Þetta eru einstaklingar sem hann hefur væntanlega af sinni læknisfræðilegu kunnáttu metið og í framhaldinu veitt þeim þá meðferð sem hann hefur talið besta fyrir hvern og einn. Haft er eftir Árna Tómasi, sem hefur starfað sem læknir í 40 ár, að í starfi hans sem slíkur felist m.a. að minnka þann skaða er af sjúkdómi hlýst sem og að láta fólki líða betur. Þetta samræmist vissulega lögum um réttindi sjúklinga frá 1997 hvar segir í 23.grein að lina skuli þjáningar sjúklings eins og þekking á hverjum tíma frekast leyfir. Þá er einnig starfshópur að störfum á vegum Heilbrigðisráðuneytisins sem vinnur að mótun heildrænnar skaðaminnkunarstefnu varðandi einstaklinga sem nota vímuefni. Engin slík stefna er til hérlendis en flestum þeim er starfa með einstaklingum sem nota vímuefni er þó ljóst að þörfin á heildrænni stefnu og bættri þjónustu er gríðarleg. Nú er svo komið að Landlæknisembættið hefur takmarkað leyfi Árna Tómasar og getur hann því ekki lengur skrifað út lyf til handa þessum hópi. Þessi ákvörðun vekur upp ýmsar spurningar – hvers vegna er hann sviptur leyfinu núna og hvaða þjónusta mun standa sjúklingahópi hans til boða í framhaldinu? Nú veit ég ekki hversu marga einstaklinga um ræðir en væntanlega er það þó nokkur fjöldi. E.t.v. munu einhverjir koma fram með þá hugmynd að þessir einstaklingar geti fengið viðhaldsmeðferð í formi Suboxone eða Buvidal hjá SÁÁ en sú meðferð er veitt á sjúkrahúsinu Vogi. En er það virkilega raunhæft? Hefur Vogur bolmagn til að taka við þessum fjölda nýrra sjúklinga? SÁÁ er nú þegar illa fjármagnið og veitir viðhaldsmeðferð til handa mun fleiri einstaklingum en greitt er fyrir af hinu opinbera. Síðan er það hin hliðin, sú er lýtur að siðferðilega hlutanum og snýr að því hvers sjúklingar hans óska sjálfir. Munu þeir fá annan lækni sem getur þá metið þá og ákveðið meðferð í framhaldi af því eða getur verið að þessum einstaklingum verði einfaldlega bara úthýst þar sem þeir glíma við einn af þessum óþægilegu og erfiðu sjúkdómum? Hver ætlar að bera ábyrgð á því að lögum um réttindi sjúklinga verði framfylgt þannig að hver og einn þessara einstaklinga fái fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni líkt og lögin kveða á um? Mín ágiskun er sú að það verði enginn. Það er einfaldlega það sem þessi hópur er vanur enda í afleitri stöðu til að leita réttar síns. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að hver einn og einasti þeirra einstaklinga sem hlotið hefur læknismeðferð í skaðaminnkandi tilgangi hjá Árna Tómasi eigi að baki sögu sem fæst okkar geta gert okkur í huglund. Það sem gengið hefur á í lífi einstaklings sem kominn er á þann stað að vera háður vímuefnum í æð og það sem viðkomandi þarf að gera til að verða sér úti um efni er lyginni líkast - við erum ekki að tala um eitt og eitt tilfelli, heldur endurtekna niðurlægingu, mjög skaðlega hegðun, afbrot og fleira í þeim dúr. En af því vilja fæstir vita og forrétindablindan byrgir mörgum sýn. Það er útbreidd skoðun að þeir sem noti vímuefni vilji allir fara í meðferð til þess að verða edrú þ.e. að hætta allri neyslu. Mín reynsla af því að vinna með einstaklingum úr þessum hópi er sú að flestir vilji koma undir sig fótunum - eiga öruggt heimili og geta lifað mannsæmandi lífi án þess að neyðast til að gera hluti sem vekja með þeim viðbjóð. Í því getur falist að hætta allri notkun hvers kyns vímugjafa en fólk verður líka að eiga möguleika á að lifa mannsæmandi lífi þó svo að það vilji ekki hætta allri notkun. Slík meðferð er hins vegar ekki í boði hérlendis og í raun eru þau meðferðarúrræði sem standa þessum hópi til boða afar takmörkuð. Afeitrun fer fram á sjúkrahúsinu Vogi og á fíknigeðdeild Landspítalans, en þangað inn komast aðeins einstaklingar sem tilheyra ákveðnum hópi. Staðan er því að sú að þegar einstaklingur hefur farið í tugi meðferða á Vog og árangur verið lítill sem enginn hefur hann ekkert annað val en að fara þangað einu sinni enn - önnur úrræði eru ekki í boði. Hvað segir maður við einstakling sem hefur endurtekið reynt að passa inn í samfélagsgerðina en alltaf mistekist þar sem bakland, stuðningur og eftirfylgd hafa aldrei reynst fullnægjandi. Hvaða svör gefur maður einstaklingi sem finnst lífið einfaldlega allt of sárt til að fara í gegnum það ódeyfður? Getur verið að besta svarið sé einfaldlega það að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur og styðja hann í þeim ákvörðunum sem hann tekur, hvort sem það samræmist okkar siðferðislegu skoðunum eða ekki? Ég skora á yfirvöld að taka mál þessara einstaklinga til skoðunar og veita þeim þann stuðning og þá meðferð sem þau þurfa á þeirra forsendum - að mæta þeim af auðmýkt, án allra fordóma og forræðishyggju. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Lyf Fíkn Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt á Vísi kemur fram að læknirinn Árni Tómas Ragnarsson hafi skrifað út lyf til handa einum veikasta hópi samfélagsins í skaðaminnkandi tilgangi um nokkurt skeið. Þetta eru einstaklingar sem hann hefur væntanlega af sinni læknisfræðilegu kunnáttu metið og í framhaldinu veitt þeim þá meðferð sem hann hefur talið besta fyrir hvern og einn. Haft er eftir Árna Tómasi, sem hefur starfað sem læknir í 40 ár, að í starfi hans sem slíkur felist m.a. að minnka þann skaða er af sjúkdómi hlýst sem og að láta fólki líða betur. Þetta samræmist vissulega lögum um réttindi sjúklinga frá 1997 hvar segir í 23.grein að lina skuli þjáningar sjúklings eins og þekking á hverjum tíma frekast leyfir. Þá er einnig starfshópur að störfum á vegum Heilbrigðisráðuneytisins sem vinnur að mótun heildrænnar skaðaminnkunarstefnu varðandi einstaklinga sem nota vímuefni. Engin slík stefna er til hérlendis en flestum þeim er starfa með einstaklingum sem nota vímuefni er þó ljóst að þörfin á heildrænni stefnu og bættri þjónustu er gríðarleg. Nú er svo komið að Landlæknisembættið hefur takmarkað leyfi Árna Tómasar og getur hann því ekki lengur skrifað út lyf til handa þessum hópi. Þessi ákvörðun vekur upp ýmsar spurningar – hvers vegna er hann sviptur leyfinu núna og hvaða þjónusta mun standa sjúklingahópi hans til boða í framhaldinu? Nú veit ég ekki hversu marga einstaklinga um ræðir en væntanlega er það þó nokkur fjöldi. E.t.v. munu einhverjir koma fram með þá hugmynd að þessir einstaklingar geti fengið viðhaldsmeðferð í formi Suboxone eða Buvidal hjá SÁÁ en sú meðferð er veitt á sjúkrahúsinu Vogi. En er það virkilega raunhæft? Hefur Vogur bolmagn til að taka við þessum fjölda nýrra sjúklinga? SÁÁ er nú þegar illa fjármagnið og veitir viðhaldsmeðferð til handa mun fleiri einstaklingum en greitt er fyrir af hinu opinbera. Síðan er það hin hliðin, sú er lýtur að siðferðilega hlutanum og snýr að því hvers sjúklingar hans óska sjálfir. Munu þeir fá annan lækni sem getur þá metið þá og ákveðið meðferð í framhaldi af því eða getur verið að þessum einstaklingum verði einfaldlega bara úthýst þar sem þeir glíma við einn af þessum óþægilegu og erfiðu sjúkdómum? Hver ætlar að bera ábyrgð á því að lögum um réttindi sjúklinga verði framfylgt þannig að hver og einn þessara einstaklinga fái fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni líkt og lögin kveða á um? Mín ágiskun er sú að það verði enginn. Það er einfaldlega það sem þessi hópur er vanur enda í afleitri stöðu til að leita réttar síns. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að hver einn og einasti þeirra einstaklinga sem hlotið hefur læknismeðferð í skaðaminnkandi tilgangi hjá Árna Tómasi eigi að baki sögu sem fæst okkar geta gert okkur í huglund. Það sem gengið hefur á í lífi einstaklings sem kominn er á þann stað að vera háður vímuefnum í æð og það sem viðkomandi þarf að gera til að verða sér úti um efni er lyginni líkast - við erum ekki að tala um eitt og eitt tilfelli, heldur endurtekna niðurlægingu, mjög skaðlega hegðun, afbrot og fleira í þeim dúr. En af því vilja fæstir vita og forrétindablindan byrgir mörgum sýn. Það er útbreidd skoðun að þeir sem noti vímuefni vilji allir fara í meðferð til þess að verða edrú þ.e. að hætta allri neyslu. Mín reynsla af því að vinna með einstaklingum úr þessum hópi er sú að flestir vilji koma undir sig fótunum - eiga öruggt heimili og geta lifað mannsæmandi lífi án þess að neyðast til að gera hluti sem vekja með þeim viðbjóð. Í því getur falist að hætta allri notkun hvers kyns vímugjafa en fólk verður líka að eiga möguleika á að lifa mannsæmandi lífi þó svo að það vilji ekki hætta allri notkun. Slík meðferð er hins vegar ekki í boði hérlendis og í raun eru þau meðferðarúrræði sem standa þessum hópi til boða afar takmörkuð. Afeitrun fer fram á sjúkrahúsinu Vogi og á fíknigeðdeild Landspítalans, en þangað inn komast aðeins einstaklingar sem tilheyra ákveðnum hópi. Staðan er því að sú að þegar einstaklingur hefur farið í tugi meðferða á Vog og árangur verið lítill sem enginn hefur hann ekkert annað val en að fara þangað einu sinni enn - önnur úrræði eru ekki í boði. Hvað segir maður við einstakling sem hefur endurtekið reynt að passa inn í samfélagsgerðina en alltaf mistekist þar sem bakland, stuðningur og eftirfylgd hafa aldrei reynst fullnægjandi. Hvaða svör gefur maður einstaklingi sem finnst lífið einfaldlega allt of sárt til að fara í gegnum það ódeyfður? Getur verið að besta svarið sé einfaldlega það að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur og styðja hann í þeim ákvörðunum sem hann tekur, hvort sem það samræmist okkar siðferðislegu skoðunum eða ekki? Ég skora á yfirvöld að taka mál þessara einstaklinga til skoðunar og veita þeim þann stuðning og þá meðferð sem þau þurfa á þeirra forsendum - að mæta þeim af auðmýkt, án allra fordóma og forræðishyggju. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun