„Það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 11. desember 2023 21:37 Sorpa hefur fengið öryggisverði til að standa vaktina á endurvinnslustöðinni á Granda vegna óprútinna aðila sem sækja í sjónvörp og dósir. Stöð 2 Færst hefur í aukana að fólk geri sér ferð á eina af endurvinnslustöðvum Sorpu til að stela úr gámum. Samskiptastjóri Sorpu segir slíkar uppákomur nokkrum sinnum hafa endað með átökum og dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til. Endurvinnslustöðin sem um ræðir er í Ánanaustum úti á Granda í Reykjavík og er nokkuð síðan starfsfólk þar varð vart við að fólk væri að taka hluti úr gámum. „Þetta hefur verið að þróast kannski í einhverjar vikur, einhverja mánuði. Á þessu stigi erum við búin að sjá að þetta eru ekki einangruð atvik og það hefur verið dálítill stígandi í þessu og við sjáum að þetta kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, um þjófnað úr gámum. Lögreglan sein á vettvang Um helgina voru öryggisverðir látnir standa vaktina og þurftu þeir að vísa einum manni af svæðinu vegna þessa. „Það hefur slegið í brýnu milli okkar starfsfólks þegar það er að benda á þetta og þessara viðskiptavina,“ sagði Gunnar um átök tengd uppákomum. Hafið þið þurft að kalla til lögreglu út af þessu? „Við höfum gert það já. En því miður hefur viðbragðstími lögreglu ekki verið það fljótur að það hjálpi þannig við þurfum að grípa til þessa ráðs,“ sagði Gunnar um ástæðuna fyrir veru öryggisvarða á svæðinu. Raftæki og sjónvörp tekin ófrjálsri hendi Nokkur hefur verið um það að fólk fari ofan í endurvinnsludóm Grænna skáta til að taka þaðan dósir en það er ekki það eina sem fólk hefur verið að hnupla. „Fyrst og fremst höfum verið að lenda í því að fólk er að taka flöskur og dósir. Það er ásókn í það en svo líka sjónvörp og önnur raftæki sem fólk tekur ófrjálsri hendi og það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur,“ sagði Gunnar. Það kemur ekki til greina að leyfa fólki að taka sjónvörpin fyrst það er verið að gefa þau? „Nei, það er ekki í boði. Þau eru tekin og seld í Góða hriðinum þar sem er búið að fara yfir þau og kanna hvort þau séu í lagi. Þannig það er réttur farvegur fyrir þessa vöru,“ sagði Gunnar að lokum. Sorpa Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Endurvinnslustöðin sem um ræðir er í Ánanaustum úti á Granda í Reykjavík og er nokkuð síðan starfsfólk þar varð vart við að fólk væri að taka hluti úr gámum. „Þetta hefur verið að þróast kannski í einhverjar vikur, einhverja mánuði. Á þessu stigi erum við búin að sjá að þetta eru ekki einangruð atvik og það hefur verið dálítill stígandi í þessu og við sjáum að þetta kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, um þjófnað úr gámum. Lögreglan sein á vettvang Um helgina voru öryggisverðir látnir standa vaktina og þurftu þeir að vísa einum manni af svæðinu vegna þessa. „Það hefur slegið í brýnu milli okkar starfsfólks þegar það er að benda á þetta og þessara viðskiptavina,“ sagði Gunnar um átök tengd uppákomum. Hafið þið þurft að kalla til lögreglu út af þessu? „Við höfum gert það já. En því miður hefur viðbragðstími lögreglu ekki verið það fljótur að það hjálpi þannig við þurfum að grípa til þessa ráðs,“ sagði Gunnar um ástæðuna fyrir veru öryggisvarða á svæðinu. Raftæki og sjónvörp tekin ófrjálsri hendi Nokkur hefur verið um það að fólk fari ofan í endurvinnsludóm Grænna skáta til að taka þaðan dósir en það er ekki það eina sem fólk hefur verið að hnupla. „Fyrst og fremst höfum verið að lenda í því að fólk er að taka flöskur og dósir. Það er ásókn í það en svo líka sjónvörp og önnur raftæki sem fólk tekur ófrjálsri hendi og það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur,“ sagði Gunnar. Það kemur ekki til greina að leyfa fólki að taka sjónvörpin fyrst það er verið að gefa þau? „Nei, það er ekki í boði. Þau eru tekin og seld í Góða hriðinum þar sem er búið að fara yfir þau og kanna hvort þau séu í lagi. Þannig það er réttur farvegur fyrir þessa vöru,“ sagði Gunnar að lokum.
Sorpa Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira