Segir ríkisstjórnina standa á brauðfótum Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2023 11:59 Lyklaskipti hjá ríkisstjórninni en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Jón Gunnarssyni í dómsmálaráðuneytinu. Ljóst er að Jón sér ekki fram á að ríkisstjórnin eigi sér mikla framtíð. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var afar opinskár í Bítinu í morgun. Þar sagði hann brýn verkefni framundan og hann treysti einfaldlega ekki ríkisstjórninni til að koma þeim í hús. Jón ræddi orkumálin lengstum og sagði komið upp neyðarástand. Það væri ekki hægt að virkja og því gæti komið til skerðinga hjá heimilum. Hann taldi einsýnt að koma þyrfti upp einhverjum meirihluta á þinginu sem gæti keyrt það mál áfram fram hjá ríkisstórninni. „Ég hef enga trú á því að þessi ríkisstjórn geri það.“ Vinstri grænir stöðva öll mál Hann sagði spurður að það yrði bara að koma í ljós hvaða meirihluti það yrði, en það væri hægt að finna meirihluta fyrir þessu á þinginu. En það eru þá bara Vinstri grænir sem stoppa þetta í ríkisstjórninni? „Já, og Samfylkingin hefur verið þarna líka. Þau vilja kannski reyna að endurskrifa söguna núna. En það er mjög nærtækt að hugsa til þess að við erum komin í þá stöðu að við þurfum að skerða heitt vatn til íbúa á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Jón og hélt áfram: „Það er ekki nema á annað ár síðan að þáverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur til margra ára sagði hér við þjóðina hvað eftir annað að við þurfum ekki að meiri orkuframleiðslu. Þið munið örugglega eftir því. Afleiðingin núna er að það þarf að skerða heitt vatn á köldum dögum.“ Vinstri græn stoppa þetta í ríkisstjórn en það eru aðrir flokkar á þingi sem myndu kannski samþykkja þetta. Hvað ertu að reyna að segja, ertu að tala um nýtt ríkisstjórnarsamstarf? Að Vinstri græn þurfi hreinlega að víkja úr ríkisstjórn? „Um þessi mál þarf að nást samstaða í þinginu. Þingið ber bara þá ábyrgð að taka á þessu neyðarástandi sem er að skapast. Hvort það gerist með því að það þurfi að fara í kosningar, sem ég held að væri óheppilegt á þessum tíma eða að við náum einhvers konar öðru samstarfi um þessi mál? Þingið getur ekki vikið sér undan þessari ábyrgð.“ Alvarlegir brestir í ríkisstjórnarsamstarfinu Væri hægt að spyrja þjóðina beint? „Ég held að þjóðin svari þessu afgerandi. Ég held að það þurfi ekkert að spyrja hana. Við berum þessa ábyrgð.“ En ef þið getið ekki komið ykkur saman er kannski allt í lagi að spyrja þjóðina, stöku sinnum? „Það eru auðvitað alvarlegir brestir í þessari ríkisstjórn. Við sjáum hvernig matvælaráðherra hefur verið að setja fram frumvörp án nokkurs samráðs. Í stórum málum eins og fiskveiðistjórnunarmálum sem þjóðin er sammála um að taka á en hún er að setja saman mjög afgerandi tillögur sem verða erfiðar fyrir okkur og Framsókn. Án nokkurs samráðs. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Ljóst er að Sjálfstæðismenn eru afar ósáttir við ýmislegt sem hún hefur gert án alls samráðs sem ráðherra.vísir/Ívar Fannar Hún kemur með það sama í laxeldinu og hún kemur með hvalveiðibann í sumar … þessi vinnubrögð eru náttúrlega ekki að stuðla að trausti milli þessara ríkisstjórnarflokka.“ Þið virðist vera sammála um nánast ekki neitt. Hvernig nennið þið að halda þessu áfram? „Það er ákveðin stöðnun í kerfinu. Það blasir við öllum. Það er ekki mitt að sitja hér með ykkur og tala í útvarp sem þúsundir eða tugþúsundir eru að hlusta á og vera eitthvað að fegra hlutina.“ En þú ert pirraður á þessu stjórnarsamstarfi? „Já, ég er pirraður. Ég horfi bara uppá þessi verkefni sem verður að leysa og ég treysti ekki þessari ríkisstjórn til að leysa þau. Það er bara staðan og þetta geta allir sagt sér sjálfir sem fylgjast með pólitík.“ Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Orkumál Hvalveiðar Sjókvíaeldi Bítið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Jón ræddi orkumálin lengstum og sagði komið upp neyðarástand. Það væri ekki hægt að virkja og því gæti komið til skerðinga hjá heimilum. Hann taldi einsýnt að koma þyrfti upp einhverjum meirihluta á þinginu sem gæti keyrt það mál áfram fram hjá ríkisstórninni. „Ég hef enga trú á því að þessi ríkisstjórn geri það.“ Vinstri grænir stöðva öll mál Hann sagði spurður að það yrði bara að koma í ljós hvaða meirihluti það yrði, en það væri hægt að finna meirihluta fyrir þessu á þinginu. En það eru þá bara Vinstri grænir sem stoppa þetta í ríkisstjórninni? „Já, og Samfylkingin hefur verið þarna líka. Þau vilja kannski reyna að endurskrifa söguna núna. En það er mjög nærtækt að hugsa til þess að við erum komin í þá stöðu að við þurfum að skerða heitt vatn til íbúa á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Jón og hélt áfram: „Það er ekki nema á annað ár síðan að þáverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur til margra ára sagði hér við þjóðina hvað eftir annað að við þurfum ekki að meiri orkuframleiðslu. Þið munið örugglega eftir því. Afleiðingin núna er að það þarf að skerða heitt vatn á köldum dögum.“ Vinstri græn stoppa þetta í ríkisstjórn en það eru aðrir flokkar á þingi sem myndu kannski samþykkja þetta. Hvað ertu að reyna að segja, ertu að tala um nýtt ríkisstjórnarsamstarf? Að Vinstri græn þurfi hreinlega að víkja úr ríkisstjórn? „Um þessi mál þarf að nást samstaða í þinginu. Þingið ber bara þá ábyrgð að taka á þessu neyðarástandi sem er að skapast. Hvort það gerist með því að það þurfi að fara í kosningar, sem ég held að væri óheppilegt á þessum tíma eða að við náum einhvers konar öðru samstarfi um þessi mál? Þingið getur ekki vikið sér undan þessari ábyrgð.“ Alvarlegir brestir í ríkisstjórnarsamstarfinu Væri hægt að spyrja þjóðina beint? „Ég held að þjóðin svari þessu afgerandi. Ég held að það þurfi ekkert að spyrja hana. Við berum þessa ábyrgð.“ En ef þið getið ekki komið ykkur saman er kannski allt í lagi að spyrja þjóðina, stöku sinnum? „Það eru auðvitað alvarlegir brestir í þessari ríkisstjórn. Við sjáum hvernig matvælaráðherra hefur verið að setja fram frumvörp án nokkurs samráðs. Í stórum málum eins og fiskveiðistjórnunarmálum sem þjóðin er sammála um að taka á en hún er að setja saman mjög afgerandi tillögur sem verða erfiðar fyrir okkur og Framsókn. Án nokkurs samráðs. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Ljóst er að Sjálfstæðismenn eru afar ósáttir við ýmislegt sem hún hefur gert án alls samráðs sem ráðherra.vísir/Ívar Fannar Hún kemur með það sama í laxeldinu og hún kemur með hvalveiðibann í sumar … þessi vinnubrögð eru náttúrlega ekki að stuðla að trausti milli þessara ríkisstjórnarflokka.“ Þið virðist vera sammála um nánast ekki neitt. Hvernig nennið þið að halda þessu áfram? „Það er ákveðin stöðnun í kerfinu. Það blasir við öllum. Það er ekki mitt að sitja hér með ykkur og tala í útvarp sem þúsundir eða tugþúsundir eru að hlusta á og vera eitthvað að fegra hlutina.“ En þú ert pirraður á þessu stjórnarsamstarfi? „Já, ég er pirraður. Ég horfi bara uppá þessi verkefni sem verður að leysa og ég treysti ekki þessari ríkisstjórn til að leysa þau. Það er bara staðan og þetta geta allir sagt sér sjálfir sem fylgjast með pólitík.“
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Orkumál Hvalveiðar Sjókvíaeldi Bítið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira