Gleymda fólkið Anita da Silva Bjarnadóttir. skrifar 11. desember 2023 16:01 Heill og sæll hæstvirtur landlæknir. Nú er komin upp sú staða að gigtarlæknirinn minn og margra, maður sem sór eið til að lækna og bjargar lífi og geðheilsu okkar verkjasjúklinga sem annars mæta engum skilning og engu nema fordómum í þessu skelfilega heilbrigðiskerfi þínu, hefur verið sviptur lyfjaréttindum. Árni Tómas Ragnarsson. Yndislegur maður og einn af örfáum læknum með hjartað a réttum stað og allur af vilja gerður til að hlusta, trúa og lækna. Hann er sviptur fyrir það eitt að segja satt og standa vörð um okkar veikasta fólk- fíklana. Fíkla sem hafa fengið meðferð hjá honum og þar af leiðandi náð tökum á lífi sínu. Fíklum sem voru á götunni og fjárhagsleg byrgði á kerfinu, en með meðferð og skilning náð tökum og eignast heimili, vinnur og líf. En þar vandast málin því hann sinnir einnig fólki eins og mér. Alvarlegum verkjasjúkling sem eins og fíklarnir, mæti fordómum, neitun og skilningsleysi vegna sjúkdóms sem ég ber ekki utan á mér. Ég er alltaf vel til höfð, sæist aldrei á mér að ég ligg í rúminu að kveljast ef ég fer út á meðal fólks. Ég þarf að velja og hafna hvað ég geri af því ég þarf alltaf að borga líkamlega fyrir allt næsta dag. Sjúklingur sem hefur aldrei misnotað lyfin sín, en er nú í lausu lofti með aðstoð eða hvert á að leita til þess að fá sín lyf og getað verið partur af samfélaginu- unnið, séð um barnið mitt og hreyft mig. Og við erum mörg sem stöndum nú frammi fyrir að vera með í maganum yfir því að þurfa annað hvort að vera á löngum biðlista eftir nýjum gigtarlækni sem líklegast sýnir heldur engan skilning þar sem vefjagigt er meira taugasjúkdómur en gigt og því ekki nóg að taka eina íbúfen og fara í heitt bað eða göngutúr. Eða, að þurfa að stífla heilsugæslurnar í leit að heimilislækni sem er til í að hlusta og halda sömu meðferð áfram- þetta er ekki boðlegt. Það er ekki boðlegt og hreint út sagt ógeðslegt að við sem ekki erum fíklar þurfum að leita og bíða og vona að fá hjálp, vegna örfárra sem misnota lyf. Þar sem jú það er bara mjög lítil prósenta fólks. Hvað með okkur hin? Fyrir utan að nú munið þið hafa það blóð á ykkar höndum að þeir fíklar sem fengu meðferð fara út á götu og kaupa sér fentanyl og deyja. En ykkur er sama um þennan hóp að sjálfsögðu. Ég skora á þig að veita honum aftur leyfi til að sinna sínum verkjasjúklingum þó hann fengi ekki að hjálpa fíklunum. Þetta er skammarlegt og vanhæf ákvörðun þar sem hann er sirkabát eini gigtarlæknirinn sem að sérhæfir sig í, og skilur vefjagigt og hversu viðbjóðslega sár og hamlandi sjúkdómur þetta er. Það mun kosta ríkið ansi háar fjárhæðir að gera það ekki og mun stífla allt kerfið að þurfa leita til fagaðila sem þekkja þennan sjúkdóm ekki neitt. Svo ég tali nú ekki um alla sem munu þurfa örorku vegna þess að læknar eru ekki að sinna þessum hóp og að verkjastilla þá, sem þarf til að geta tekið þátt í samfélaginu. Þið kannski viljið að verkjasjúklingar liggi heima og séu ekki fyrir, á bótum og jafnvel leita á svartan markað fyrir verkjastillingu. Við bökkum ekki með þetta og gerum veður yfir þessu í fjölmiðlum ef þetta verður svona. Það verða mótmæli á morgun þar sem við munum bera skilti og skora á ykkur að veita læknum rými til að sinna ÖLLUM. Árni Tómas Ragnarsson er einn örfárra lækna sem þið ættuð að vera ánægð með, hann sór Hippókratesareið þess efnis að sinna sjúkum og hefur gert með skilning, mannúð og samúð í fyrirrúmi. Eitthvað sem hæstvirt embætti mætti taka til sín. Mbk Anita da Silva Bjarnadóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lyf Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Heill og sæll hæstvirtur landlæknir. Nú er komin upp sú staða að gigtarlæknirinn minn og margra, maður sem sór eið til að lækna og bjargar lífi og geðheilsu okkar verkjasjúklinga sem annars mæta engum skilning og engu nema fordómum í þessu skelfilega heilbrigðiskerfi þínu, hefur verið sviptur lyfjaréttindum. Árni Tómas Ragnarsson. Yndislegur maður og einn af örfáum læknum með hjartað a réttum stað og allur af vilja gerður til að hlusta, trúa og lækna. Hann er sviptur fyrir það eitt að segja satt og standa vörð um okkar veikasta fólk- fíklana. Fíkla sem hafa fengið meðferð hjá honum og þar af leiðandi náð tökum á lífi sínu. Fíklum sem voru á götunni og fjárhagsleg byrgði á kerfinu, en með meðferð og skilning náð tökum og eignast heimili, vinnur og líf. En þar vandast málin því hann sinnir einnig fólki eins og mér. Alvarlegum verkjasjúkling sem eins og fíklarnir, mæti fordómum, neitun og skilningsleysi vegna sjúkdóms sem ég ber ekki utan á mér. Ég er alltaf vel til höfð, sæist aldrei á mér að ég ligg í rúminu að kveljast ef ég fer út á meðal fólks. Ég þarf að velja og hafna hvað ég geri af því ég þarf alltaf að borga líkamlega fyrir allt næsta dag. Sjúklingur sem hefur aldrei misnotað lyfin sín, en er nú í lausu lofti með aðstoð eða hvert á að leita til þess að fá sín lyf og getað verið partur af samfélaginu- unnið, séð um barnið mitt og hreyft mig. Og við erum mörg sem stöndum nú frammi fyrir að vera með í maganum yfir því að þurfa annað hvort að vera á löngum biðlista eftir nýjum gigtarlækni sem líklegast sýnir heldur engan skilning þar sem vefjagigt er meira taugasjúkdómur en gigt og því ekki nóg að taka eina íbúfen og fara í heitt bað eða göngutúr. Eða, að þurfa að stífla heilsugæslurnar í leit að heimilislækni sem er til í að hlusta og halda sömu meðferð áfram- þetta er ekki boðlegt. Það er ekki boðlegt og hreint út sagt ógeðslegt að við sem ekki erum fíklar þurfum að leita og bíða og vona að fá hjálp, vegna örfárra sem misnota lyf. Þar sem jú það er bara mjög lítil prósenta fólks. Hvað með okkur hin? Fyrir utan að nú munið þið hafa það blóð á ykkar höndum að þeir fíklar sem fengu meðferð fara út á götu og kaupa sér fentanyl og deyja. En ykkur er sama um þennan hóp að sjálfsögðu. Ég skora á þig að veita honum aftur leyfi til að sinna sínum verkjasjúklingum þó hann fengi ekki að hjálpa fíklunum. Þetta er skammarlegt og vanhæf ákvörðun þar sem hann er sirkabát eini gigtarlæknirinn sem að sérhæfir sig í, og skilur vefjagigt og hversu viðbjóðslega sár og hamlandi sjúkdómur þetta er. Það mun kosta ríkið ansi háar fjárhæðir að gera það ekki og mun stífla allt kerfið að þurfa leita til fagaðila sem þekkja þennan sjúkdóm ekki neitt. Svo ég tali nú ekki um alla sem munu þurfa örorku vegna þess að læknar eru ekki að sinna þessum hóp og að verkjastilla þá, sem þarf til að geta tekið þátt í samfélaginu. Þið kannski viljið að verkjasjúklingar liggi heima og séu ekki fyrir, á bótum og jafnvel leita á svartan markað fyrir verkjastillingu. Við bökkum ekki með þetta og gerum veður yfir þessu í fjölmiðlum ef þetta verður svona. Það verða mótmæli á morgun þar sem við munum bera skilti og skora á ykkur að veita læknum rými til að sinna ÖLLUM. Árni Tómas Ragnarsson er einn örfárra lækna sem þið ættuð að vera ánægð með, hann sór Hippókratesareið þess efnis að sinna sjúkum og hefur gert með skilning, mannúð og samúð í fyrirrúmi. Eitthvað sem hæstvirt embætti mætti taka til sín. Mbk Anita da Silva Bjarnadóttir.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun