„Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg“ Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2023 19:14 Dagbjört Ósk Steindórsdóttir og Gunnar Ingi Valgeirsson voru meðal þeirra sem skipulögðu mótmælin. Vísir/Steingrímur Dúi Aðstandendur fíkla boðuðu til mótmæla á Austurvelli í dag. Fluttar voru kröftugar ræður og kröfðust mótmælendur breytinga í kerfinu. Baulað var á heilbrigðisráðherra sem var þó ekki á staðnum. Mótmælin voru skipulögð af nýstofnuðum samtökum aðstandenda og fíknisjúkra. Krafa skipuleggjenda var sú að stjórnvöld hættu að hunsa þann vanda sem fíknisjúkdómurinn er í íslensku samfélagi og að sett verði upp ríkisrekin afeitrunarstöð. Meðal ræðumanna voru Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Geir Ólafsson söngvari. Gestir lögðu rósir við tröppur Alþingishússins til þess að minnast ástvina sem þeir höfðu misst vegna fíknisjúkdóms. Rósir voru lagðar á tröppurnar við Alþingishúsið.Vísir/Steingrímur Dúi „Það eru búnar að vera flottar ræður sem koma inn á mjög marga hluti. Eins og með bílslysin. Ef við værum að missa áttatíu til hundrað í bílslysum á ári væri búið að setja tugi milljarða í að laga það. En við erum að missa þennan fjölda úr fíknisjúkdómum og það er ekki verið að gera neitt nema að skera niður. Það er kominn tími til að stjórnvöld beri ábyrgð,“ segir Gunnar Ingi Valgeirsson, einn skipuleggjenda mótmælanna. Önnur sem skipulagði mótmælin segir ræðurnar hafa verið kröftugar. Hún sjálf á son sem glímir við fíknisjúkdóm. Klippa: Krefjast aðgerða „Ég er búin að hlusta hérna á móður sem er búin að berjast fyrir son sinn í áraraðir, ég er búin að hlusta á móður sem er búin að missa son sinn, ég er búin að hlusta á fangelsissögur. Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg,“ segir Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Skipuleggjendur voru sammála um að heilbrigðisráðherra hefði þurft að láta sjá sig á mótmælunum. „En það er einn maður sem við ætlum ekki að þakka. Það er maðurinn sem lét ekki sjá sig hérna í dag. Það er Willum Þór heilbrigðisráðherra sem hefði átt að vera hérna og hlusta á fólkið tala,“ sagði Gunnar Ingi uppi í pontu við mikinn fögnuð þeirra sem voru viðstaddir. Fíkn Reykjavík Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Mótmælin voru skipulögð af nýstofnuðum samtökum aðstandenda og fíknisjúkra. Krafa skipuleggjenda var sú að stjórnvöld hættu að hunsa þann vanda sem fíknisjúkdómurinn er í íslensku samfélagi og að sett verði upp ríkisrekin afeitrunarstöð. Meðal ræðumanna voru Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Geir Ólafsson söngvari. Gestir lögðu rósir við tröppur Alþingishússins til þess að minnast ástvina sem þeir höfðu misst vegna fíknisjúkdóms. Rósir voru lagðar á tröppurnar við Alþingishúsið.Vísir/Steingrímur Dúi „Það eru búnar að vera flottar ræður sem koma inn á mjög marga hluti. Eins og með bílslysin. Ef við værum að missa áttatíu til hundrað í bílslysum á ári væri búið að setja tugi milljarða í að laga það. En við erum að missa þennan fjölda úr fíknisjúkdómum og það er ekki verið að gera neitt nema að skera niður. Það er kominn tími til að stjórnvöld beri ábyrgð,“ segir Gunnar Ingi Valgeirsson, einn skipuleggjenda mótmælanna. Önnur sem skipulagði mótmælin segir ræðurnar hafa verið kröftugar. Hún sjálf á son sem glímir við fíknisjúkdóm. Klippa: Krefjast aðgerða „Ég er búin að hlusta hérna á móður sem er búin að berjast fyrir son sinn í áraraðir, ég er búin að hlusta á móður sem er búin að missa son sinn, ég er búin að hlusta á fangelsissögur. Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg,“ segir Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Skipuleggjendur voru sammála um að heilbrigðisráðherra hefði þurft að láta sjá sig á mótmælunum. „En það er einn maður sem við ætlum ekki að þakka. Það er maðurinn sem lét ekki sjá sig hérna í dag. Það er Willum Þór heilbrigðisráðherra sem hefði átt að vera hérna og hlusta á fólkið tala,“ sagði Gunnar Ingi uppi í pontu við mikinn fögnuð þeirra sem voru viðstaddir.
Fíkn Reykjavík Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira