„Myndi ekki segja að þetta væri skref niður á við“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2023 22:47 Ýmir Örn er á leið til Göppingen. VÍSIR/VILHELM Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður í handbolta, mun færa sig um set í Þýskalandi að yfirstandandi leiktíð lokinni. Hann vildi komast í nýtt umhverfi og flyst um 100 kílómetra suður, til Göppingen. Ýmir Örn fór frá Val til Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi árið 2020. Samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina og fannst honum réttast að breyta til og flytja suður til Göppingen. „Ég sjálfur var tilbúinn og langaði í eitthvað nýtt. Löwen hafa ekki sagt neitt við mig í langan tíma og Göppingen talaði við mig mjög snemma í haust. Hitti þá og átti mjög góðan fund með þeim. Eftir þann fund, hafandi fengið að sjá allt og skoða allt var ég mjög ánægður með þetta. Gekk frekar hratt fyrir sig eftir það,“ sagði Ýmir Örn í viðtali við Stöð 2 og Vísi. „Maður hefur spilað nokkrum sinnum þarna, alltaf mjög stemning og frábær staður til að búa á held ég. Heild yfir er ég mjög glaður með þetta.“ Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var inn í lúppunn meðan Ýmir Örn átti í viðræðum við Göppingen. Snorri Steinn þjálfaði línumanninn um þriggja ára skeið áður en Ýmir Örn hélt til Þýskalands. „Ég var alveg búinn að ræða við hann og spyrja hann út í þetta. Höfum alltaf átt gott samband hvað það varðar. Hann vissi af þessu.“ Fær stærra hlutverk „Má alveg segja að Löwen sé stærri klúbbur þannig séð en þarna ertu samt að koma inn í klúbb með mikla sögu og með frábært stuðningsfólk. Svo er deildin mjög jöfn, í fyrra eða árið áður enda þeir í 5. sæti og fara í Evrópukeppni. Þá vorum við ekki þar, þetta breytist á milli ára.“ „Myndi ekki segja að þetta væri skref niður á við þar sem ég fæ stærra hlutverk og fæ að spila meira. Ef ég stend mig,“ sagði Ýmir Örn að lokum. Handbolti Þýski handboltinn Tengdar fréttir Ýmir fer til Göppingen: „Mikilvægur í vörn og sókn“ Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason söðlar um í Þýskalandi næsta sumar og gengur í raðir Göppingen frá Rhein-Neckar Löwen. Honum er ætlað stórt hlutverk í nýja liðinu. 8. desember 2023 10:26 Ýmir yfirgefur Löwen en verður áfram í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn í handbolta, Ýmir Örn Gíslason, yfirgefur Rhein-Neckar Löwen næsta sumar. Hann hefur leikið með liðinu síðan í febrúar 2020. 8. desember 2023 09:19 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira
Ýmir Örn fór frá Val til Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi árið 2020. Samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina og fannst honum réttast að breyta til og flytja suður til Göppingen. „Ég sjálfur var tilbúinn og langaði í eitthvað nýtt. Löwen hafa ekki sagt neitt við mig í langan tíma og Göppingen talaði við mig mjög snemma í haust. Hitti þá og átti mjög góðan fund með þeim. Eftir þann fund, hafandi fengið að sjá allt og skoða allt var ég mjög ánægður með þetta. Gekk frekar hratt fyrir sig eftir það,“ sagði Ýmir Örn í viðtali við Stöð 2 og Vísi. „Maður hefur spilað nokkrum sinnum þarna, alltaf mjög stemning og frábær staður til að búa á held ég. Heild yfir er ég mjög glaður með þetta.“ Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var inn í lúppunn meðan Ýmir Örn átti í viðræðum við Göppingen. Snorri Steinn þjálfaði línumanninn um þriggja ára skeið áður en Ýmir Örn hélt til Þýskalands. „Ég var alveg búinn að ræða við hann og spyrja hann út í þetta. Höfum alltaf átt gott samband hvað það varðar. Hann vissi af þessu.“ Fær stærra hlutverk „Má alveg segja að Löwen sé stærri klúbbur þannig séð en þarna ertu samt að koma inn í klúbb með mikla sögu og með frábært stuðningsfólk. Svo er deildin mjög jöfn, í fyrra eða árið áður enda þeir í 5. sæti og fara í Evrópukeppni. Þá vorum við ekki þar, þetta breytist á milli ára.“ „Myndi ekki segja að þetta væri skref niður á við þar sem ég fæ stærra hlutverk og fæ að spila meira. Ef ég stend mig,“ sagði Ýmir Örn að lokum.
Handbolti Þýski handboltinn Tengdar fréttir Ýmir fer til Göppingen: „Mikilvægur í vörn og sókn“ Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason söðlar um í Þýskalandi næsta sumar og gengur í raðir Göppingen frá Rhein-Neckar Löwen. Honum er ætlað stórt hlutverk í nýja liðinu. 8. desember 2023 10:26 Ýmir yfirgefur Löwen en verður áfram í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn í handbolta, Ýmir Örn Gíslason, yfirgefur Rhein-Neckar Löwen næsta sumar. Hann hefur leikið með liðinu síðan í febrúar 2020. 8. desember 2023 09:19 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira
Ýmir fer til Göppingen: „Mikilvægur í vörn og sókn“ Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason söðlar um í Þýskalandi næsta sumar og gengur í raðir Göppingen frá Rhein-Neckar Löwen. Honum er ætlað stórt hlutverk í nýja liðinu. 8. desember 2023 10:26
Ýmir yfirgefur Löwen en verður áfram í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn í handbolta, Ýmir Örn Gíslason, yfirgefur Rhein-Neckar Löwen næsta sumar. Hann hefur leikið með liðinu síðan í febrúar 2020. 8. desember 2023 09:19