Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2023 19:51 Ísraelskir hermenn afklæddu tugi palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru handjárnaðir fyrir aftan bak, bundið var fyrir augu þeirra og þeir látnir krjúpa niður á hnén í sandinn. AP Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. Í yfirlýsingu frá ísraelskum hermálayfirvöldum segir að mennirnir hafi fundist á svæði þar sem bardagar við Hamas-liða hafi staðið yfir. Til stæði að yfirheyra mennina í leit hersins að Hamas-liðum. Aðstandendur manna úr hópnum hafna tengslum við samtökin. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja Ísraelsher hafa handtekið mennina í skóla sem búið var að breyta í skýli. Í hópnum voru einnig drengir undir átján ára aldri og voru þeir yngstu ekki nema fimmtán ára gamlir. Fordæmalaus ákvörðun vegna fordæmalausra aðstæðna Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur rætt stöðuna á Gasa í dag eftir að Antonio Guterres, aðalritari SÞ, virkjaði 99. grein stofnsáttmála þeirra í fyrradag. Þegar hann ávarpaði ráðið í dag sagðist hann hafa gert það sökum allsherjarhruns mannúðaraðstoðar á svæðinu. „Skilyrði fyrir virkri mannúðaraðstoð eru ekki lengur fyrir hendi. Samkvæmt Matvælaáætlun SÞ er alvarleg hætta á hungursneyð,“ sagði Guterres við ráðið í dag. „Þær aðstæður sem ég lýsti eru fordæmalausar og því tók ég þá fordæmalausu ákvörðun að virkja ákvæði 99. greinar sem hvetur aðila Öryggisráðsins til að þrýsta á um að afstýra mannlegum hörmungum og biðja um að vopnahléi af mannúðaraðstæðum verði lýst yfir,“ sagði hann við Öryggisráðið. Látlausar árásir Ísraelshers hafa haldið áfram og algjör skortur er á nauðsynjum. Suðurhluti Gasa er yfirfullur eftir að Ísraelsher gerði íbúum norðurhlutans að yfirgefa heimili sín og fara suður. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið í kvöldfréttum Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Í yfirlýsingu frá ísraelskum hermálayfirvöldum segir að mennirnir hafi fundist á svæði þar sem bardagar við Hamas-liða hafi staðið yfir. Til stæði að yfirheyra mennina í leit hersins að Hamas-liðum. Aðstandendur manna úr hópnum hafna tengslum við samtökin. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja Ísraelsher hafa handtekið mennina í skóla sem búið var að breyta í skýli. Í hópnum voru einnig drengir undir átján ára aldri og voru þeir yngstu ekki nema fimmtán ára gamlir. Fordæmalaus ákvörðun vegna fordæmalausra aðstæðna Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur rætt stöðuna á Gasa í dag eftir að Antonio Guterres, aðalritari SÞ, virkjaði 99. grein stofnsáttmála þeirra í fyrradag. Þegar hann ávarpaði ráðið í dag sagðist hann hafa gert það sökum allsherjarhruns mannúðaraðstoðar á svæðinu. „Skilyrði fyrir virkri mannúðaraðstoð eru ekki lengur fyrir hendi. Samkvæmt Matvælaáætlun SÞ er alvarleg hætta á hungursneyð,“ sagði Guterres við ráðið í dag. „Þær aðstæður sem ég lýsti eru fordæmalausar og því tók ég þá fordæmalausu ákvörðun að virkja ákvæði 99. greinar sem hvetur aðila Öryggisráðsins til að þrýsta á um að afstýra mannlegum hörmungum og biðja um að vopnahléi af mannúðaraðstæðum verði lýst yfir,“ sagði hann við Öryggisráðið. Látlausar árásir Ísraelshers hafa haldið áfram og algjör skortur er á nauðsynjum. Suðurhluti Gasa er yfirfullur eftir að Ísraelsher gerði íbúum norðurhlutans að yfirgefa heimili sín og fara suður. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið í kvöldfréttum
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira