Óheimilt verði að fljúga með hunda og ketti í farþegarými Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2023 12:39 Markmið reglugerðarinnar er að tryggja heilbrigði dýra og manna með því að fyrirbyggja að smitsjúkdómar berist til landsins. Myndin er úr safni. Getty Óheimilt verður að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla samkvæmt drögum að breytingu á reglugerð um innflutning hunda og katta. Drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Á vef Icelandair segir nú að hægt hafi verið að bóka ketti, hunda og önnur gæludýr í flutning á sérstökum loftræstum flutningssvæðum í farangursrými vélarinnar í flestu flugi Icelandair, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Á vef Play segir að ekki sé boðið upp á flutning dýra, nema þá leiðsögu og þjónustuhunda. Um reglugerðina segir að hún hafi það að markmiði að tryggja heilbrigði dýra og manna með því að fyrirbyggja að smitsjúkdómar berist til landsins. „Tillögurnar eru byggðar á mati og greiningu Matvælastofnunar. Breytingarnar sem lagðar eru til á gildandi regluverki lúta að því að samræma ákvæði reglugerðarinnar og laga nr. 54/1990 um innflutning dýra og að því að tryggja að markmiði regluverksins sé gætt um að fyrirbyggja að smitsjúkdómar berist til landsins. Einnig lúta breytingarnar að því hlutverki Matvælastofnunar að endurmeta reglulega Viðauka I, þ.e. landlista og flokkun útflutningslanda m.t.t. dýrasjúkdómastöðu.“ Samkvæmt drögunum að breytingum verður Matvælastofnun einnig gert heimilt að gefa kost á að dýr sem flutt séu inn ólöglega eða uppfylli ekki innflutningsskilyrði verði send úr landi sé smitvörnum ekki ógnað. Núgildandi grein kveður einungis á um að dýrinu skuli fargað. Fréttir af flugi Gæludýr Dýr Hundar Kettir Dýraheilbrigði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Á vef Icelandair segir nú að hægt hafi verið að bóka ketti, hunda og önnur gæludýr í flutning á sérstökum loftræstum flutningssvæðum í farangursrými vélarinnar í flestu flugi Icelandair, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Á vef Play segir að ekki sé boðið upp á flutning dýra, nema þá leiðsögu og þjónustuhunda. Um reglugerðina segir að hún hafi það að markmiði að tryggja heilbrigði dýra og manna með því að fyrirbyggja að smitsjúkdómar berist til landsins. „Tillögurnar eru byggðar á mati og greiningu Matvælastofnunar. Breytingarnar sem lagðar eru til á gildandi regluverki lúta að því að samræma ákvæði reglugerðarinnar og laga nr. 54/1990 um innflutning dýra og að því að tryggja að markmiði regluverksins sé gætt um að fyrirbyggja að smitsjúkdómar berist til landsins. Einnig lúta breytingarnar að því hlutverki Matvælastofnunar að endurmeta reglulega Viðauka I, þ.e. landlista og flokkun útflutningslanda m.t.t. dýrasjúkdómastöðu.“ Samkvæmt drögunum að breytingum verður Matvælastofnun einnig gert heimilt að gefa kost á að dýr sem flutt séu inn ólöglega eða uppfylli ekki innflutningsskilyrði verði send úr landi sé smitvörnum ekki ógnað. Núgildandi grein kveður einungis á um að dýrinu skuli fargað.
Fréttir af flugi Gæludýr Dýr Hundar Kettir Dýraheilbrigði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira