Þörf á tafarlausu og varanlegu vopnahléi á Gaza Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 8. desember 2023 09:30 Árásirnar á Gaza eru fordæmalausar að umfangi og ákefð. Almennir borgarar á Gaza, þar á meðal börn, konur, aldraðir og einstaklingar með fötlun eiga hvergi öruggt skjól. Enginn er óhultur. Flest hafa þurft að flýja hvert sjúkrahúsið eða áningarstaðinn á fætur öðrum vegna endurtekinna sprengjuárása og vita ekki hvort þau lifi fram á næsta dag. Börn bera særð eða látin systkini eða vini á herðum sér í skjól. Enn önnur eru særð, í áfalli og foreldralaus. Þetta er eitthvað sem ekkert barn ætti að þurfa að upplifa. Við stöndum frammi fyrir ástandi sem verður ekki bætt með því einu saman að senda inn fleiri bíla hlaðna hjálpargögnum, þar sem öryggi til mannúðaraðstoðar er ekki til staðar. Íbúar Gaza þarfnast, fyrst og fremst, verndar. Fólk skortir lífsnauðsynjar Í dag er talið að fleiri en 16 þúsund almennir borgarar hafi látið lífið á Gaza frá því átökin hófust. Konur eru um 30% þeirra sem hafa látist og yfir 40% eru börn. Fleiri en 43 þúsund hafa særst og um 1,9 milljón íbúa Gaza eru á vergangi, sem er hátt í 85%. Áætlað er að meira en 60% heimila séu eyðilögð eða skemmd. Algjört rafmagnsleysi er á svæðinu. Stór hluti sjúkrahúsa er óstarfhæfur, á meðan önnur sjúkrahús geta aðeins veitt takmarkaða þjónustu. Vegna lyfjaskorts eru neyðarkeisaraskurðir og aflimanir á særðu fólki, þar á meðal börnum, framkvæmdar án svæfinga og nýburar láta lífið vegna þess að ekki er hægt að veita þeim læknisaðstoð. Yfir 50% skólabygginga á Gaza hafa orðið fyrir sprengjuárásum og ekkert barn á skólaaldri getur stundað nám. Gríðarlegur skortur er á mat, hreinu vatni, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum. Íbúar Gaza eru innilokaðir, einungis landamæri Rafah við Egyptaland eru opin að hluta. Þúsundir fjölskyldna og einstaklinga hafast við á lóðum sjúkrahúsa eða skóla í þeirri von að njóta skjóls og aðstoðar. Smitsjúkdómar eru farnir að gera vart við sig, meðal annars, vegna skorts á hreinlæti. Starfsfólk og sjálfboðaliðar hjálparsamtaka geta ekki sinnt starfi sínu, þar sem aðstæður leyfa það ekki. Alþjóðasamfélagið er að bregðast íbúum Gaza Ekkert réttlætir þá skelfilegu árás sem almennir borgarar í Ísrael urðu fyrir þann 7. október síðastliðinn. En þær réttlæta ekki takmarkalausar árásir gegn almennum borgurum á Gaza. Enginn er öruggur á Gaza í dag. Með hverri árás eru almennir borgarar verr settir. Heil kynslóð ungmenna á Gaza þekkir ekkert annað en lokuð landamæri, áföll tengd átökum og sársaukafulla arfleifð þeirra. Um helmingur íbúa Gaza er yngri en 18 ára og hefur upplifað endurteknar hernaðaraðgerðir frá fæðingu. Þau þurfa von um raunverulega framtíð. Rauði krossinn er verndari alþjóðlegra mannúðarlaga, sem aðilum vopnaðra átaka ber að virða öllum stundum. Hlutverk laganna er meðal annars að vernda almenna borgara og heimili þeirra, sjúkrahús og skóla, sem og að setja þeim hernaðaraðferðum sem notaðar eru takmörk. Aðilum átaka ber að beita ýtrustu varúð og sjá til þess að umfang skemmda verði ekki óhóflegt miðað við það hernaðarlega markmið sem stefnt er að. Gíslataka er óheimil og vert er að taka fram að konur og börn njóta sérstakrar verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum og börn má ekki aðskilja frá foreldrum sínum. Aðilum átaka ber einnig að tryggja fæðuöryggi almennings. Að koma í veg fyrir aðgang almennings að matvælum er bannað samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum. Brot á því getur talist stríðsglæpur. Nauðsynjar ómissandi almenningi til lífs eins og matvæli, landbúnaðarsvæði, uppskera, búfé, neysluvatnsbúnaður og birgðir njóta sérstakrar verndar í vopnuðum átökum. Við getum ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að alþjóðasamfélaginu hefur ekki tekist að vernda og standa vörð um réttindi íbúa Gaza eins og alþjóðleg mannúðarlög kveða á um. Mannúðaraðstoð er ekki eina lausnin á þjáningum almennra borgara á Gaza. Pólitísk skref eru nauðsynleg og liður í því að leysa þá hringrás ofbeldis sem á sér stað. Það er siðferðisleg skylda okkar að tala máli almennra borgara á Gaza og þrýsta á um að líf þeirra njóti verndar. Það er brýnt að alþjóðasamfélagið beiti sér enn frekar fyrir vernd almennra borgara á Gaza og að tafarlausu og varanlegu vopnahléi verði komið á. Ef alþjóðleg mannúðarlög eru endurtekið virt að vettugi verður erfiðara að finna pólitíska lausn til að binda enda á þær hörmungar sem almennir borgarar á Gaza eru að upplifa. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Árásirnar á Gaza eru fordæmalausar að umfangi og ákefð. Almennir borgarar á Gaza, þar á meðal börn, konur, aldraðir og einstaklingar með fötlun eiga hvergi öruggt skjól. Enginn er óhultur. Flest hafa þurft að flýja hvert sjúkrahúsið eða áningarstaðinn á fætur öðrum vegna endurtekinna sprengjuárása og vita ekki hvort þau lifi fram á næsta dag. Börn bera særð eða látin systkini eða vini á herðum sér í skjól. Enn önnur eru særð, í áfalli og foreldralaus. Þetta er eitthvað sem ekkert barn ætti að þurfa að upplifa. Við stöndum frammi fyrir ástandi sem verður ekki bætt með því einu saman að senda inn fleiri bíla hlaðna hjálpargögnum, þar sem öryggi til mannúðaraðstoðar er ekki til staðar. Íbúar Gaza þarfnast, fyrst og fremst, verndar. Fólk skortir lífsnauðsynjar Í dag er talið að fleiri en 16 þúsund almennir borgarar hafi látið lífið á Gaza frá því átökin hófust. Konur eru um 30% þeirra sem hafa látist og yfir 40% eru börn. Fleiri en 43 þúsund hafa særst og um 1,9 milljón íbúa Gaza eru á vergangi, sem er hátt í 85%. Áætlað er að meira en 60% heimila séu eyðilögð eða skemmd. Algjört rafmagnsleysi er á svæðinu. Stór hluti sjúkrahúsa er óstarfhæfur, á meðan önnur sjúkrahús geta aðeins veitt takmarkaða þjónustu. Vegna lyfjaskorts eru neyðarkeisaraskurðir og aflimanir á særðu fólki, þar á meðal börnum, framkvæmdar án svæfinga og nýburar láta lífið vegna þess að ekki er hægt að veita þeim læknisaðstoð. Yfir 50% skólabygginga á Gaza hafa orðið fyrir sprengjuárásum og ekkert barn á skólaaldri getur stundað nám. Gríðarlegur skortur er á mat, hreinu vatni, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum. Íbúar Gaza eru innilokaðir, einungis landamæri Rafah við Egyptaland eru opin að hluta. Þúsundir fjölskyldna og einstaklinga hafast við á lóðum sjúkrahúsa eða skóla í þeirri von að njóta skjóls og aðstoðar. Smitsjúkdómar eru farnir að gera vart við sig, meðal annars, vegna skorts á hreinlæti. Starfsfólk og sjálfboðaliðar hjálparsamtaka geta ekki sinnt starfi sínu, þar sem aðstæður leyfa það ekki. Alþjóðasamfélagið er að bregðast íbúum Gaza Ekkert réttlætir þá skelfilegu árás sem almennir borgarar í Ísrael urðu fyrir þann 7. október síðastliðinn. En þær réttlæta ekki takmarkalausar árásir gegn almennum borgurum á Gaza. Enginn er öruggur á Gaza í dag. Með hverri árás eru almennir borgarar verr settir. Heil kynslóð ungmenna á Gaza þekkir ekkert annað en lokuð landamæri, áföll tengd átökum og sársaukafulla arfleifð þeirra. Um helmingur íbúa Gaza er yngri en 18 ára og hefur upplifað endurteknar hernaðaraðgerðir frá fæðingu. Þau þurfa von um raunverulega framtíð. Rauði krossinn er verndari alþjóðlegra mannúðarlaga, sem aðilum vopnaðra átaka ber að virða öllum stundum. Hlutverk laganna er meðal annars að vernda almenna borgara og heimili þeirra, sjúkrahús og skóla, sem og að setja þeim hernaðaraðferðum sem notaðar eru takmörk. Aðilum átaka ber að beita ýtrustu varúð og sjá til þess að umfang skemmda verði ekki óhóflegt miðað við það hernaðarlega markmið sem stefnt er að. Gíslataka er óheimil og vert er að taka fram að konur og börn njóta sérstakrar verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum og börn má ekki aðskilja frá foreldrum sínum. Aðilum átaka ber einnig að tryggja fæðuöryggi almennings. Að koma í veg fyrir aðgang almennings að matvælum er bannað samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum. Brot á því getur talist stríðsglæpur. Nauðsynjar ómissandi almenningi til lífs eins og matvæli, landbúnaðarsvæði, uppskera, búfé, neysluvatnsbúnaður og birgðir njóta sérstakrar verndar í vopnuðum átökum. Við getum ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að alþjóðasamfélaginu hefur ekki tekist að vernda og standa vörð um réttindi íbúa Gaza eins og alþjóðleg mannúðarlög kveða á um. Mannúðaraðstoð er ekki eina lausnin á þjáningum almennra borgara á Gaza. Pólitísk skref eru nauðsynleg og liður í því að leysa þá hringrás ofbeldis sem á sér stað. Það er siðferðisleg skylda okkar að tala máli almennra borgara á Gaza og þrýsta á um að líf þeirra njóti verndar. Það er brýnt að alþjóðasamfélagið beiti sér enn frekar fyrir vernd almennra borgara á Gaza og að tafarlausu og varanlegu vopnahléi verði komið á. Ef alþjóðleg mannúðarlög eru endurtekið virt að vettugi verður erfiðara að finna pólitíska lausn til að binda enda á þær hörmungar sem almennir borgarar á Gaza eru að upplifa. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun