Enn stefnt að lokun áfangaheimilis Samhjálpar Lovísa Arnardóttir skrifar 7. desember 2023 09:13 Edda Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar segir lokunina mikinn harmleik. Samsett Starfsemi áfangaheimilisins Brúar verður hætt í janúar á næsta ári. Áfangaheimilið er rekið af Samhjálp og er staðsett við Höfðabakka. Greint er frá lokuninni í Morgunblaðinu í dag og rætt við framkvæmdastjóra Samhjálpar, Eddu Jónsdóttur. Félagsþjónusta Reykjavíkur ætlar að tryggja heimilisfólki húsaskjól. Edda Jónsdóttir segir í viðtali við Morgunblaðið áfangaheimilið vera mikilvægan hlekk í bataferli þeirra sem lokið hafi meðferð. Lokun heimilisins sé mikill harmleikur og rof í bataferli heimilismanna. Frétt Morgunblaðsins er hér. Fram kom í viðtali við Eddu á Bylgjunni um málið í júní að úrræðið hafi verið til í um áratug. Róðurinn hafi verið þungur og að samtökin hafi sjálf staðið straum af miklum kostnaði við áfangaheimilið. Greint var frá því í júní að Félagsbústaðir hafi sagt upp leigusamningi við Samhjálp og boðið þeim að kaupa húsnæðið við Höfðabakka. „Að óbreyttu þurfum við að loka í lok janúar. Þetta er úrræði sem við höfum séð um rekstur á, við höfum auðvitað notið leigukjara Félagsbústaða. En utanumhaldið og langtímameðferðarhluti áfangaheimila, eins og Brú, er auðvitað ekki greiddur af neinum opinberum aðila. Þannig að hann er greiddur með sjálfsaflafé Samhjálpar,“ sagði Edda í júní. Samhjálp rekur alls þrjú áfangaheimili, tvö í Reykjavík og eitt í Kópavogi. Eftir lokun verða aðeins áfangaheimili á Miklubraut í Reykjavík og að Dalbrekku í Kópavogi. Um Brú stendur á heimasíðu Samhjálpar að þar sé alls að finna 19 einstaklingsíbúðir. Íbúar hafi lokið langtímameðferð á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti og að virkni sé skilyrði fyrir búsetu. Íbúar stunda því nám, vinnu eða taka þátt í sérsniðnum úrræðum. Þeim er skylt að sækja AA-fundi ásamt viðtölum, íbúafundum og þjálfun á vegum Samhjálpar. Fíkn Félagasamtök Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Framlengd opnun kaffistofunnar ekki góð lausn fyrir heimilislausa Maður sem hefur glímt við heimilisleysi og mótmælt úrræðaleysi fyrir hópinn segir nýja dagdvöl í kaffistofu Samhjálpar ekki lausnina sem heimilislausir þurfa. Það þurfi alvöru dagsetur í sérstakt húsnæði. 21. nóvember 2023 15:30 Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilislausa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum. 20. nóvember 2023 13:00 „Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Edda Jónsdóttir segir í viðtali við Morgunblaðið áfangaheimilið vera mikilvægan hlekk í bataferli þeirra sem lokið hafi meðferð. Lokun heimilisins sé mikill harmleikur og rof í bataferli heimilismanna. Frétt Morgunblaðsins er hér. Fram kom í viðtali við Eddu á Bylgjunni um málið í júní að úrræðið hafi verið til í um áratug. Róðurinn hafi verið þungur og að samtökin hafi sjálf staðið straum af miklum kostnaði við áfangaheimilið. Greint var frá því í júní að Félagsbústaðir hafi sagt upp leigusamningi við Samhjálp og boðið þeim að kaupa húsnæðið við Höfðabakka. „Að óbreyttu þurfum við að loka í lok janúar. Þetta er úrræði sem við höfum séð um rekstur á, við höfum auðvitað notið leigukjara Félagsbústaða. En utanumhaldið og langtímameðferðarhluti áfangaheimila, eins og Brú, er auðvitað ekki greiddur af neinum opinberum aðila. Þannig að hann er greiddur með sjálfsaflafé Samhjálpar,“ sagði Edda í júní. Samhjálp rekur alls þrjú áfangaheimili, tvö í Reykjavík og eitt í Kópavogi. Eftir lokun verða aðeins áfangaheimili á Miklubraut í Reykjavík og að Dalbrekku í Kópavogi. Um Brú stendur á heimasíðu Samhjálpar að þar sé alls að finna 19 einstaklingsíbúðir. Íbúar hafi lokið langtímameðferð á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti og að virkni sé skilyrði fyrir búsetu. Íbúar stunda því nám, vinnu eða taka þátt í sérsniðnum úrræðum. Þeim er skylt að sækja AA-fundi ásamt viðtölum, íbúafundum og þjálfun á vegum Samhjálpar.
Fíkn Félagasamtök Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Framlengd opnun kaffistofunnar ekki góð lausn fyrir heimilislausa Maður sem hefur glímt við heimilisleysi og mótmælt úrræðaleysi fyrir hópinn segir nýja dagdvöl í kaffistofu Samhjálpar ekki lausnina sem heimilislausir þurfa. Það þurfi alvöru dagsetur í sérstakt húsnæði. 21. nóvember 2023 15:30 Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilislausa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum. 20. nóvember 2023 13:00 „Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Framlengd opnun kaffistofunnar ekki góð lausn fyrir heimilislausa Maður sem hefur glímt við heimilisleysi og mótmælt úrræðaleysi fyrir hópinn segir nýja dagdvöl í kaffistofu Samhjálpar ekki lausnina sem heimilislausir þurfa. Það þurfi alvöru dagsetur í sérstakt húsnæði. 21. nóvember 2023 15:30
Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilislausa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum. 20. nóvember 2023 13:00
„Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00