Vill að Grindavíkurliðin spili sína heimaleiki inn í Grindavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2023 10:31 Grindvíkingar skemmtu sér saman í Smáranum í fyrstu heimaleikjum liðanna en nú væri auðvitað best að komst aftur heim til Grindavíkur. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn fyrir tæpum mánuði síðan vegna jarðhræringa undir bænum. Bærinn nánast rifnaði í sundur og kvikugangurinn lá undir bænum. Það var því ljóst að körfuboltalið bæjarins voru ekkert að fara spila sína heimaleiki í Grindavík. Grindvíkingar fengu aðstöðu í Smáranum og bæði karla- og kvennalið félagsins hefur spilað heimaleiki sína þar síðan. Nú hefur ástandið skánað mikið í Grindavík og þótt að fólkið sé ekki flutt heim þá eru fyrirtækin farin að opna dyrnar aftur og það er aftur líf í bænum. Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, er Grindvíkingur og hún vildi koma einu á framfæri í þættinum í gær. „Pældu í því hvað það væri skemmtileg ef við myndum bara spila inn í Grindavík. Nú eru allir byrjaðir að vinna þarna og öll fyrirtæki eru byrjuð. Bláa lónið er að fara opna,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Ég er á því að Grindavík eigi bara að spila sína leiki inn í Grindavík. Ég sé bara engan mun á þessu,“ sagði Ingibjörg. Klippa: Körfuboltakvöld: Ingibjörg vill að Grindavíkurliðin spili heima í Grindavík „Íþróttahúsið er heilt,“ skaut Hörður Unnsteinsson inn í. „Ef KKÍ myndi bara vinna með Grindavík. Segjum bara að þeir taki bara laugardaga og sunnudaga. Það er opið þarna frá sjö til fimm og spilum bara klukkan tvö og fimm sitt hvorn daginn. Sköpum bara einhverjar nýjar breyttar hefðir í breyttu umhverfi,“ sagði Ingibjörg af mikill ástríðu. „Þetta væri ofboðslega gaman. Það mæta allir og massa stemmning. Búin til þvílíkan heimavöll, allir í börger á undan. Ég held að þetta yrði bara fullt hús af fólki og allir grilla og eitthvað. Ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ sagði Ingibjörg. „Við þurfum að fara með þetta til almannavarna og vita hvað þeir segja,“ sagði Hörður. Það má sjá þau ræða þetta hér fyrir ofan. Ingibjörg lék sjálf á sínum tíma 177 deildarleiki með Grindavík og er stoðsendingahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins í efstu deild. Hún er einnig sjöunda leikjahæst og níunda stigahæst hjá Grindavík. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Bærinn nánast rifnaði í sundur og kvikugangurinn lá undir bænum. Það var því ljóst að körfuboltalið bæjarins voru ekkert að fara spila sína heimaleiki í Grindavík. Grindvíkingar fengu aðstöðu í Smáranum og bæði karla- og kvennalið félagsins hefur spilað heimaleiki sína þar síðan. Nú hefur ástandið skánað mikið í Grindavík og þótt að fólkið sé ekki flutt heim þá eru fyrirtækin farin að opna dyrnar aftur og það er aftur líf í bænum. Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, er Grindvíkingur og hún vildi koma einu á framfæri í þættinum í gær. „Pældu í því hvað það væri skemmtileg ef við myndum bara spila inn í Grindavík. Nú eru allir byrjaðir að vinna þarna og öll fyrirtæki eru byrjuð. Bláa lónið er að fara opna,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Ég er á því að Grindavík eigi bara að spila sína leiki inn í Grindavík. Ég sé bara engan mun á þessu,“ sagði Ingibjörg. Klippa: Körfuboltakvöld: Ingibjörg vill að Grindavíkurliðin spili heima í Grindavík „Íþróttahúsið er heilt,“ skaut Hörður Unnsteinsson inn í. „Ef KKÍ myndi bara vinna með Grindavík. Segjum bara að þeir taki bara laugardaga og sunnudaga. Það er opið þarna frá sjö til fimm og spilum bara klukkan tvö og fimm sitt hvorn daginn. Sköpum bara einhverjar nýjar breyttar hefðir í breyttu umhverfi,“ sagði Ingibjörg af mikill ástríðu. „Þetta væri ofboðslega gaman. Það mæta allir og massa stemmning. Búin til þvílíkan heimavöll, allir í börger á undan. Ég held að þetta yrði bara fullt hús af fólki og allir grilla og eitthvað. Ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ sagði Ingibjörg. „Við þurfum að fara með þetta til almannavarna og vita hvað þeir segja,“ sagði Hörður. Það má sjá þau ræða þetta hér fyrir ofan. Ingibjörg lék sjálf á sínum tíma 177 deildarleiki með Grindavík og er stoðsendingahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins í efstu deild. Hún er einnig sjöunda leikjahæst og níunda stigahæst hjá Grindavík.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins