Hálftími leið frá því að bjöllu var hringt þar til fanga var sinnt Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2023 07:40 Lögreglustöðin við Hörðuvelli á Selfossi. Umboðsmaður Alþingis beinir ýmsum tilmælum til lögreglu og dómsmálaráðherra varðandi hvernig skuli bæta eftirlit með föngum á stöðinni. Vísir/Vilhelm Bæta þarf eftirlit með þeim sem vistuð eru í fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi á Selfossi. Í of miklum mæli er eingöngu notast við myndvöktun og reglubundnu innliti í klefa ekki sinnt sem skyldi. Þetta er meðal niðurstaða úttektar umboðsmanns Alþingis á aðstöðu, aðbúnaði og meðferð þeirra sem vistuð eru í fangageymslum. Fram kemur að starfsmenn hafi orðið varir við að töluverður tími gæti liðið þar til brugðist væri við hringingum neyðarbjöllu eftir aðstoð. Starfsfólk embættisins hafi orðið vitni að því að meira en hálf klukkustund leið frá því að bjöllunni var hringt þar til viðkomandi var sinnt. Innan úr fangaklefa.UA „Óhjákvæmilega vakna því spurningar um hvort öryggi vistaðra sé nægilega tryggt, s.s. ef upp kæmi neyðartilvik. Mælst er til að litið sé inn í fangaklefa á a.m.k. 20 mínútna fresti og oftar sé þess þörf. Jafnframt að brugðist sé strax eða mjög fljótlega við ef boð berast frá neyðarbjöllu í klefa og skýrt og samræmt verklag gildi um þetta,“ segir á vef embættsins. Dýna og bekkur í fangaklefa á lögreglustöðinni á Selfossi.UA Gera athugasemdir við lýsingu og drykkjarvatn Ennfremur segir að umboðsmaður Alþingis geri töluverðar athugasemdir við aðbúnað í fangageymslunni og á lögreglustöðinni við Hörðuvelli, meðal annars vegna staðsetningar neyðarhnappa, lýsingar og drykkjarvatns í klefum. „Húsnæðið sé komið til ára sinna og með auknum umsvifum lögreglunnar hafi þrengt að allri starfsemi hennar. Þá sé staðsetning lögreglustöðvarinnar innan um íbúðarhús óheppileg m.t.t. einkalífs handtekinna. Einnig þurfi að ganga betur frá bæði sorpi með lífsýnum og munum eins og blóðsýnahólkum og sýnatökusettum sem ekki voru í lokuðum hirslum við heimsókn umboðsmanns. Því er beint til dómsmálaráðherra að meta hvort húsnæðið sé fullnægjandi og þá til hvaða aðgerða þurfi að grípa svo bæta megi úr. Þá er lögreglustjóra bent á að búa þannig um hnútana að skaðlegir munir séu ekki í seilingarfjarlægð handtekinna við komu og hann tryggi að gengið sé frá lífsýnum með viðunandi hætti. Frá Selfossi. Vísir/Vilhelm Ýmislegt annað er áréttað sem bent hefur verið á í öðrum skýrslum umboðsmanns vegna OPCAT-eftirlits embættisins. Til dæmis að gæta þess að skráning upplýsinga í vistunarskýrslu við komu sé í samræmi við kröfur þar um, tryggja handteknum heilbrigðisþjónustu ef þörf krefur, að hægt sé að fylgjast með hvað tímanum líður í klefum, að tryggja þurfi þjálfun, fræðslu og símenntun lögreglumanna og kynna handteknum upplýsingar um kvörtunar- og kæruleiðir. Þá er bent á að konur eigi að geta nálgast viðeigandi tíðavörur í fangageymslu,“ segir á vef umboðsmanns. Embættið hefur óskað eftir viðbrögðum lögreglustjórans á Suðurlandi og dómsmálaráðherra við ábendingum og tilmælum umboðsmanns eigi síðar en 1. júní 2024. Hreinlætisaðstaða fanga á lögreglustöðinni á Selfossi.UA Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Árborg Lögreglan Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaða úttektar umboðsmanns Alþingis á aðstöðu, aðbúnaði og meðferð þeirra sem vistuð eru í fangageymslum. Fram kemur að starfsmenn hafi orðið varir við að töluverður tími gæti liðið þar til brugðist væri við hringingum neyðarbjöllu eftir aðstoð. Starfsfólk embættisins hafi orðið vitni að því að meira en hálf klukkustund leið frá því að bjöllunni var hringt þar til viðkomandi var sinnt. Innan úr fangaklefa.UA „Óhjákvæmilega vakna því spurningar um hvort öryggi vistaðra sé nægilega tryggt, s.s. ef upp kæmi neyðartilvik. Mælst er til að litið sé inn í fangaklefa á a.m.k. 20 mínútna fresti og oftar sé þess þörf. Jafnframt að brugðist sé strax eða mjög fljótlega við ef boð berast frá neyðarbjöllu í klefa og skýrt og samræmt verklag gildi um þetta,“ segir á vef embættsins. Dýna og bekkur í fangaklefa á lögreglustöðinni á Selfossi.UA Gera athugasemdir við lýsingu og drykkjarvatn Ennfremur segir að umboðsmaður Alþingis geri töluverðar athugasemdir við aðbúnað í fangageymslunni og á lögreglustöðinni við Hörðuvelli, meðal annars vegna staðsetningar neyðarhnappa, lýsingar og drykkjarvatns í klefum. „Húsnæðið sé komið til ára sinna og með auknum umsvifum lögreglunnar hafi þrengt að allri starfsemi hennar. Þá sé staðsetning lögreglustöðvarinnar innan um íbúðarhús óheppileg m.t.t. einkalífs handtekinna. Einnig þurfi að ganga betur frá bæði sorpi með lífsýnum og munum eins og blóðsýnahólkum og sýnatökusettum sem ekki voru í lokuðum hirslum við heimsókn umboðsmanns. Því er beint til dómsmálaráðherra að meta hvort húsnæðið sé fullnægjandi og þá til hvaða aðgerða þurfi að grípa svo bæta megi úr. Þá er lögreglustjóra bent á að búa þannig um hnútana að skaðlegir munir séu ekki í seilingarfjarlægð handtekinna við komu og hann tryggi að gengið sé frá lífsýnum með viðunandi hætti. Frá Selfossi. Vísir/Vilhelm Ýmislegt annað er áréttað sem bent hefur verið á í öðrum skýrslum umboðsmanns vegna OPCAT-eftirlits embættisins. Til dæmis að gæta þess að skráning upplýsinga í vistunarskýrslu við komu sé í samræmi við kröfur þar um, tryggja handteknum heilbrigðisþjónustu ef þörf krefur, að hægt sé að fylgjast með hvað tímanum líður í klefum, að tryggja þurfi þjálfun, fræðslu og símenntun lögreglumanna og kynna handteknum upplýsingar um kvörtunar- og kæruleiðir. Þá er bent á að konur eigi að geta nálgast viðeigandi tíðavörur í fangageymslu,“ segir á vef umboðsmanns. Embættið hefur óskað eftir viðbrögðum lögreglustjórans á Suðurlandi og dómsmálaráðherra við ábendingum og tilmælum umboðsmanns eigi síðar en 1. júní 2024. Hreinlætisaðstaða fanga á lögreglustöðinni á Selfossi.UA
Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Árborg Lögreglan Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira