Þórir um HM: Ekki svindl en ekki heldur alveg sanngjarnt Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2023 07:31 Þórir Hergeirsson hefur verið afskaplega sigursæll sem þjálfari Noregs. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Blaðamaður Aftonbladet í Svíþjóð fullyrðir að HM kvenna í handbolta sé hagrætt í þágu gestgjafa mótsins. Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs, segir ekki um neitt svindl að ræða en tekur undir að fyrirkomulagið sé ekki alveg sanngjarnt. Íslendingar biðu spenntir eftir drættinum fyrir HM sem fram fór í Gautaborg 6. júlí, enda Ísland meðal þátttökuþjóða á HM kvenna í fyrsta sinn í tólf ár. Ísland var þar í neðsta styrkleikaflokki en gestgjafar mótsins, lið Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, öll í efsta styrkleikaflokki. Það rímar við styrkleika þessara liða en það sem gagnrýnt hefur verið er að áður en dregið var í riðla var, venju samkvæmt, búið að raða átta af bestu liðum heims í riðla. Og samkvæmt grein Aftonbladet eru það ekki bara markaðslegar forsendur, til dæmis til að fjölga áhorfendum á leikjum, sem ráða. Í grein Johan Flinck hjá Aftonbladet kemur til að mynda fram að það hafi verið landsliðsþjálfari Svía, Tomas Axnér, sem ákvað hvaða lið úr efsta flokki yrði í B-riðli, og myndi þá fara í milliriðil með Svíþjóð. Svartfjallaland hafi orðið fyrir valinu sem viðráðanlegasti mótherjinn. Krönika inför Sveriges premiär med fokus på hur vägen, på riktigt, riggats för svensk medalj.https://t.co/CfBapJiT2J— Johan Flinck (@JohanFlinck) December 1, 2023 Flinck gefur einnig í skyn að það sé engin tilviljun að fari svo að Svíþjóð, Noregur og Danmörk vinni hvert sinn milliriðil þá geti þau ekki mæst í 8-liða úrslitum, og ekki heldur mætt Frakklandi. Þórir: Gert til að auka áhuga en ekki til að svindla Þórir var spurður út í málið af Nettavisen eftir sigur Noregs gegn Angóla í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar í gær. Hann segir ekki um neitt svindl að ræða, eða eins og Flinck orðaði það í fyrirsögn að HM sé hagrætt með svindli (e. rigged), með því hvernig sterkustu liðin séu valin í riðla. „Ég hef ekki trú á að þetta sé gert til að svindla á neinu. Þetta er gert til að auka áhugann fyrir skipuleggjendur mótsins og fjölmiðla,“ sagði Þórir. Svíar virðast hafa valið sér mótherja í millriðli sem hentaði best til að greiða leiðina í 8-liða og undanúrslit.PA-EFE/ADAM IHSE Þórir var spurður hvort þetta fyrirkomulag gæti talist sanngjarnt í íþróttum: „Ef að þetta snerist eingöngu um íþróttalega þáttinn, sem þetta gerir sjaldnast vegna útbreiðslu íþróttarinnar, þá er þetta það ekki. Ef maður vill hafa þetta alveg sanngjarnt þá þarf þetta að vera þannig að gestgjafarnir spili sína leiki í riðla- og milliriðlakeppninni í sínu landi. Og svo þarf að draga handahófskennt, eftir styrkleikaflokkum. Þannig væri þetta sanngjarnast en ég er ekki viss um að maður yrði fyllilega ánægður með það fyrirkomulag heldur,“ sagði Þórir. Skiptir ekki máli hverjum Noregur mætir Er núverandi fyrirkomulag sanngjarnt fyrir alla á mótinu? „Nei, það er það ekki. Ekki eins og við skilgreinum fullkomlega heiðarlegan leik,“ sagði Þórir. Hann vill þó ekki meina að Norðmenn hafi búið sér til sem þægilegasta leið á mótinu, eins og Svíar virðast hafa gert. „Nú er það svo að það má raða liðum niður, og hreinlega stýra því. Við eyddum ekki mikilli orku í það en Svíarnir hafa gert grein fyrir því að þeir voru að hugsa um leiðina sína á mótinu. Það skiptir okkur ekki svo miklu máli hvaða liði við mætum,“ sagði Þórir sem er ríkjandi heims- og Evrópumeistari með Noregi. HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Íslendingar biðu spenntir eftir drættinum fyrir HM sem fram fór í Gautaborg 6. júlí, enda Ísland meðal þátttökuþjóða á HM kvenna í fyrsta sinn í tólf ár. Ísland var þar í neðsta styrkleikaflokki en gestgjafar mótsins, lið Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, öll í efsta styrkleikaflokki. Það rímar við styrkleika þessara liða en það sem gagnrýnt hefur verið er að áður en dregið var í riðla var, venju samkvæmt, búið að raða átta af bestu liðum heims í riðla. Og samkvæmt grein Aftonbladet eru það ekki bara markaðslegar forsendur, til dæmis til að fjölga áhorfendum á leikjum, sem ráða. Í grein Johan Flinck hjá Aftonbladet kemur til að mynda fram að það hafi verið landsliðsþjálfari Svía, Tomas Axnér, sem ákvað hvaða lið úr efsta flokki yrði í B-riðli, og myndi þá fara í milliriðil með Svíþjóð. Svartfjallaland hafi orðið fyrir valinu sem viðráðanlegasti mótherjinn. Krönika inför Sveriges premiär med fokus på hur vägen, på riktigt, riggats för svensk medalj.https://t.co/CfBapJiT2J— Johan Flinck (@JohanFlinck) December 1, 2023 Flinck gefur einnig í skyn að það sé engin tilviljun að fari svo að Svíþjóð, Noregur og Danmörk vinni hvert sinn milliriðil þá geti þau ekki mæst í 8-liða úrslitum, og ekki heldur mætt Frakklandi. Þórir: Gert til að auka áhuga en ekki til að svindla Þórir var spurður út í málið af Nettavisen eftir sigur Noregs gegn Angóla í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar í gær. Hann segir ekki um neitt svindl að ræða, eða eins og Flinck orðaði það í fyrirsögn að HM sé hagrætt með svindli (e. rigged), með því hvernig sterkustu liðin séu valin í riðla. „Ég hef ekki trú á að þetta sé gert til að svindla á neinu. Þetta er gert til að auka áhugann fyrir skipuleggjendur mótsins og fjölmiðla,“ sagði Þórir. Svíar virðast hafa valið sér mótherja í millriðli sem hentaði best til að greiða leiðina í 8-liða og undanúrslit.PA-EFE/ADAM IHSE Þórir var spurður hvort þetta fyrirkomulag gæti talist sanngjarnt í íþróttum: „Ef að þetta snerist eingöngu um íþróttalega þáttinn, sem þetta gerir sjaldnast vegna útbreiðslu íþróttarinnar, þá er þetta það ekki. Ef maður vill hafa þetta alveg sanngjarnt þá þarf þetta að vera þannig að gestgjafarnir spili sína leiki í riðla- og milliriðlakeppninni í sínu landi. Og svo þarf að draga handahófskennt, eftir styrkleikaflokkum. Þannig væri þetta sanngjarnast en ég er ekki viss um að maður yrði fyllilega ánægður með það fyrirkomulag heldur,“ sagði Þórir. Skiptir ekki máli hverjum Noregur mætir Er núverandi fyrirkomulag sanngjarnt fyrir alla á mótinu? „Nei, það er það ekki. Ekki eins og við skilgreinum fullkomlega heiðarlegan leik,“ sagði Þórir. Hann vill þó ekki meina að Norðmenn hafi búið sér til sem þægilegasta leið á mótinu, eins og Svíar virðast hafa gert. „Nú er það svo að það má raða liðum niður, og hreinlega stýra því. Við eyddum ekki mikilli orku í það en Svíarnir hafa gert grein fyrir því að þeir voru að hugsa um leiðina sína á mótinu. Það skiptir okkur ekki svo miklu máli hvaða liði við mætum,“ sagði Þórir sem er ríkjandi heims- og Evrópumeistari með Noregi.
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn