Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2023 06:42 Guterres virðist telja tímabært að grípa til örþrifaráða. epa/Chris J. Ratcliffe António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. Guterres hefur sent forseta Öryggisráðsins erindi þar sem hann hvetur ráðið til að grípa inn í og gera allt til að koma í veg fyrir stórkostlegan harmleik á svæðinu. Segir hann enga leið til að viðhalda neyðaraðstoð til handa íbúum við núverandi aðstæður og hvetur til tafarlauss mannúðarhlés á átökum. Samkvæmt 99. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna er forseta heimililt að leita til Öryggisráðsins og upplýsa það um mál sem hann telur ógna friði á heimsvísu. Gert er ráð fyrir að í framhaldi af erindinu muni hann ávarpa ráðið. Ísraelsmenn hafa þegar gagnrýnt ákvörðun Guterres og segja um að ræða þrýsting á Ísrael. Gilad Erdan, sendifulltrúi Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, segir um að ræða „siðferðilegan botn“ og afstöðu gegn Ísrael. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, greindi frá því í gær að Ísraelsher hefði umkringt hús Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas. Sinwar er sagður í felum neðanjarðar en það er yfirlýst markmið hersins að hafa uppi á honum og drepa hann. Yfirvöld í Bandaríkjunum greindu frá því í gær að samtal hefði átt sér stað um tímalínu aðgerðanna og hvað tekur við í framhaldinu. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja 1.200 börn hafa látið lífið á svæðinu eftir að tímabundið hlé rann út á dögunum. Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Palestína Ísrael Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Guterres hefur sent forseta Öryggisráðsins erindi þar sem hann hvetur ráðið til að grípa inn í og gera allt til að koma í veg fyrir stórkostlegan harmleik á svæðinu. Segir hann enga leið til að viðhalda neyðaraðstoð til handa íbúum við núverandi aðstæður og hvetur til tafarlauss mannúðarhlés á átökum. Samkvæmt 99. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna er forseta heimililt að leita til Öryggisráðsins og upplýsa það um mál sem hann telur ógna friði á heimsvísu. Gert er ráð fyrir að í framhaldi af erindinu muni hann ávarpa ráðið. Ísraelsmenn hafa þegar gagnrýnt ákvörðun Guterres og segja um að ræða þrýsting á Ísrael. Gilad Erdan, sendifulltrúi Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, segir um að ræða „siðferðilegan botn“ og afstöðu gegn Ísrael. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, greindi frá því í gær að Ísraelsher hefði umkringt hús Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas. Sinwar er sagður í felum neðanjarðar en það er yfirlýst markmið hersins að hafa uppi á honum og drepa hann. Yfirvöld í Bandaríkjunum greindu frá því í gær að samtal hefði átt sér stað um tímalínu aðgerðanna og hvað tekur við í framhaldinu. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja 1.200 börn hafa látið lífið á svæðinu eftir að tímabundið hlé rann út á dögunum.
Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Palestína Ísrael Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira