Ákveðnar sprungur mögulega varðveittar Lovísa Arnardóttir skrifar 6. desember 2023 11:45 Þeim sprungum sem slíta í sundur vegi og eyðilögðu lagnir verður lokað en beðið verður með að taka ákvörðun um aðrar sem ekki hamla för um bæinn eða þar sem skemmdar lagnir er að finna. Vísir/Vilhelm Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að fresta viðgerð á ákveðnum sprungum í bænum. Það verði ákveðið síðar hvort að þeim verði leyft að vera sem einskonar minnisvarða um náttúruhamfarirnar þann 10. nóvember síðastliðinn. Í fundargerð bæjarráðs segir að það eigi að horfa á verkefnið til framtíðar. Það er hvaða sprungur eða holur sé vilji til að halda í sem áfangastað fyrir ferðamenn. „Við erum að reyna að loka þeim sprungum sem slíta í sundur vegi og taka lagnakerfið í sundur. En það kom álitamál hvort einhverjar af þessum sprungum, sem eru utan alfaraleiðar og hægt að merkja, að beðið væri með að fylla þær,“ segir Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs. Hjálmar segir að ábending hafi borist frá Ferðamálastofu. Stöð 2 Hann segir að það liggi ekki á að laga þær sprungur sem engin hætta stafi af og það sé því stefna bæjaryfirvalda að taka sér tíma til að skoða málið í rólegheitum. „Það kom ábending frá Ferðamálastofu að þetta gæti verið sögulegt,“ segir Hjálmar og að í því ljósi hafi þessi ákvörðun verið tekin. Bíða með sprungur utan alfaraleiðar Hann segir þær sprungur í forgangi sem hamli för um bæinn eða þar sem lagnir hafi skemmst. En þær sem séu utan alfaraleiðar verði merktar og skoðaðar seinna. Spurður hvort einhverjar ákveðnar sprungur séu í skoðun fyrir þetta nefnir Hjálmar Stamphólssprunguna. Grindavík jarðhræringar „Hún liggur frá kirkjunni og yfir bílastæðið hjá íþróttahúsinu, og áfram norðvestur og við Salthúsið. Þetta er utan vega en tekur planið í tvennt. Okkur liggur ekki á en það þarf að merkja þetta,“ segir Hjálmar og að helst sé horft til þess að ekki sé verið að hamla umferð um Ránargötu eða Austurveg. „Það er hugmyndin okkar. Að vera ekkert að flýta okkur og skoða þetta betur þegar rykið sest,“ segir Hjálmar. Hann segir verkfræðistofuna Eflu nú vinna að því að merkja allar sprungur í bænum. Sumar sjáist vel en aðrar sjáist ekki og hangi jafnvel bara saman á grasinu. Hann segir að annars gangi viðgerðir vel í bænum og vonir standi til að viðgerðir við raflagnir klárist fyrir helgi. Í gær var birt kort á heimasíðu bæjarins þar sem má sjá stöðu lagnakerfisins. Hann segir það hafa verið mikinn létti að sjá hversu stór hluti kerfisins er í lagi. „Það er allur vesturbærinn. Það eru góðar fréttir líka í þessu.“ Spurður um framhaldið segir Hjálmar það alltaf stefnuna að íbúar komist aftur heim til að gista. Það ráðist þó aðeins á hættumati vísindamanna Veðurstofu og almannavarna hvenær það gerist. „Við þurfum að fara eftir því. Hver dagur sem líður sem er rólegt yfir skýrast hlutirnir eitthvað en það er ómögulegt að áætla hvenær við fáum að fara heim til að gista.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Dýrmætum munum Guðbergs og Kjarvalsverkum bjargað frá Grindavík Menningarlegum verðmætum, sem voru stödd í Grindavík, var bjargað úr bænum á dögunum. Á meðal þess sem var bjargað voru munir sem voru í eigu Guðbergs Bergssonar og málverk eftir Jóhannes Kjarval. 5. desember 2023 18:00 Milda þurfi höggið fyrir heimilin Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnti í dag kjarapakka flokksins vegna fjárlaga og komandi kjarasamninga á sérstökum blaðamannafundi. 5. desember 2023 13:45 Náðist ekki að láta vita af Grindvíkingum í eitt skipti Hátt í þrjúhundruð félagsmenn Eflingar fengu bókanir sínar á orlofsbústað félagsins felldar niður þegar félagið bauð Grindvíkingum bústaðina eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. Greiðlega gekk að ná í félagsfólk til að láta vita, utan eins skiptis. 5. desember 2023 06:17 Hérastubbur bakari bauð upp á fimmtán sortir fyrsta daginn Bakarinn í Grindavík segir geggjað að geta opnað bakaríið sitt ásamt öllum börnunum sínum í dag. Hann var ánægður með viðskiptin þó það væri nokkuð rólegt enda bærinn ennþá hálftómur. Fyrirtæki eru þó eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í bænum. 4. desember 2023 18:31 Kvika virðist hætt að streyma í kvikuganginn Kvika virðist hætt að streyma inn í kvikuganginn á Reykjanesi. Hún safnast nú saman undir Svartsengi á hraða sem svipar til streymis Elliðaáa. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að líkur á eldgosi hafi minnkað þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það. 4. desember 2023 12:18 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Í fundargerð bæjarráðs segir að það eigi að horfa á verkefnið til framtíðar. Það er hvaða sprungur eða holur sé vilji til að halda í sem áfangastað fyrir ferðamenn. „Við erum að reyna að loka þeim sprungum sem slíta í sundur vegi og taka lagnakerfið í sundur. En það kom álitamál hvort einhverjar af þessum sprungum, sem eru utan alfaraleiðar og hægt að merkja, að beðið væri með að fylla þær,“ segir Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs. Hjálmar segir að ábending hafi borist frá Ferðamálastofu. Stöð 2 Hann segir að það liggi ekki á að laga þær sprungur sem engin hætta stafi af og það sé því stefna bæjaryfirvalda að taka sér tíma til að skoða málið í rólegheitum. „Það kom ábending frá Ferðamálastofu að þetta gæti verið sögulegt,“ segir Hjálmar og að í því ljósi hafi þessi ákvörðun verið tekin. Bíða með sprungur utan alfaraleiðar Hann segir þær sprungur í forgangi sem hamli för um bæinn eða þar sem lagnir hafi skemmst. En þær sem séu utan alfaraleiðar verði merktar og skoðaðar seinna. Spurður hvort einhverjar ákveðnar sprungur séu í skoðun fyrir þetta nefnir Hjálmar Stamphólssprunguna. Grindavík jarðhræringar „Hún liggur frá kirkjunni og yfir bílastæðið hjá íþróttahúsinu, og áfram norðvestur og við Salthúsið. Þetta er utan vega en tekur planið í tvennt. Okkur liggur ekki á en það þarf að merkja þetta,“ segir Hjálmar og að helst sé horft til þess að ekki sé verið að hamla umferð um Ránargötu eða Austurveg. „Það er hugmyndin okkar. Að vera ekkert að flýta okkur og skoða þetta betur þegar rykið sest,“ segir Hjálmar. Hann segir verkfræðistofuna Eflu nú vinna að því að merkja allar sprungur í bænum. Sumar sjáist vel en aðrar sjáist ekki og hangi jafnvel bara saman á grasinu. Hann segir að annars gangi viðgerðir vel í bænum og vonir standi til að viðgerðir við raflagnir klárist fyrir helgi. Í gær var birt kort á heimasíðu bæjarins þar sem má sjá stöðu lagnakerfisins. Hann segir það hafa verið mikinn létti að sjá hversu stór hluti kerfisins er í lagi. „Það er allur vesturbærinn. Það eru góðar fréttir líka í þessu.“ Spurður um framhaldið segir Hjálmar það alltaf stefnuna að íbúar komist aftur heim til að gista. Það ráðist þó aðeins á hættumati vísindamanna Veðurstofu og almannavarna hvenær það gerist. „Við þurfum að fara eftir því. Hver dagur sem líður sem er rólegt yfir skýrast hlutirnir eitthvað en það er ómögulegt að áætla hvenær við fáum að fara heim til að gista.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Dýrmætum munum Guðbergs og Kjarvalsverkum bjargað frá Grindavík Menningarlegum verðmætum, sem voru stödd í Grindavík, var bjargað úr bænum á dögunum. Á meðal þess sem var bjargað voru munir sem voru í eigu Guðbergs Bergssonar og málverk eftir Jóhannes Kjarval. 5. desember 2023 18:00 Milda þurfi höggið fyrir heimilin Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnti í dag kjarapakka flokksins vegna fjárlaga og komandi kjarasamninga á sérstökum blaðamannafundi. 5. desember 2023 13:45 Náðist ekki að láta vita af Grindvíkingum í eitt skipti Hátt í þrjúhundruð félagsmenn Eflingar fengu bókanir sínar á orlofsbústað félagsins felldar niður þegar félagið bauð Grindvíkingum bústaðina eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. Greiðlega gekk að ná í félagsfólk til að láta vita, utan eins skiptis. 5. desember 2023 06:17 Hérastubbur bakari bauð upp á fimmtán sortir fyrsta daginn Bakarinn í Grindavík segir geggjað að geta opnað bakaríið sitt ásamt öllum börnunum sínum í dag. Hann var ánægður með viðskiptin þó það væri nokkuð rólegt enda bærinn ennþá hálftómur. Fyrirtæki eru þó eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í bænum. 4. desember 2023 18:31 Kvika virðist hætt að streyma í kvikuganginn Kvika virðist hætt að streyma inn í kvikuganginn á Reykjanesi. Hún safnast nú saman undir Svartsengi á hraða sem svipar til streymis Elliðaáa. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að líkur á eldgosi hafi minnkað þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það. 4. desember 2023 12:18 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Dýrmætum munum Guðbergs og Kjarvalsverkum bjargað frá Grindavík Menningarlegum verðmætum, sem voru stödd í Grindavík, var bjargað úr bænum á dögunum. Á meðal þess sem var bjargað voru munir sem voru í eigu Guðbergs Bergssonar og málverk eftir Jóhannes Kjarval. 5. desember 2023 18:00
Milda þurfi höggið fyrir heimilin Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnti í dag kjarapakka flokksins vegna fjárlaga og komandi kjarasamninga á sérstökum blaðamannafundi. 5. desember 2023 13:45
Náðist ekki að láta vita af Grindvíkingum í eitt skipti Hátt í þrjúhundruð félagsmenn Eflingar fengu bókanir sínar á orlofsbústað félagsins felldar niður þegar félagið bauð Grindvíkingum bústaðina eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. Greiðlega gekk að ná í félagsfólk til að láta vita, utan eins skiptis. 5. desember 2023 06:17
Hérastubbur bakari bauð upp á fimmtán sortir fyrsta daginn Bakarinn í Grindavík segir geggjað að geta opnað bakaríið sitt ásamt öllum börnunum sínum í dag. Hann var ánægður með viðskiptin þó það væri nokkuð rólegt enda bærinn ennþá hálftómur. Fyrirtæki eru þó eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í bænum. 4. desember 2023 18:31
Kvika virðist hætt að streyma í kvikuganginn Kvika virðist hætt að streyma inn í kvikuganginn á Reykjanesi. Hún safnast nú saman undir Svartsengi á hraða sem svipar til streymis Elliðaáa. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að líkur á eldgosi hafi minnkað þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það. 4. desember 2023 12:18