Segist aðeins myndu verða einræðisherra fyrsta daginn í Hvíta húsinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2023 06:41 Á hefðbundnum kosningafundum er kjósendum gefinn kostur á því að spyrja frambjóðendur spjörunum úr en Trump svaraði aðeins spurningum Hannity. Getty/Scott Olson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, neitaði því ekki á kosningafundi í gær að hann myndi nota vald sitt til að ná fram hefndum kæmist hann aftur í Hvíta húsið. Þriðju kappræður forsetaefna Repúblikanaflokksins fara fram í kvöld en Trump verður fjarri góðu gamni, líkt og í fyrri skiptin. Hann svaraði hins vegar spurningum Sean Hannity, sjónvarpsmanns hjá Fox News og ötuls stuðningsmanns Trumps, í gær. Trump hefur ítrekað hótað því að grípa til aðgerða til að ná sér niður á óvinum sínum, með því meðal annars að láta menn fjúka og beita forsetavaldinu óhóflega. Hann var vígreifur í gær þegar Hannity spurði hann í seinna skiptið hvort hann gæti lofað kjósendum því að hann myndi ekki misbeita valdi sínu til að ná fram hefndum ef hann kæmist aftur í Hvíta húsið. „Ekki nema á fyrsta degi,“ svaraði Trump. Sagðist hann myndu nota valdheimildir sínar til að loka landamærunum að Mexíkó og „bora, bora, bora“ eftir olíu. „Eftir það er ég ekki einræðisherra,“ bætti hann við. Donald Trump promises not to be a dictator (except for day one) pic.twitter.com/GgYq9OWVXT— ALX (@alx) December 6, 2023 Trump hafði þá þegar svarað fyrri spurningu Hannity sama efnis, um það hvort hann myndi misbeita valdi sínu til að ná fram hefndum, á þann veg að saka Demókrata um misbeitingu valds. „Donald Trump hefur verið að segja okkur nákvæmlega hvað hann hyggst gera ef hann nær kjöri á ný og í kvöld sagði hann að hann yrði einræðisherra á fyrsta degi. Bandaríkjamenn ættu að taka hann trúanlegan,“ sagði kosningastjóri Joe Biden Bandaríkjaforseta í yfirlýsingu eftir viðtal Hannity við Trump. Demókratar hafa ítrekað sagt að Bandaríkjunum standi ógn af mögulegu öðru kjörtímabili Trump sem forseta en sjálfur hefur hann skotið fast til baka og sagt dómsmálin gegn sér til marks um misnotkun valds af hálfu Biden. New statement from campaign manager @JulieR2022 using Donald Trump s own words against him, saying, Donald Trump has been telling us exactly what he will do if he s reelected and tonight he said he will be a dictator on day one. Americans should believe him. Perfect. pic.twitter.com/5nN8JdPiwh— Victor Shi (@Victorshi2020) December 6, 2023 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Þriðju kappræður forsetaefna Repúblikanaflokksins fara fram í kvöld en Trump verður fjarri góðu gamni, líkt og í fyrri skiptin. Hann svaraði hins vegar spurningum Sean Hannity, sjónvarpsmanns hjá Fox News og ötuls stuðningsmanns Trumps, í gær. Trump hefur ítrekað hótað því að grípa til aðgerða til að ná sér niður á óvinum sínum, með því meðal annars að láta menn fjúka og beita forsetavaldinu óhóflega. Hann var vígreifur í gær þegar Hannity spurði hann í seinna skiptið hvort hann gæti lofað kjósendum því að hann myndi ekki misbeita valdi sínu til að ná fram hefndum ef hann kæmist aftur í Hvíta húsið. „Ekki nema á fyrsta degi,“ svaraði Trump. Sagðist hann myndu nota valdheimildir sínar til að loka landamærunum að Mexíkó og „bora, bora, bora“ eftir olíu. „Eftir það er ég ekki einræðisherra,“ bætti hann við. Donald Trump promises not to be a dictator (except for day one) pic.twitter.com/GgYq9OWVXT— ALX (@alx) December 6, 2023 Trump hafði þá þegar svarað fyrri spurningu Hannity sama efnis, um það hvort hann myndi misbeita valdi sínu til að ná fram hefndum, á þann veg að saka Demókrata um misbeitingu valds. „Donald Trump hefur verið að segja okkur nákvæmlega hvað hann hyggst gera ef hann nær kjöri á ný og í kvöld sagði hann að hann yrði einræðisherra á fyrsta degi. Bandaríkjamenn ættu að taka hann trúanlegan,“ sagði kosningastjóri Joe Biden Bandaríkjaforseta í yfirlýsingu eftir viðtal Hannity við Trump. Demókratar hafa ítrekað sagt að Bandaríkjunum standi ógn af mögulegu öðru kjörtímabili Trump sem forseta en sjálfur hefur hann skotið fast til baka og sagt dómsmálin gegn sér til marks um misnotkun valds af hálfu Biden. New statement from campaign manager @JulieR2022 using Donald Trump s own words against him, saying, Donald Trump has been telling us exactly what he will do if he s reelected and tonight he said he will be a dictator on day one. Americans should believe him. Perfect. pic.twitter.com/5nN8JdPiwh— Victor Shi (@Victorshi2020) December 6, 2023
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira