Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2023 23:52 Evan Gershkovich og Paul Whelan. AP Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað. Gershkovich er blaðamaður Wall Street Journal sem sakaður var um njósnir og handtekinn í mars. Hann hefur setið í fangelsi síðan þá en yfirvöld í Rússlandi hafa ekkert sagt um nákvæmlega hvað hann er sakaður um. Forsvarsmenn Wall Street Journal segja hann hafa verið við fréttastörf í borginni Yekaterinburg þegar hann var handtekinn. Whelan hefur setið í fangelsi í Rússlandi í rétt rúm fimm ár og var hann einnig sakaður um njósnir. Rússar segja að leynilegur nafnalisti hafi fundist á USB-drifi í fórum hans þegar hann var handtekinn í byrjun desember 2018. Hann var síðar dæmdur í sextán ára fangelsi. Yfirvöld Í Bandaríkjunum segja Rússa hafa handtekið Whelan og Gershkovich að ósekju og hafa krafist þess að þeim verði sleppt úr fangelsi. „Þeir hefðu aldrei átt að vera handteknir,“ sagði Matthew Miller, áðurnefndur talsmaður, á blaðamannafundi í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði að þó tilboðinu hefði verið hafnað, myndi ríkisstjórn Bandaríkjanna halda áfram að reyna að ná þeim Whelan og Gershkovich heim. Í júlí 2022 slepptu Bandaríkjamenn alræmdum rússneskum vopnasala úr fangelsi í skiptum fyrir íþróttakonuna Brittney Griner, sem hafði verið handtekinn á flugvellinum í Moskvu fyrr á árinu með smávægilegt magn af kannabis-olíu í farangri sínum. Hún var svo dæmd í níu ára fangelsi. Vopnasalinn sem sleppt var heitir Viktor Bout en hann gekk á árunum áður undir nafninu „Vopnasali dauðans“. Ráðamenn í Bandaríkjunum vonuðust þá einni að fá Whelan sleppt úr haldi með Griner en Rússar sögðu það ekki koma til greina. Fyrr árið 2022 skiptu ríkin á Trevor Reed, fyrrverandi hermanni, og Konstantin Yaroshenko, flugmanni sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2011 fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna. Sagðir vilja morðingja lausan Heimildarmenn CNN segja að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi boðist til að sleppa nokkrum grunuðum rússneskum njósnurum úr haldi í skiptum fyrir Whelan og Gershkovich. Þessir meintu njósnarar eru sagðir sitja í fangelsi í Bandaríkjunum og í Evrópu. Meðal þeirra ríkja þar sem Rússar grunaðir um njósnir hafa verið handteknir eru Noregur, Eistland, Pólland, Svíþjóð og Slóvenía. Heimildarmenn CNN segja Rússa ólma í að fá Vadim Krasikov, ofursta úr Leyniþjónustu Rússlands (FSB) frá Þýskalandi, þar sem hann situr í fangelsi fyrir morð. Sjá einnig: Rússi dæmdur fyrir morðið í Litla dýragarðinum í Berlín Fréttakona CNN ræddi við Whelan í síðustu viku og þá sagðist hann vonsvikinn yfir því að tvenn fangaskipti hefðu átt sér stað milli Bandaríkjanna og Rússlands, frá því hann var handtekinn. Hann undraðist að hann ráðamenn í Bandaríkjunum hefði ekki krafist þess að honum yrði einnig sleppt. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Bandaríski blaðamaðurinn í rússnesku fangelsi út sumarið Dómstóll í Moskvu staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Evan Gershkovich, bandarískum blaðamanni sem er sakaður um njósnir, fram í seinni hluta ágúst. Fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. 22. júní 2023 14:26 Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner hefur verið sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Það var gert í skiptum fyrir það vopnasalann alræmda Viktor Bout sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum yrði sleppt. 8. desember 2022 13:21 Sagðir hafa óskað óformlega eftir njósnara í stað Griner og Whelan Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa beðið um njósnarann Vadim Krasikov auk vopnasalans Viktor Brut í skiptum fyrir Brittney Griner og Paul Whelan í óformlegum viðræðum um fangaskipti við bandarísk yfirvöld. 29. júlí 2022 23:49 Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi dæmdi í dag Bandaríkjamanninn Paul Whelan til sextán ára nauðungarvinnu eftir að hann var sakfelldur fyrir njósnir. 15. júní 2020 08:44 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Gershkovich er blaðamaður Wall Street Journal sem sakaður var um njósnir og handtekinn í mars. Hann hefur setið í fangelsi síðan þá en yfirvöld í Rússlandi hafa ekkert sagt um nákvæmlega hvað hann er sakaður um. Forsvarsmenn Wall Street Journal segja hann hafa verið við fréttastörf í borginni Yekaterinburg þegar hann var handtekinn. Whelan hefur setið í fangelsi í Rússlandi í rétt rúm fimm ár og var hann einnig sakaður um njósnir. Rússar segja að leynilegur nafnalisti hafi fundist á USB-drifi í fórum hans þegar hann var handtekinn í byrjun desember 2018. Hann var síðar dæmdur í sextán ára fangelsi. Yfirvöld Í Bandaríkjunum segja Rússa hafa handtekið Whelan og Gershkovich að ósekju og hafa krafist þess að þeim verði sleppt úr fangelsi. „Þeir hefðu aldrei átt að vera handteknir,“ sagði Matthew Miller, áðurnefndur talsmaður, á blaðamannafundi í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði að þó tilboðinu hefði verið hafnað, myndi ríkisstjórn Bandaríkjanna halda áfram að reyna að ná þeim Whelan og Gershkovich heim. Í júlí 2022 slepptu Bandaríkjamenn alræmdum rússneskum vopnasala úr fangelsi í skiptum fyrir íþróttakonuna Brittney Griner, sem hafði verið handtekinn á flugvellinum í Moskvu fyrr á árinu með smávægilegt magn af kannabis-olíu í farangri sínum. Hún var svo dæmd í níu ára fangelsi. Vopnasalinn sem sleppt var heitir Viktor Bout en hann gekk á árunum áður undir nafninu „Vopnasali dauðans“. Ráðamenn í Bandaríkjunum vonuðust þá einni að fá Whelan sleppt úr haldi með Griner en Rússar sögðu það ekki koma til greina. Fyrr árið 2022 skiptu ríkin á Trevor Reed, fyrrverandi hermanni, og Konstantin Yaroshenko, flugmanni sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2011 fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna. Sagðir vilja morðingja lausan Heimildarmenn CNN segja að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi boðist til að sleppa nokkrum grunuðum rússneskum njósnurum úr haldi í skiptum fyrir Whelan og Gershkovich. Þessir meintu njósnarar eru sagðir sitja í fangelsi í Bandaríkjunum og í Evrópu. Meðal þeirra ríkja þar sem Rússar grunaðir um njósnir hafa verið handteknir eru Noregur, Eistland, Pólland, Svíþjóð og Slóvenía. Heimildarmenn CNN segja Rússa ólma í að fá Vadim Krasikov, ofursta úr Leyniþjónustu Rússlands (FSB) frá Þýskalandi, þar sem hann situr í fangelsi fyrir morð. Sjá einnig: Rússi dæmdur fyrir morðið í Litla dýragarðinum í Berlín Fréttakona CNN ræddi við Whelan í síðustu viku og þá sagðist hann vonsvikinn yfir því að tvenn fangaskipti hefðu átt sér stað milli Bandaríkjanna og Rússlands, frá því hann var handtekinn. Hann undraðist að hann ráðamenn í Bandaríkjunum hefði ekki krafist þess að honum yrði einnig sleppt.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Bandaríski blaðamaðurinn í rússnesku fangelsi út sumarið Dómstóll í Moskvu staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Evan Gershkovich, bandarískum blaðamanni sem er sakaður um njósnir, fram í seinni hluta ágúst. Fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. 22. júní 2023 14:26 Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner hefur verið sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Það var gert í skiptum fyrir það vopnasalann alræmda Viktor Bout sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum yrði sleppt. 8. desember 2022 13:21 Sagðir hafa óskað óformlega eftir njósnara í stað Griner og Whelan Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa beðið um njósnarann Vadim Krasikov auk vopnasalans Viktor Brut í skiptum fyrir Brittney Griner og Paul Whelan í óformlegum viðræðum um fangaskipti við bandarísk yfirvöld. 29. júlí 2022 23:49 Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi dæmdi í dag Bandaríkjamanninn Paul Whelan til sextán ára nauðungarvinnu eftir að hann var sakfelldur fyrir njósnir. 15. júní 2020 08:44 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Bandaríski blaðamaðurinn í rússnesku fangelsi út sumarið Dómstóll í Moskvu staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Evan Gershkovich, bandarískum blaðamanni sem er sakaður um njósnir, fram í seinni hluta ágúst. Fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. 22. júní 2023 14:26
Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner hefur verið sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Það var gert í skiptum fyrir það vopnasalann alræmda Viktor Bout sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum yrði sleppt. 8. desember 2022 13:21
Sagðir hafa óskað óformlega eftir njósnara í stað Griner og Whelan Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa beðið um njósnarann Vadim Krasikov auk vopnasalans Viktor Brut í skiptum fyrir Brittney Griner og Paul Whelan í óformlegum viðræðum um fangaskipti við bandarísk yfirvöld. 29. júlí 2022 23:49
Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi dæmdi í dag Bandaríkjamanninn Paul Whelan til sextán ára nauðungarvinnu eftir að hann var sakfelldur fyrir njósnir. 15. júní 2020 08:44
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna