Saka Trump um að hafa æst fólk til ofbeldis Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2023 23:00 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Geoff Stellfox Saksóknarar á vegum Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segja Donald Trump, fyrrverandi forseta, hafa ítrekað logið um úrslit kosninganna 2020 og æst stuðningsmenn sína til ofbeldis. Þeir segja hann hafa sigað stuðningsmönnum sínum á þinghúsið þann 6. janúar 2021, þar sem þeir ruddust inn með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Í nýjum dómsskjölum sem saksóknarar hafa opinberað segjast þeir ætla að sýna fram á að Trump hafi bæði fyrir og eftir kosningarnar í nóvember 2020 dregið úr trúverðugleika á þær, með því markmiði að réttlæta tilraunir sínar til að snúa úrslitunum. Þá segja þeir að það að Trump hafi stutt menn sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar fjárhagslega og hyllt þá sem hetjur, sýna fram á að hann hafi alltaf ætlað að brjóta af sér. Trump hefur meðal annars heitið því að náða fólk sem hefur verið dæmt vegna árásarinnar, verði hann aftur kjörinn forseti í nóvember á næsta ári. Í dómskjalinu er sérstaklega nefnt að Trump hafi tekið hóp manna sem tóku þátt í árásinni á svið með sér á kosningafundum og talað um þá sem „gísla“. Sjá einnig: Trump hóf kosningabaráttuna með kór uppreisnarmanna Forsetinn fyrrverandi var fyrr á árinu ákærður vegna viðleitni sinnar og bandamanna sinna til að snúa úrslitum áðurnefndra kosninga, sem Joe Biden vann. Segist saklaus Í ákærunni gegn honum segir að Trump hafi rétt til þess að tala um kosningarnar og jafnvel til að segja ósatt og halda því fram að hann hafi unnið. Þá hafi hann einnig haft rétt á því að beita löglegum leiðum til að krefjast endurtalninga og rannsókna eftir kosningarnar og það hafi hann gert. Þar segir að hann hafi þó ekki rétt til að beita ólöglegum leiðum og bellibrögðum til að snúa úrslitunum. Saksóknarar segja einnig að viðleitni Trumps hafi brotið gegn grunni lýðveldis í Bandaríkjunum. Sjá einnig: „Almenningur á rétt á að þetta mál sé tekið fyrir hratt og örugglega“ Ákæran snýr ekki eingöngu að lygum hans um úrslit kosninganna heldur einnig tilraunir hans og bandamanna hans til að skipta út réttkjörnum kjörmönnum í sjö ríkjum. Trupm hefur lýst yfir sakleysi sínu. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum á undanförnum mánuðum og er það fyrir utan umrædd réttarhöld í New York sem fjallað er um hér að ofan. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin eiga að hefjast 4. mars. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Fjögur mætast í kappræðum Repúblikanaflokksins á morgun Fjögur forsetaefni Repúblikanaflokksins munu mætast í þriðju kappræðum sínum á morgun. Þrýstingur eykst á Chris Christie, sem hefur verið einna duglegastur að tala gegn Donald Trump, á að draga sig í hlé og lýsa yfir stuðningi við Nikki Haley. 5. desember 2023 11:16 Vilja auka lögmæti rannsóknarinnar á Biden Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhuga að halda formlega atkvæðagreiðslu í næsta mánuði um rannsókn á meintum embættisbrotum Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Með því eru þeir sagðir vilja festa rannsóknir þeirra á forsetanum og fjölskyldu hans í sessi og gefa henni meira lögmæti. 1. desember 2023 08:01 Segir orðræðu og stefnu Trump enduróma ris nasismans „Orðræðan sem notuð er af Trump og sumum MAGA-öfgahyggjumönnum er orðræða sem var notuð upp úr 1930 í Þýskalandi og ég hef verulegar áhyggjur af stefnu landsins ef stefna á borð við þá sem Donald Trump talar fyrir verður ofan á.“ 20. nóvember 2023 08:33 Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Markwayne Mullin, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Oklahoma, reyndi í gær að fá Sean O‘Brien, forstöðumann stórs verkalýðsfélags í Bandaríkjunum, til að slást við sig á nefndarfundi. Mennirnir tveir vörðu um sex mínútum í að móðga hvern annan á meðan Bernie Sanders, formaður þingnefndarinnar, reyndi að fá þá til að hætta. 15. nóvember 2023 11:31 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Þeir segja hann hafa sigað stuðningsmönnum sínum á þinghúsið þann 6. janúar 2021, þar sem þeir ruddust inn með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Í nýjum dómsskjölum sem saksóknarar hafa opinberað segjast þeir ætla að sýna fram á að Trump hafi bæði fyrir og eftir kosningarnar í nóvember 2020 dregið úr trúverðugleika á þær, með því markmiði að réttlæta tilraunir sínar til að snúa úrslitunum. Þá segja þeir að það að Trump hafi stutt menn sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar fjárhagslega og hyllt þá sem hetjur, sýna fram á að hann hafi alltaf ætlað að brjóta af sér. Trump hefur meðal annars heitið því að náða fólk sem hefur verið dæmt vegna árásarinnar, verði hann aftur kjörinn forseti í nóvember á næsta ári. Í dómskjalinu er sérstaklega nefnt að Trump hafi tekið hóp manna sem tóku þátt í árásinni á svið með sér á kosningafundum og talað um þá sem „gísla“. Sjá einnig: Trump hóf kosningabaráttuna með kór uppreisnarmanna Forsetinn fyrrverandi var fyrr á árinu ákærður vegna viðleitni sinnar og bandamanna sinna til að snúa úrslitum áðurnefndra kosninga, sem Joe Biden vann. Segist saklaus Í ákærunni gegn honum segir að Trump hafi rétt til þess að tala um kosningarnar og jafnvel til að segja ósatt og halda því fram að hann hafi unnið. Þá hafi hann einnig haft rétt á því að beita löglegum leiðum til að krefjast endurtalninga og rannsókna eftir kosningarnar og það hafi hann gert. Þar segir að hann hafi þó ekki rétt til að beita ólöglegum leiðum og bellibrögðum til að snúa úrslitunum. Saksóknarar segja einnig að viðleitni Trumps hafi brotið gegn grunni lýðveldis í Bandaríkjunum. Sjá einnig: „Almenningur á rétt á að þetta mál sé tekið fyrir hratt og örugglega“ Ákæran snýr ekki eingöngu að lygum hans um úrslit kosninganna heldur einnig tilraunir hans og bandamanna hans til að skipta út réttkjörnum kjörmönnum í sjö ríkjum. Trupm hefur lýst yfir sakleysi sínu. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum á undanförnum mánuðum og er það fyrir utan umrædd réttarhöld í New York sem fjallað er um hér að ofan. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin eiga að hefjast 4. mars. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum á undanförnum mánuðum og er það fyrir utan umrædd réttarhöld í New York sem fjallað er um hér að ofan. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin eiga að hefjast 4. mars. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Fjögur mætast í kappræðum Repúblikanaflokksins á morgun Fjögur forsetaefni Repúblikanaflokksins munu mætast í þriðju kappræðum sínum á morgun. Þrýstingur eykst á Chris Christie, sem hefur verið einna duglegastur að tala gegn Donald Trump, á að draga sig í hlé og lýsa yfir stuðningi við Nikki Haley. 5. desember 2023 11:16 Vilja auka lögmæti rannsóknarinnar á Biden Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhuga að halda formlega atkvæðagreiðslu í næsta mánuði um rannsókn á meintum embættisbrotum Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Með því eru þeir sagðir vilja festa rannsóknir þeirra á forsetanum og fjölskyldu hans í sessi og gefa henni meira lögmæti. 1. desember 2023 08:01 Segir orðræðu og stefnu Trump enduróma ris nasismans „Orðræðan sem notuð er af Trump og sumum MAGA-öfgahyggjumönnum er orðræða sem var notuð upp úr 1930 í Þýskalandi og ég hef verulegar áhyggjur af stefnu landsins ef stefna á borð við þá sem Donald Trump talar fyrir verður ofan á.“ 20. nóvember 2023 08:33 Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Markwayne Mullin, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Oklahoma, reyndi í gær að fá Sean O‘Brien, forstöðumann stórs verkalýðsfélags í Bandaríkjunum, til að slást við sig á nefndarfundi. Mennirnir tveir vörðu um sex mínútum í að móðga hvern annan á meðan Bernie Sanders, formaður þingnefndarinnar, reyndi að fá þá til að hætta. 15. nóvember 2023 11:31 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Fjögur mætast í kappræðum Repúblikanaflokksins á morgun Fjögur forsetaefni Repúblikanaflokksins munu mætast í þriðju kappræðum sínum á morgun. Þrýstingur eykst á Chris Christie, sem hefur verið einna duglegastur að tala gegn Donald Trump, á að draga sig í hlé og lýsa yfir stuðningi við Nikki Haley. 5. desember 2023 11:16
Vilja auka lögmæti rannsóknarinnar á Biden Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhuga að halda formlega atkvæðagreiðslu í næsta mánuði um rannsókn á meintum embættisbrotum Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Með því eru þeir sagðir vilja festa rannsóknir þeirra á forsetanum og fjölskyldu hans í sessi og gefa henni meira lögmæti. 1. desember 2023 08:01
Segir orðræðu og stefnu Trump enduróma ris nasismans „Orðræðan sem notuð er af Trump og sumum MAGA-öfgahyggjumönnum er orðræða sem var notuð upp úr 1930 í Þýskalandi og ég hef verulegar áhyggjur af stefnu landsins ef stefna á borð við þá sem Donald Trump talar fyrir verður ofan á.“ 20. nóvember 2023 08:33
Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Markwayne Mullin, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Oklahoma, reyndi í gær að fá Sean O‘Brien, forstöðumann stórs verkalýðsfélags í Bandaríkjunum, til að slást við sig á nefndarfundi. Mennirnir tveir vörðu um sex mínútum í að móðga hvern annan á meðan Bernie Sanders, formaður þingnefndarinnar, reyndi að fá þá til að hætta. 15. nóvember 2023 11:31