Danir taka ekki við Teslum á leið til Svíþjóðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2023 07:51 Bílar úr smiðju Tesla eru meðal vinsælustu rafbíla heims um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Danskir hafnarverkamenn hafa ákveðið að styðja verkalýðsfélög í Svíþjóð í deilu þeirra gegn rafbílaframleiðandanum Tesla og munu ekki taka við Teslum sem til stendur að flytja inn til Svíþjóðar. Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að danska hafnarverkafyrirtækinu 3F Transport hafi borist beiðni um aðstoð frá sænska verkalýðsfélaginu IF Metall. Félagið hefur beitt verkföllum gegn bandaríska rafbílaframleiðandanum síðan í október. Starfsmenn hafa barist fyrir því að fá að ganga saman til samninga við fyrirtækið um kaup og kjör. Þá hefur baráttan einnig verið sögð snúast um framtíð „sænska módelsins.“ Það er það fyrirkomulag sem viðhaft er á Norðurlöndunum um að fólk sé í verkalýðsfélögum og gangi saman til samninga. Sænska verkalýðsfélagið hefur sakað Tesla um að vera eitt þeirra fyrirtækja sem hefur grafið undan því samkomulagi undanfarin ár. Elon Musk, eigandi Tesla, hefur lýst því yfir að aðgerðirnar í Svíþjóð séu „geðveiki.“ „Við tökum þátt og viljum með þessu auka þrýstinginn á Tesla. Við vonum að þeir muni snúa aftur að samningaborðum eins fljótt og auðið er og undirrita nýja samninga,“ segir Jan Villadsen, stjórnarformaður danska félagsins 3F Transport. Fram kemur í frétt danska ríkisútvarpsins að Musk hafi ekki tjáð sig enn sem komið er um ákvörðun danska félagsins. Jan segir að jafnvel þó félaginu sé stýrt af ríkasta manni í heimi, sé ekki hægt að búa til algjörlega nýjar reglur. Samkomulag sé í gildi um vinnumarkaðsreglur á Norðurlöndum sem fyrirtækjum sem þar vilji stunda viðskipti beri að virða. Danmörk Svíþjóð Tesla Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að danska hafnarverkafyrirtækinu 3F Transport hafi borist beiðni um aðstoð frá sænska verkalýðsfélaginu IF Metall. Félagið hefur beitt verkföllum gegn bandaríska rafbílaframleiðandanum síðan í október. Starfsmenn hafa barist fyrir því að fá að ganga saman til samninga við fyrirtækið um kaup og kjör. Þá hefur baráttan einnig verið sögð snúast um framtíð „sænska módelsins.“ Það er það fyrirkomulag sem viðhaft er á Norðurlöndunum um að fólk sé í verkalýðsfélögum og gangi saman til samninga. Sænska verkalýðsfélagið hefur sakað Tesla um að vera eitt þeirra fyrirtækja sem hefur grafið undan því samkomulagi undanfarin ár. Elon Musk, eigandi Tesla, hefur lýst því yfir að aðgerðirnar í Svíþjóð séu „geðveiki.“ „Við tökum þátt og viljum með þessu auka þrýstinginn á Tesla. Við vonum að þeir muni snúa aftur að samningaborðum eins fljótt og auðið er og undirrita nýja samninga,“ segir Jan Villadsen, stjórnarformaður danska félagsins 3F Transport. Fram kemur í frétt danska ríkisútvarpsins að Musk hafi ekki tjáð sig enn sem komið er um ákvörðun danska félagsins. Jan segir að jafnvel þó félaginu sé stýrt af ríkasta manni í heimi, sé ekki hægt að búa til algjörlega nýjar reglur. Samkomulag sé í gildi um vinnumarkaðsreglur á Norðurlöndum sem fyrirtækjum sem þar vilji stunda viðskipti beri að virða.
Danmörk Svíþjóð Tesla Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira