Danir taka ekki við Teslum á leið til Svíþjóðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2023 07:51 Bílar úr smiðju Tesla eru meðal vinsælustu rafbíla heims um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Danskir hafnarverkamenn hafa ákveðið að styðja verkalýðsfélög í Svíþjóð í deilu þeirra gegn rafbílaframleiðandanum Tesla og munu ekki taka við Teslum sem til stendur að flytja inn til Svíþjóðar. Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að danska hafnarverkafyrirtækinu 3F Transport hafi borist beiðni um aðstoð frá sænska verkalýðsfélaginu IF Metall. Félagið hefur beitt verkföllum gegn bandaríska rafbílaframleiðandanum síðan í október. Starfsmenn hafa barist fyrir því að fá að ganga saman til samninga við fyrirtækið um kaup og kjör. Þá hefur baráttan einnig verið sögð snúast um framtíð „sænska módelsins.“ Það er það fyrirkomulag sem viðhaft er á Norðurlöndunum um að fólk sé í verkalýðsfélögum og gangi saman til samninga. Sænska verkalýðsfélagið hefur sakað Tesla um að vera eitt þeirra fyrirtækja sem hefur grafið undan því samkomulagi undanfarin ár. Elon Musk, eigandi Tesla, hefur lýst því yfir að aðgerðirnar í Svíþjóð séu „geðveiki.“ „Við tökum þátt og viljum með þessu auka þrýstinginn á Tesla. Við vonum að þeir muni snúa aftur að samningaborðum eins fljótt og auðið er og undirrita nýja samninga,“ segir Jan Villadsen, stjórnarformaður danska félagsins 3F Transport. Fram kemur í frétt danska ríkisútvarpsins að Musk hafi ekki tjáð sig enn sem komið er um ákvörðun danska félagsins. Jan segir að jafnvel þó félaginu sé stýrt af ríkasta manni í heimi, sé ekki hægt að búa til algjörlega nýjar reglur. Samkomulag sé í gildi um vinnumarkaðsreglur á Norðurlöndum sem fyrirtækjum sem þar vilji stunda viðskipti beri að virða. Danmörk Svíþjóð Tesla Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að danska hafnarverkafyrirtækinu 3F Transport hafi borist beiðni um aðstoð frá sænska verkalýðsfélaginu IF Metall. Félagið hefur beitt verkföllum gegn bandaríska rafbílaframleiðandanum síðan í október. Starfsmenn hafa barist fyrir því að fá að ganga saman til samninga við fyrirtækið um kaup og kjör. Þá hefur baráttan einnig verið sögð snúast um framtíð „sænska módelsins.“ Það er það fyrirkomulag sem viðhaft er á Norðurlöndunum um að fólk sé í verkalýðsfélögum og gangi saman til samninga. Sænska verkalýðsfélagið hefur sakað Tesla um að vera eitt þeirra fyrirtækja sem hefur grafið undan því samkomulagi undanfarin ár. Elon Musk, eigandi Tesla, hefur lýst því yfir að aðgerðirnar í Svíþjóð séu „geðveiki.“ „Við tökum þátt og viljum með þessu auka þrýstinginn á Tesla. Við vonum að þeir muni snúa aftur að samningaborðum eins fljótt og auðið er og undirrita nýja samninga,“ segir Jan Villadsen, stjórnarformaður danska félagsins 3F Transport. Fram kemur í frétt danska ríkisútvarpsins að Musk hafi ekki tjáð sig enn sem komið er um ákvörðun danska félagsins. Jan segir að jafnvel þó félaginu sé stýrt af ríkasta manni í heimi, sé ekki hægt að búa til algjörlega nýjar reglur. Samkomulag sé í gildi um vinnumarkaðsreglur á Norðurlöndum sem fyrirtækjum sem þar vilji stunda viðskipti beri að virða.
Danmörk Svíþjóð Tesla Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira