„Hann er bara þjálfarinn minn í höllinni og pabbi minn heima“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2023 12:00 Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig og sonur hans, Andri Már (fremst á myndinni, úr fókus), leikmaður liðsins. getty/Jan Woitas Andri Már Rúnarsson kann því vel að spila undir stjórn föður síns hjá Leipzig. Hann segir einnig mikla hjálp í Viggó Kristjánssyni, samherja sínum hjá liðinu. Andri er alvanur því að vera með föður sinn, Rúnar Sigtryggsson, sem þjálfara. Hann lék undir hans stjórn hjá Stjörnunni, til skamms tíma hjá Haukum og nú hjá Leipzig í Þýskalandi. Rúnar tók við Leipzig í nóvember á síðasta ári eftir stutt stopp hjá Haukum. Hann tók tímabundið við liðinu til að byrja með en eftir gott gengi samdi hann svo við það til 2025. Andri kom svo til Leipzig frá Haukum í sumar og hefur spilað mikið og vel að undanförnu. Hann gerði nýjan samning við félagið til 2026 í síðustu viku. „Hann er bara þjálfarinn minn í höllinni og pabbi minn heima. Við erum vanir því og hingað til hefur það gengið vel,“ sagði Andri aðspurður hvernig það sé að spila undir stjórn föður síns. „Hann er líka stundum þjálfari heima en maður verður bara að lifa með því,“ bætti Andri kankvís við enda býr hann hjá foreldrum sínum í Leipzig. Aðalmaðurinn í liði Leipzig er áðurnefndur Viggó Kristjánsson. Hann kom til liðsins frá Stuttgart en þar léku þeir Andri saman um hríð. „Það er mjög gott að vera með Viggó. Ég þekki hann líka frá tíma okkur saman í Stuttgart. Hann er alltaf duglegur að hjálpa mér og gefa mér góð ráð til að bæta minn leik. Hann er líka frábær leikmaður og við spilum vel saman,“ sagði Andri. Viggó Kristjánsson er prímusmótorinn í liði Leipzig.getty/Jan Woitas Viggó er marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Leipzig á tímabilinu og hefur komið með beinum hætti að 126 mörkum í þýsku úrvalsdeildinni. Seltirningurinn er í miklum metum hjá félaginu. „Hann er klárlega lykilmaðurinn í liðinu. Á æfingum segir hann hvaða leikkerfi henta best. Hann les leikinn vel. Hann hefur líka stigið upp þegar aðrir lykilmenn hafa dottið út. Hann gerir það vel og það er gaman að spila með honum,“ sagði Andri. Þýski handboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Sjá meira
Andri er alvanur því að vera með föður sinn, Rúnar Sigtryggsson, sem þjálfara. Hann lék undir hans stjórn hjá Stjörnunni, til skamms tíma hjá Haukum og nú hjá Leipzig í Þýskalandi. Rúnar tók við Leipzig í nóvember á síðasta ári eftir stutt stopp hjá Haukum. Hann tók tímabundið við liðinu til að byrja með en eftir gott gengi samdi hann svo við það til 2025. Andri kom svo til Leipzig frá Haukum í sumar og hefur spilað mikið og vel að undanförnu. Hann gerði nýjan samning við félagið til 2026 í síðustu viku. „Hann er bara þjálfarinn minn í höllinni og pabbi minn heima. Við erum vanir því og hingað til hefur það gengið vel,“ sagði Andri aðspurður hvernig það sé að spila undir stjórn föður síns. „Hann er líka stundum þjálfari heima en maður verður bara að lifa með því,“ bætti Andri kankvís við enda býr hann hjá foreldrum sínum í Leipzig. Aðalmaðurinn í liði Leipzig er áðurnefndur Viggó Kristjánsson. Hann kom til liðsins frá Stuttgart en þar léku þeir Andri saman um hríð. „Það er mjög gott að vera með Viggó. Ég þekki hann líka frá tíma okkur saman í Stuttgart. Hann er alltaf duglegur að hjálpa mér og gefa mér góð ráð til að bæta minn leik. Hann er líka frábær leikmaður og við spilum vel saman,“ sagði Andri. Viggó Kristjánsson er prímusmótorinn í liði Leipzig.getty/Jan Woitas Viggó er marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Leipzig á tímabilinu og hefur komið með beinum hætti að 126 mörkum í þýsku úrvalsdeildinni. Seltirningurinn er í miklum metum hjá félaginu. „Hann er klárlega lykilmaðurinn í liðinu. Á æfingum segir hann hvaða leikkerfi henta best. Hann les leikinn vel. Hann hefur líka stigið upp þegar aðrir lykilmenn hafa dottið út. Hann gerir það vel og það er gaman að spila með honum,“ sagði Andri.
Þýski handboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Sjá meira