„Þetta eyðileggur handboltann“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2023 12:29 Króatía vann Kína með 26 marka mun í heldur óspennandi leik á HM í gær. EPA-EFE/Bjorn Larsson Rosvall Sérfræðingur TV 2 í Noregi segir að allt of margir leikir á HM kvenna í handbolta séu mjög ójafnir. Það skemmi fyrir íþróttinni sem vöru fyrir sjónvarpsáhorfendur. Liðunum á HM kvenna var fjölgað úr 24 í 32 lið fyrir tveimur árum og í ár eru einnig 32 lið, þar á meðal Ísland í fyrsta sinn í tólf ár. Bent Svele, sérfræðingur TV 2, bendir á að með fleiri liðum komi fleiri ójafnir leikir en á laugardag var heildarmarkamunurinn í átta leikjum til að mynda 103 mörk, eða tæplega 13 mörk í leik. Níu marka tap Íslands gegn sjálfum ólympíumeisturum Frakklands var því vel undir meðaltali en stærsti munurinn var í 45-22 sigri Þýskalands gegn Íran, eða 23 mörk. Í gær var heildarmunurinn 123 mörk í átta leikjum, þar sem til að mynda Króatía vann 39-13 sigur gegn Kína. „Þetta er alveg vonlaust. Við sáum þetta 2021 og þetta er ekkert skárra núna,“ sagði Svele í gær. „Ég sé að þeir eru að reyna að fegra þetta með fjölgun liða en það eru engin lið að verða betri. Þetta segir sig sjálft. Mér finnst menn allt of rómantískir í nálgun sinni varðandi útbreiðslu íþróttarinnar,“ sagði Svele og bætti við: „Þetta eyðileggur handboltann sem vöru, fyrir almenning og sjónvarpsáhorfendur.“ Danski sérfræðingurinn Bent Nyegaard tekur í sama streng á vef TV 2 í Danmörku. „Þetta hefur bara áhrif til eyðileggingar. Ég held að það fylgi því engin sérstök ánægja að vinna leik 44-25. Ég held að engum finnist eitthvað spennandi að vinna með 10-20-30 marka mun,“ sagði Nyegaard. „Ég skil að menn vilji breiða út handboltann og tryggja að hann sé áfram ólympíugrein og svo framvegis. En heimsmeistaramót á að vera það erfiðasta sem til er. Og það er það ekki. Það er Evrópumótið,“ sagði Nyegaard. HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Liðunum á HM kvenna var fjölgað úr 24 í 32 lið fyrir tveimur árum og í ár eru einnig 32 lið, þar á meðal Ísland í fyrsta sinn í tólf ár. Bent Svele, sérfræðingur TV 2, bendir á að með fleiri liðum komi fleiri ójafnir leikir en á laugardag var heildarmarkamunurinn í átta leikjum til að mynda 103 mörk, eða tæplega 13 mörk í leik. Níu marka tap Íslands gegn sjálfum ólympíumeisturum Frakklands var því vel undir meðaltali en stærsti munurinn var í 45-22 sigri Þýskalands gegn Íran, eða 23 mörk. Í gær var heildarmunurinn 123 mörk í átta leikjum, þar sem til að mynda Króatía vann 39-13 sigur gegn Kína. „Þetta er alveg vonlaust. Við sáum þetta 2021 og þetta er ekkert skárra núna,“ sagði Svele í gær. „Ég sé að þeir eru að reyna að fegra þetta með fjölgun liða en það eru engin lið að verða betri. Þetta segir sig sjálft. Mér finnst menn allt of rómantískir í nálgun sinni varðandi útbreiðslu íþróttarinnar,“ sagði Svele og bætti við: „Þetta eyðileggur handboltann sem vöru, fyrir almenning og sjónvarpsáhorfendur.“ Danski sérfræðingurinn Bent Nyegaard tekur í sama streng á vef TV 2 í Danmörku. „Þetta hefur bara áhrif til eyðileggingar. Ég held að það fylgi því engin sérstök ánægja að vinna leik 44-25. Ég held að engum finnist eitthvað spennandi að vinna með 10-20-30 marka mun,“ sagði Nyegaard. „Ég skil að menn vilji breiða út handboltann og tryggja að hann sé áfram ólympíugrein og svo framvegis. En heimsmeistaramót á að vera það erfiðasta sem til er. Og það er það ekki. Það er Evrópumótið,“ sagði Nyegaard.
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira