Systur jólasveinanna komnar til byggða Lovísa Arnardóttir skrifar 4. desember 2023 11:26 Flotsokka, Taska og Leppatuska eru fyrirferðarmiklar og háværar, dálítið varasamar en líka ógurlega skemmtilegar. Mynd/Ívar Brynjólfsson Jólaskellurnar Leppatuska, Taska og Flotsokka komu til bæjar í gær og heimsóttu Þjóðminjasafnið ásamt foreldrum sínum, Grýlu og Leppalúða. Þær mæta svo hver af annarri dagana 16., 17. og 23. desember með bræðrum sínum, alltaf klukkan 11. Jólaskellurnar eru systur jólasveinanna og hafa í áraraðir komið til byggða en enginn hefur tekið neitt sérstaklega eftir þeim. Í vor þegar tekið var til á Þjóðminjasafninu fundust vísur í ævafornu handriti þar sem minnst er á systurnar. Taska skreytir tréð. Mynd/Ívar Brynjólfsson „Íslensku jólasveinarnir eru hluti af okkar menningararfi, við þekkjum flest þessa þréttan sem koma dagana fyrir jól og gefa stilltum börnum í skóinn en þeir eiga fjöldamörg systkini, til dæmis Flotsokku, Tösku og Leppatusku,“ segir Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs á Þjóðminjasafninu í samtali við fréttastofu. Leppalúði spjallaði við gestina. Mynd/Ívar Brynjólfsson Flotsokka er sólgin í flot og safnar því í sokkana sína, Leppatuska er nefnd eftir Leppalúða föður sínum en hún hefur í gegnum tíðina þrifið upp sóðaskapinn eftir pabba sinn í Grýluhelli og er komin með hálfgerða hreingerningaráráttu. Grýla mætti með stelpunum. Mynd/Ívar Brynjólfsson Taska elskar allt sem glitrar og hefur sankað að sér allskonar dóti í gegnum tíðina, hún er til að mynda sérstaklega veik fyrir jólaskrauti. Það var fjölmennt á Þjóðminjasafninu þegar stúlkurnar heimsóttu safnið í gær. Mynd/Ívar Brynjólfsson „Það var mikið húllumhæ á Þjóðminjasafninu í gær þegar systurnar koma hingað ásamt Grylu og Leppalúða, mömmu sinni og pabba. Það var ótrúlega skemmtilegt,“ segir Kristín. Jól Söfn Jólasveinar Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira
Jólaskellurnar eru systur jólasveinanna og hafa í áraraðir komið til byggða en enginn hefur tekið neitt sérstaklega eftir þeim. Í vor þegar tekið var til á Þjóðminjasafninu fundust vísur í ævafornu handriti þar sem minnst er á systurnar. Taska skreytir tréð. Mynd/Ívar Brynjólfsson „Íslensku jólasveinarnir eru hluti af okkar menningararfi, við þekkjum flest þessa þréttan sem koma dagana fyrir jól og gefa stilltum börnum í skóinn en þeir eiga fjöldamörg systkini, til dæmis Flotsokku, Tösku og Leppatusku,“ segir Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs á Þjóðminjasafninu í samtali við fréttastofu. Leppalúði spjallaði við gestina. Mynd/Ívar Brynjólfsson Flotsokka er sólgin í flot og safnar því í sokkana sína, Leppatuska er nefnd eftir Leppalúða föður sínum en hún hefur í gegnum tíðina þrifið upp sóðaskapinn eftir pabba sinn í Grýluhelli og er komin með hálfgerða hreingerningaráráttu. Grýla mætti með stelpunum. Mynd/Ívar Brynjólfsson Taska elskar allt sem glitrar og hefur sankað að sér allskonar dóti í gegnum tíðina, hún er til að mynda sérstaklega veik fyrir jólaskrauti. Það var fjölmennt á Þjóðminjasafninu þegar stúlkurnar heimsóttu safnið í gær. Mynd/Ívar Brynjólfsson „Það var mikið húllumhæ á Þjóðminjasafninu í gær þegar systurnar koma hingað ásamt Grylu og Leppalúða, mömmu sinni og pabba. Það var ótrúlega skemmtilegt,“ segir Kristín.
Jól Söfn Jólasveinar Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira