Úlfúð í íslensku skáksamfélagi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. desember 2023 23:03 Misklíð er í íslensku skáksamfélagi vegna mótaraðar í Fischer-slembiskák sem fór fram á dögunum. Vísir/Samsett Mikið ósætti ríkir í skáksamfélaginu á Íslandi eftir að fjórir keppendur drógu sig úr Íslandsmótinu í Fischer slembiskák sem lauk í dag. Ósættið stafaði af því að einstaklingur sem tók ekki þátt í undankeppni mótsins fékk sæti í úrslitakeppninni vegna forfalla. Margir skákmenn undra sig á því að einstaklingur hafi verið valinn til þátttöku í mótinu sem ekki var sá stigahæsti meðal þeirra sem náðu ekki að tryggja sér þátttöku í úrslitakeppninni. Varaborgarfulltrúa boðið sæti Helga Áss Grétarsyni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var boðið sæti í úrslitakeppni á þeim forsendum að hann væri sá næsti á alþjóðlegum stigalista FIDE. Hann skrifaði færslu í Facebook-hópinn Íslenskir skákmenn þar sem hann gerði grein fyrir skoðunum sínum á málinu. „Vegna forfalla var mér í fyrradag boðin þátttaka í úrslitakeppni Íslandsmótsins í Fischer-slembiskák, jafnvel þótt ég hafi ekki tekið þátt í undanrásunum. Sú ákvörðun mótshaldara að bjóða mér að taka þátt hefur verið gagnrýnd og mér þykir miður að sterkir skákmenn hættu við að taka þátt í mótinu útaf þessu,“ segir Helgi. Mun aldrei samþykkja þessa aðferðarfræði Eins og fram kom áður drógu fjórir sig úr keppni vegna atviksins og einn þeirra er Davíð Kjartansson stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar og alþjóðlegur skákmeistari. Hann skrifaði einnig færslu inn á síðuna þar sem hann lýsti ástæðum þess að hafa dregið sig úr keppni. Davíð Kjartansson er alþjóðlegur skákmeistari og stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar.Skák.is „Réttast hefði verið ganga niður línuna. En af hverju var það ekki gert? Útskýringarnar sem ég heyrði voru að þetta væri vilji styrktarðila þ.e. að bjóða þátttakanda sem ekki tók þátt í undanrásum plássið. Gott og vel, ef þetta er orðið þannig á Íslandsmótum í skák að styrktaraðili hefur vald yfir því hvernig mótið fer fram og hverjir taka þátt mætti bara taka það strax fram,“ segir Davíð. Hann segir það ósanngjarnt að sá sem lenti í 11. sæti hafi ekki verið boðin þátttaka og veltir því fyrir sér hvers vegna keppendur voru látnir þreyta undankeppnina yfirhöfuð. „Ég er ekki sammála og á aldrei eftir að samþykkja þessa aðferðarfræði. Þeir sem tefla í undanrásum eru þeir einu sem eiga rétt á að tefla í úrslitum á Íslandsmóti sbr. aðrar íþróttir,“ bætir hann við. „Algerlega óásættanlegt“ Jón Viktor Gunnarsson var annar þeirra sem drógu sig úr keppni og lýsir hann framferði mótshaldara sem kjaftshöggi. „Það voru mér því mikil vonbrigði hvernig hlutir atvikuðust núna með Íslandsmótið í Slembiskák. Ég hef ákveðið að segja sæti mínu lausu í úrslitamótinu vegna forsendubrests. Þegar um Íslandsmót er að ræða verða forsendur að halda og ekki hægt að leyfa sér sérhagsmunagæslu sama hvað styrktaraðili vill,“ skrifar hann. Jón Viktor Guðmundsson sagði sig úr keppni á mótinu vegna þess sem hann lýsir sem forsendubrests.Skák.is Jón segir málið vera prinsippatriði og taka margir undir með honum í athugasemdum við færsluna sem hann birti einnig á síðuna Íslenskir skákmenn. „Það er algerlega óásættanlegt af minni hálfu og alger forsendubrestur á Íslandsmóti sem getur ekki leyft sér vinagreiða. Því hef ég ákveðið að segja mig úr mótinu,“ segir Jón að lokum. Skák Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Margir skákmenn undra sig á því að einstaklingur hafi verið valinn til þátttöku í mótinu sem ekki var sá stigahæsti meðal þeirra sem náðu ekki að tryggja sér þátttöku í úrslitakeppninni. Varaborgarfulltrúa boðið sæti Helga Áss Grétarsyni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var boðið sæti í úrslitakeppni á þeim forsendum að hann væri sá næsti á alþjóðlegum stigalista FIDE. Hann skrifaði færslu í Facebook-hópinn Íslenskir skákmenn þar sem hann gerði grein fyrir skoðunum sínum á málinu. „Vegna forfalla var mér í fyrradag boðin þátttaka í úrslitakeppni Íslandsmótsins í Fischer-slembiskák, jafnvel þótt ég hafi ekki tekið þátt í undanrásunum. Sú ákvörðun mótshaldara að bjóða mér að taka þátt hefur verið gagnrýnd og mér þykir miður að sterkir skákmenn hættu við að taka þátt í mótinu útaf þessu,“ segir Helgi. Mun aldrei samþykkja þessa aðferðarfræði Eins og fram kom áður drógu fjórir sig úr keppni vegna atviksins og einn þeirra er Davíð Kjartansson stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar og alþjóðlegur skákmeistari. Hann skrifaði einnig færslu inn á síðuna þar sem hann lýsti ástæðum þess að hafa dregið sig úr keppni. Davíð Kjartansson er alþjóðlegur skákmeistari og stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar.Skák.is „Réttast hefði verið ganga niður línuna. En af hverju var það ekki gert? Útskýringarnar sem ég heyrði voru að þetta væri vilji styrktarðila þ.e. að bjóða þátttakanda sem ekki tók þátt í undanrásum plássið. Gott og vel, ef þetta er orðið þannig á Íslandsmótum í skák að styrktaraðili hefur vald yfir því hvernig mótið fer fram og hverjir taka þátt mætti bara taka það strax fram,“ segir Davíð. Hann segir það ósanngjarnt að sá sem lenti í 11. sæti hafi ekki verið boðin þátttaka og veltir því fyrir sér hvers vegna keppendur voru látnir þreyta undankeppnina yfirhöfuð. „Ég er ekki sammála og á aldrei eftir að samþykkja þessa aðferðarfræði. Þeir sem tefla í undanrásum eru þeir einu sem eiga rétt á að tefla í úrslitum á Íslandsmóti sbr. aðrar íþróttir,“ bætir hann við. „Algerlega óásættanlegt“ Jón Viktor Gunnarsson var annar þeirra sem drógu sig úr keppni og lýsir hann framferði mótshaldara sem kjaftshöggi. „Það voru mér því mikil vonbrigði hvernig hlutir atvikuðust núna með Íslandsmótið í Slembiskák. Ég hef ákveðið að segja sæti mínu lausu í úrslitamótinu vegna forsendubrests. Þegar um Íslandsmót er að ræða verða forsendur að halda og ekki hægt að leyfa sér sérhagsmunagæslu sama hvað styrktaraðili vill,“ skrifar hann. Jón Viktor Guðmundsson sagði sig úr keppni á mótinu vegna þess sem hann lýsir sem forsendubrests.Skák.is Jón segir málið vera prinsippatriði og taka margir undir með honum í athugasemdum við færsluna sem hann birti einnig á síðuna Íslenskir skákmenn. „Það er algerlega óásættanlegt af minni hálfu og alger forsendubrestur á Íslandsmóti sem getur ekki leyft sér vinagreiða. Því hef ég ákveðið að segja mig úr mótinu,“ segir Jón að lokum.
Skák Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira