„Við þurfum að breyta þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2023 23:31 Við þurfum að byrja betur. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson er spenntur fyrir úrslitaleik Íslands við Angóla um sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta sem fram fer á morgun. Alveg ljóst er hvað Ísland þarf að bæta frá síðustu tveimur leikjum. Ísland lenti 11-3 undir snemma leik gegn Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum í gær. Morgunljóst er að liðið þarf að læra lexíu hvað upphaf leikja varðar. Arnar kveðst hafa imprað á þessu við leikmenn á fundi í morgun. „Það er klárt. Við funduðum í morgun og ræddum þetta meðal annars. Við þurfum að breyta þessu, finna einhverjar lausnir og byrja þessa leiki betur. Við erum að fara í hörkuleik á morgun gegn sterku liði og við getum ekki gefið þeim eitt eða neitt á fyrstu mínútunum.“ segir Arnar. Angóla stóð vel í bæði Frökkum og Slóvenum. Frakkar rétt mörðu þær í fyrsta leik með minnsta mun og þá voru þær allan tímann inni í leiknum við Slóvena sem að endingu tapaðist. „Þetta er mjög sterkt lið. Það sem mér finnst líka bara frábært í þessu er að handboltaáhugamenn á Íslandi sem hafa kannski ekki verið að fylgjast mjög mikið með alþjóðlegum kvennahandbolta eru að sjá hversu mörg öflug lið eru hérna. Á morgun erum við að takast á við margfalda Afríkumeistara sem eru gríðarlega sterkar,“ segir Arnar. Nýtur sín í botn Ísland er á HM í fyrsta sinn í tólf ár. Allir leikmenn nema Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á HM í fyrsta sinn og sama er að segja um Arnar sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Hér er hann í essinu sínu. Klippa: Markmiðið að koma okkur í milliriðilinn „Mér finnst þetta frábært. Þetta er ofboðslega skemmtilegt. Það er gaman að vera hérna með stelpunum, liðinu og teyminu. Þetta er það sem við höfum gaman af því að gera – spila, vera í og grúska í handbolta – ég er að njóta þess í botn. Auðvitað er maður að læra helling. Alveg örugglega verður það þannig þegar maður gerir þetta upp að það verða einhverjir hlutir sem maður gerir öðruvísi þegar við förum næst,“ segir Arnar. Stemningin í stúkunni frábær og hjálpar til Íslensku stuðningsmennirnir hafa alfarið haldið uppi stemningu á leikjum stelpnanna okkar hingað til. Stuðningurinn hafi reynst mikilvægur í leiknum við Frakka í gær. „Þetta er skemmtilegt. Eins og í gær, þegar við lentum illa undir til að byrja með hélt stúkan áfram að styðja okkur. Það hjálpaði okkur klárlega í gegnum þennan erfiða kafla,“ segir Arnar og bætir við: „Frammistaðan eftir erfiðan kafla var mjög góð og við getum klárlega þakkað stúkunni að stórum hluta fyrir það. Hún var frábær og stelpurnar töluðu um það hvað það var mikilvægt að hafa fólkið í stúkunni.“ Markmiðið fyrir morgundaginn sé þá skýrt. Ísland ætli sér sigur og sæti í milliriðli á morgun. „Við stefnum á það. Við ætlum að spila mjög góðan leik á morgun og vitum það alveg að til þess að það markmið náist verðum við að eiga toppleik og bæta okkur á öllum sviðum. Það er klárlega markmiðið á morgun að skila góðu verki gegn mjög sterku liði og koma okkur í milliriðilinn.“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Ísland lenti 11-3 undir snemma leik gegn Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum í gær. Morgunljóst er að liðið þarf að læra lexíu hvað upphaf leikja varðar. Arnar kveðst hafa imprað á þessu við leikmenn á fundi í morgun. „Það er klárt. Við funduðum í morgun og ræddum þetta meðal annars. Við þurfum að breyta þessu, finna einhverjar lausnir og byrja þessa leiki betur. Við erum að fara í hörkuleik á morgun gegn sterku liði og við getum ekki gefið þeim eitt eða neitt á fyrstu mínútunum.“ segir Arnar. Angóla stóð vel í bæði Frökkum og Slóvenum. Frakkar rétt mörðu þær í fyrsta leik með minnsta mun og þá voru þær allan tímann inni í leiknum við Slóvena sem að endingu tapaðist. „Þetta er mjög sterkt lið. Það sem mér finnst líka bara frábært í þessu er að handboltaáhugamenn á Íslandi sem hafa kannski ekki verið að fylgjast mjög mikið með alþjóðlegum kvennahandbolta eru að sjá hversu mörg öflug lið eru hérna. Á morgun erum við að takast á við margfalda Afríkumeistara sem eru gríðarlega sterkar,“ segir Arnar. Nýtur sín í botn Ísland er á HM í fyrsta sinn í tólf ár. Allir leikmenn nema Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á HM í fyrsta sinn og sama er að segja um Arnar sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Hér er hann í essinu sínu. Klippa: Markmiðið að koma okkur í milliriðilinn „Mér finnst þetta frábært. Þetta er ofboðslega skemmtilegt. Það er gaman að vera hérna með stelpunum, liðinu og teyminu. Þetta er það sem við höfum gaman af því að gera – spila, vera í og grúska í handbolta – ég er að njóta þess í botn. Auðvitað er maður að læra helling. Alveg örugglega verður það þannig þegar maður gerir þetta upp að það verða einhverjir hlutir sem maður gerir öðruvísi þegar við förum næst,“ segir Arnar. Stemningin í stúkunni frábær og hjálpar til Íslensku stuðningsmennirnir hafa alfarið haldið uppi stemningu á leikjum stelpnanna okkar hingað til. Stuðningurinn hafi reynst mikilvægur í leiknum við Frakka í gær. „Þetta er skemmtilegt. Eins og í gær, þegar við lentum illa undir til að byrja með hélt stúkan áfram að styðja okkur. Það hjálpaði okkur klárlega í gegnum þennan erfiða kafla,“ segir Arnar og bætir við: „Frammistaðan eftir erfiðan kafla var mjög góð og við getum klárlega þakkað stúkunni að stórum hluta fyrir það. Hún var frábær og stelpurnar töluðu um það hvað það var mikilvægt að hafa fólkið í stúkunni.“ Markmiðið fyrir morgundaginn sé þá skýrt. Ísland ætli sér sigur og sæti í milliriðli á morgun. „Við stefnum á það. Við ætlum að spila mjög góðan leik á morgun og vitum það alveg að til þess að það markmið náist verðum við að eiga toppleik og bæta okkur á öllum sviðum. Það er klárlega markmiðið á morgun að skila góðu verki gegn mjög sterku liði og koma okkur í milliriðilinn.“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira